Alfuzosin hydrochlorid ratiopharm Forðatafla 10 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
07-09-2015

Virkt innihaldsefni:

Alfuzosinum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

ratiopharm GmbH*

ATC númer:

G04CA01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Alfuzosinum

Skammtar:

10 mg

Lyfjaform:

Forðatafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

050306 Þynnupakkning PVC/PVDC-álþynnur

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2012-10-16

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
ALFUZOSIN HYDROCHLORID RATIOPHARM 10 MG FORÐATÖFLUR
alfuzosin hydrochlorid
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Alfuzosin hydrochlorid ratiopharm og við hverju það
er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Alfuzosin hydrochlorid ratiopharm
3.
Hvernig nota á Alfuzosin hydrochlorid ratiopharm
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Alfuzosin hydrochlorid ratiopharm
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM ALFUZOSIN HYDROCHLORID RATIOPHARM OG VIÐ HVERJU ÞAÐ
ER NOTAÐ
Alfuzosin hydrochlorid ratiopharm tilheyrir flokki lyfja sem kallast
alfa-adrenviðtaka blokkar eða alfa-
blokkar.
Það er notað til meðferðar við alvarlegum einkennum góðkynja
stækkunar blöðruhálskirtils. Stækkun
blöðruhálskirtils getur valdið þvaglátsvandamálum, svo sem
tíðum þvaglátum og erfiðleikum við
þvaglát, einkum að nóttu. Alfa-blokkar slaka á vöðvunum í
blöðruhálskirtlinum og efst í þvagrásinni.
Þetta auðveldar flæði þvags úr blöðrunni.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA ALFUZOSIN HYDROCHLORID RATIOPHARM
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og
leiðbeiningum á merkimiða frá
lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA ALFUZOSIN HYDROCHLORID RATIOPHARM
-
e
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Alfuzosin hydrochlorid ratiopharm 10 mg forðatöflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur 10 mg af alfuzosinhydrochloridi.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver tafla inniheldur 7,6 mg af laktósa, sem laktósaeinhýdrat.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Forðatafla.
Hvítar, kringlóttar, óhúðaðar töflur með skábrúnum.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Meðferð við miðlungi til verulega miklum starfrænum einkennum
góðkynja stækkunar í
blöðruhálskirtli (BPH).
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Forðatöfluna skal gleypa með nægilegu magni af vökva (1 glasi af
vatni).
_Fullorðnir _
Ein 10 mg forðatafla einu sinni á dag. Fyrsta skammtinn skal taka
þegar farið er að sofa.
Töfluna skal taka strax eftir sömu máltíð dag hvern.
_Aldraðir (eldri en 65 ára) _
Eins og fyrir fullorðna.
Upplýsingar um lyfjahvörf og klínískt öryggi sýna að yfirleitt
þarf ekki að
minnka skammta hjá öldruðum sjúklingum.
_Börn _
Ekki hefur verið sýnt fram á verkun alfuzosins hjá börnum á
aldrinum 2 til 16 ára (sjá kafla 5.1).
Því er alfuzosin ekki ætlað til notkunar hjá börnum.
_Skert nýrnastarfsemi _
Væg til miðlungi mikil skerðing á nýrnastarfsemi
(kreatínínúthreinsun ≥ 30 ml/mín.)
Minnkun skammta er yfirleitt ekki nauðsynleg (sjá kafla 5.2).
Veruleg skerðing á nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun ≤ 30
ml/mín.)
Sjúklingum með verulega skerðingu á nýrnastarfsemi skal ekki gefa
alfuzosin 10 mg forðatöflur,
vegna þess að engar klínískar upplýsingar um öryggi liggja fyrir
varðandi þennan hóp sjúklinga (sjá
kafla 4.4).
2
_Skert lifrarstarfsemi _
Sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi má ekki gefa alfuzosin 10 mg
forðatöflur. Hugsanlega má nota
lyf sem innihalda litla skammta af alfuzosinhydrochloridi hjá
sjúklingum með væga til miðlungi mikla
skerðingu á lifrarstarfsemi, samkvæmt leiðbeiningum með
viðkomandi lyfjum.
4.3
FRÁBENDINGAR
-
Ofnæmi fyri
                                
                                Lestu allt skjalið