Amoxicillin Sandoz Mixtúruduft, dreifa 100 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
02-05-2023

Virkt innihaldsefni:

Amoxicillinum tríhýdrat

Fáanlegur frá:

Sandoz A/S*

ATC númer:

J01CA04

INN (Alþjóðlegt nafn):

Amoxicillinum

Skammtar:

100 mg/ml

Lyfjaform:

Mixtúruduft, dreifa

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

014147 Glas Brúnar glerflöskur og mæliskeið úr polypropyleni ; 014158 Glas Brúnar glerflöskur og mæliskeið úr polypropyleni

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2015-06-11

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
AMOXICILLIN SANDOZ 100 MG/ML MIXTÚRUDUFT, DREIFA
amoxicillin
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Amoxicillin Sandoz og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Amoxicillin Sandoz
3.
Hvernig nota á Amoxicillin Sandoz
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Amoxicillin Sandoz
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM AMOXICILLIN SANDOZ OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
UPPLÝSINGAR UM AMOXICILLIN SANDOZ
Amoxicillin Sandoz er sýklalyf. Virka innihaldsefnið er amoxicillin.
Það tilheyrir flokki sýklalyfja
sem eru kölluð penicillin.
VIÐ HVERJU AMOXICILLIN SANDOZ ER NOTAÐ
Amoxicillin Sandoz er notað til að meðhöndla sýkingar vegna
baktería á mismunandi stöðum í
líkamanum. Einnig má nota Amoxicillin Sandoz í samsettri meðferð
með öðrum lyfjum til að
meðhöndla magasár.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA AMOXICILLIN SANDOZ
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA
AMOXICILLIN SANDOZ:
•
ef um er að ræða ofnæmi fyrir amoxicillini, penicillini eða
einhverju öðru innihaldsefni lyfsins
(talin upp í kafla 6)
•
ef fram hafa komið ofnæmisviðbrögð við einhverju ö
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Amoxicillin Sandoz 100 mg/ml mixtúruduft, dreifa
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver ml af fullbúinni mixtúru, dreifu inniheldur 114,8 mg
amoxicillintrihydrat, samsvarandi
100 mg/ml amoxicillin.
Hjálparefni með þekkta verkun
5 ml af blandaðri dreifu innihalda 8,5 mg af aspartami (E 951), allt
að 3 mg af bensýlalkóhóli, allt að
0,44 mg af bensýlbensóati, 0,14 mg af sorbitóli (E 420), 0,1
míkrógramm af brennisteinsdíoxíði
(E 220), 0,68 mg af glúkósa og 7,1 mg af natríumbensóati (E 211).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Mixtúruduft, dreifa.
Hvítt til ljósgult duft með einkennandi ávaxtalykt.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Amoxicillin Sandoz er ætlað til meðferðar við eftirfarandi
sýkingum hjá fullorðnum og börnum (sjá
kafla 4.2, 4.4 og 5.1):
•
bráð skútabólga vegna bakteríusýkingar
•
bráð miðeyrabólga
•
bráð eitlabólga og kokbólga af völdum streptókokka
•
bráð versnun á langvinnri berkjubólgu
•
lungnabólga sem smitast hefur utan sjúkrahúss
•
bráð blöðrubólga
•
bakteríur í þvagi án einkenna á meðgöngu
•
bráð nýra- og skjóðubólga
•
taugaveiki og taugaveikibróðir
•
tannkýli með dreifðri húðbeðsbólgu
•
sýking í gervilið
•
uppræting
_Helicobacter pylori_
•
lyme sjúkdómur.
Amoxicillin Sandoz er einnig ætlað til fyrirbyggjandi meðferðar
gegn hjartaþelsbólgu.
Hafa skal hliðsjón af opinberum leiðbeiningum um viðeigandi notkun
sýklalyfja á hverjum stað.
2
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Við ákvörðun skammta af Amoxicillin Sandoz sem eru notaðir til
að meðhöndla einstaka sýkingar þarf
að taka tillit til:
•
grunaðra sýkla og líklegu næmi þeirra fyrir bakteríudrepandi
lyfi (sjá kafla 4.4)
•
alvarleika og staðsetningar sýkingar
•
aldurs, þyngdar og nýrnastarfsemi sjúklingsins eins og sýnt er
hér á eftir.
Lengd meðferðar á að vera ákveðin eftir tegund sýkingar og
svörun sjúklings 
                                
                                Lestu allt skjalið