Adalat Oros Forðatafla 30 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
02-07-2021

Virkt innihaldsefni:

Nifedipinum INN

Fáanlegur frá:

Bayer AB*

ATC númer:

C08CA05

INN (Alþjóðlegt nafn):

Nifedipinum

Skammtar:

30 mg

Lyfjaform:

Forðatafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

059803 Þynnupakkning PP/ál þynnupakkningar

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1994-07-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
ADALAT OROS 30 MG FORÐATÖFLUR
nífedipín
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Adalat Oros og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Adalat Oros
3.
Hvernig nota á Adalat Oros
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Adalat Oros
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM ADALAT OROS OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Adalat Oros hefur æðavíkkandi áhrif. Auðveldara verður fyrir
hjartað að dæla blóði og dregur þannig
úr áreynslu hjartans.
Adalat Oros er notað við:
-
hjartaöng
-
háþrýstingi
-
köldum og hvítum fingrum og/eða tám af völdum Raynaudsheilkennis
(kuldatilfinning)
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA ADALAT OROS
EKKI MÁ NOTA ADALAT OROS
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir nífedipíni eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6)
-
ef þú hefur fengið lost (súrefnisskortur í hjarta og lækkaður
blóðþrýstingur)
-
ef þú ert með lágan blóðþrýsting
-
ef þú ert með endurtekin einkenni um hjartaöng (óstöðug
hjartaöng)
-
ef þú hefur nýlega (síðasta mánuð) fengið blóðtappa í
hjarta (hjartad
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Adalat Oros 30 mg forðatöflur
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver forðatafla inniheldur nífedipín 30 mg (í forðamassa
(matrix), sem inniheldur 33 mg).
Hjálparefni með þekkta verkun
Hver 30 mg forðatafla inniheldur 23,9 mg natríumklóríð, sem
jafngildir 9,4 mg af natríum.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Forðatafla.
Forðatöflur 30 mg: Hringlaga, kúptar, bleikar, með gati eftir
leysigeisla á annarri hlið, merktar
Adalat 30 á hinni hliðinni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Langvarandi stöðug hjartaöng.
Háþrýstingur.
Raynauds heilkenni.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Lyfjagjöf
Til inntöku.
Skammtar
_Fullorðnir: _
30-120 mg á dag. Skammtar eru einstaklingsbundnir.
Virka efnið í Adalat Oros er í skel sem ekki leysist upp en losar
lyfið smátt og smátt svo það geti
frásogast. Þegar því er lokið skilst tóm töfluskelin út úr
líkamanum og getur því sést í hægðum.
Töflurnar skal taka í heilu lagi ásamt vökva, óháð máltíð.
Hvorki má brjóta töflurnar né mylja. Forðast
skal neyslu greipaldinsafa samtímis inntöku taflnanna (sjá kafla
4.5).
_ _
_Börn: _
Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun nífedipíns hjá
börnum yngri en 18 ára. Fyrirliggjandi
upplýsingar um notkun nífedipíns við háþrýstingi er lýst í
kafla 5.1.
_ _
_Aldraðir_
:
Byggt á upplýsingum um lyfjahvörf er ekki nauðsynlegt að aðlaga
skammtastærð Adalat Oros hjá
sjúklingum eldri en 65 ára.
2
_Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi:_
_ _
Fylgjast þarf náið með sjúklingum með vægt, miðlungi eða
alvarlega skerta lifrarstarfsemi og
nauðsynlegt getur verið að minnka skammta. Lyfjahvörf nífedipíns
hafa ekki verið rannsökuð hjá
sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.4 og
5.2).
_Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi_
.
Byggt á upplýsingum um lyfjahvörf er engin þörf á
skammtaaðlögun fyrir sjúklinga með skerta
nýrnastarfsemi (sjá kafla 5.2)
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru