Alimemazin Evolan Hart hylki 20 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
28-08-2023

Virkt innihaldsefni:

Alimemazinum tartrat

Fáanlegur frá:

Evolan Pharma AB

ATC númer:

R06AD01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Alimemazinum

Skammtar:

20 mg

Lyfjaform:

Hart hylki

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

553382 Glas Hvítt HDPE-glas með LDPE-loki.

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2018-07-27

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
ALIMEMAZIN EVOLAN 20 MG HÖRÐ HYLKI
alimemazin
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Alimemazin Evolan og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Alimemazin Evolan
3.
Hvernig nota á Alimemazin Evolan
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Alimemazin Evolan
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM ALIMEMAZIN EVOLAN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Alimemazin Evolan inniheldur alimemazin sem hefur róandi eiginleika.
Alimemazin Evolan er notað
-
skammtímameðferð við svefnvandamálum hjá fullorðnum.
-
sem róandi fyrir svæfingu hjá fullorðnum og börnum eldri en 12
ára.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA ALIMEMAZIN EVOLAN
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og
leiðbeiningum á merkimiða frá
lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA ALIMEMAZIN EVOLAN:
-
Ef um er að ræða ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
-
Ef þú ert með hvítfrumnafæð eða sögu um kyrningaleysi
(breytingar á blóði)
-
Ef þú ert með vöðvaslensfár (sjúkdómur sem veldur
vöðvamáttleysi).
-
Ekki skal gefa börnum Alimemazin Evolan hylki, sjá kafla 2.
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá læk
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Alimemazin Evolan 20 mg hörð hylki.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hvert hylki inniheldur alimemazinhýdróklóríð, sem samsvarar 20 mg
af alimemazini.
Hjálparefni með þekkta verkun: Hvert hylki inniheldur 59,5 mg af
laktósaeinhýdrati.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Hart hylki.
Hvít, sívöl gelatínhylki, lengd 14,3 ± 0,3 mm.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Lyfjaforgjöf.
Skammtímameðferð við svefntruflunum hjá fullorðnum.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Ákveða skal skammt einstaklingsbundið.
Nota á alimemazin í minnstu skömmtum sem hafa tilætluð áhrif og
í eins skamman tíma og unnt er.
Ekki má nota stærri skammt en ráðlagt er (sjá einnig kafla 4.4).
_Lyfjaforgjöf hjá fullorðnum og börnum eldri en 12 ára:_
2-4 mg fyrir hvert kg líkamsþyngdar, þó að
hámarki 50 mg, a.m.k. 2 klst. fyrir skoðun eða svæfingu. Helst
skal gefa minni skammt af alimemazini
kvöldið áður. Gefa skal atropin eða sambærilegt lyf, á
venjubundinn hátt, til að draga úr berkjuseyti.
Skammtímameðferð við
_svefntruflunum hjá fullorðnum:_
10-30 mg 1-2 klst. fyrir háttatíma. Fyrir aðra
skammta en 20 mg á að velja annað lyf sem inniheldur alimemazin.
_Börn _
Alimemazin Evolan er ekki ráðlagt fyrir börn yngri en 3 ára (sjá
kafla 4.3).
Önnur lyfjaform eins og alimemazin í forminu dropar til inntöku,
lausn eru fáanleg fyrir börn 3-12 ára.
Lyfjagjöf
Hylkin skal gleypa heil með vatni.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
Hvítfrumnafæð, einnig fyrri saga um kyrningaleysi.
Vöðvaslensfár.
2
Ekki má nota alimemazin fyrir börn yngri en 3 ára (sjá kafla 4.4).
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Sjúklingum er eindregið ráðið frá að neyta áfengra drykkja
og/eða nota vímuefni meðan á meðferðinni
stendur. Tilkynnt hefur verið um dauðsföll við samhliða neyslu
áfengis og/eða vímuefna
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru