GlucaGen Stungulyfsstofn og leysir, lausn 1 mg

Country: Իսլանդիա

language: իսլանդերեն

source: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

buyitnow

PIL PIL (PIL)
10-01-2023
SPC SPC (SPC)
09-01-2023

active_ingredient:

Glucagonum hýdróklóríð

MAH:

Novo Nordisk A/S*

ATC_code:

H04AA01

INN:

Glucagonum

dosage:

1 mg

pharmaceutical_form:

Stungulyfsstofn og leysir, lausn

prescription_type:

(R) Lyfseðilsskylt

leaflet_short:

443135 Hettuglas Hettuglas úr gleri, gerð I, Ph.Eur., lokað með brómóbútýltappa sem hulinn er með álhettu. ; 443325 Hettuglas Hettuglas úr gleri, gerð I, Ph.Eur., lokað með brómóbútýltappa sem hulinn er með álhettu.

authorization_status:

Markaðsleyfi útgefið

authorization_date:

1977-06-29

PIL

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
GLUCAGEN 1 MG
STUNGULYFSSTOFN OG LEYSIR, LAUSN
glúkagon
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
–
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
–
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
–
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
–
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um GlucaGen og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota GlucaGen
3.
Hvernig nota á GlucaGen
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á GlucaGen
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
7.
Viðbótarupplýsingar fyrir heilbrigðisstarfsfólk
1.
UPPLÝSINGAR UM GLUCAGEN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
GlucaGen inniheldur virka efnið glúkagon.
GlucaGen er notað í neyðartilvikum hjá börnum og fullorðnum með
sykursýki sem nota insúlín. Það er
notað þegar liðið hefur yfir sjúkling (er meðvitundarlaus) vegna
mjög lágs sykurmagns í blóði. Það er
nefnt „alvarlegt blóðsykursfall“. GlucaGen er notað þegar
sjúklingurinn getur ekki fengið sykur um
munn.
Glúkagon er náttúrulegt hormón sem hefur öfug áhrif við
insúlín í líkamanum. Það hraðar
umbreytingu efnis sem nefnist „glýkógen“ í glúkósa (sykur) í
lifrinni. Glúkósinn er síðan losaður út í
blóðrásina – það eykur magn sykurs í blóði.
FYRIR HEILBRIGÐISSTARFSFÓLK:
Sjá kafla 7.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA GLUCAGEN
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylg
                                
                                read_full_document
                                
                            

SPC

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
GlucaGen 1 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn.
GlucaGen 1 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn í áfylltri sprautu
(HypoKit).
2.
INNIHALDSLÝSING
Virkt innihaldsefni: Manna-glúkagon framleitt í
_Saccharomyces cerevisiae_
með raðbrigða erfðatækni.
Eitt hettuglas inniheldur 1 mg af glúkagoni sem hýdróklóríð,
samsvarandi 1 mg (1 a.e.) af glúkagon/ml
eftir blöndun.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyfsstofn og leysir, lausn.
Fyrir blöndun á þjappaður stungulyfsstofninn að vera hvítt eða
nánast hvítt duft. Leysirinn á að vera
tær og litlaus án agna.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til lækninga
GlucaGen er ætlað til meðferðar á alvarlegu blóðsykursfalli
(hypoglycemia), sem getur komið fram
hjá börnum og fullorðnum með sykursýki, sem meðhöndlaðir eru
með insúlíni.
Til sjúkdómsgreiningar
GlucaGen er ætlað til að hindra hreyfingar (motility inhibitor)
við rannsóknir á meltingarvegi hjá
fullorðnum.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
•
_Til lækninga (Alvarlegt blóðsykursfall) _
Skammtar handa fullorðnum: Gefið 1 mg með inndælingu undir húð
eða í vöðva.
Sérstakir sjúklingahópar
_Börn (<18 ára):_
GlucaGen má nota til meðferðar á alvarlegu blóðsykurfalli
(hypoglycaemia) hjá
börnum og unglingum.
2
Skammtar handa börnum: Gefið 0,5 mg (börn léttari en 25 kg eða
yngri en 6-8 ára) eða 1 mg (börn
þyngri en 25 kg eða eldri en 6-8 ára).
_Aldraðir (≥65 ára):_
GlucaGen má nota hjá öldruðum sjúklingum.
_Skert nýrna- og lifrarstarfsemi:_
GlucaGen má nota hjá sjúklingum með skerta nýrna- og
lifrarstarfsemi.
•
_Til sjúkdómsgreiningar (Til að hindra hreyfingar í
meltingarvegi)_
Skammtur fyrir fullorðna: Skammtur til sjúkdómsgreiningar til
slökunar á maga, skeifugarnarkúlu
(duodenal bulb), skeifugörn og smáþörmum er 0,2-0,5 mg gefið með
inndælingu í bláæð eða 1 mg
gefið í vöðva; skammtur til slökunar á ristli e
                                
                                read_full_document