Fluoxetin Viatris (Fluoxetin Mylan) Hart hylki 20 mg

Pays: Islande

Langue: islandais

Source: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Achète-le

Ingrédients actifs:

Fluoxetinum hýdróklóríð

Disponible depuis:

Viatris Limited

Code ATC:

N06AB03

DCI (Dénomination commune internationale):

Fluoxetinum

Dosage:

20 mg

forme pharmaceutique:

Hart hylki

Type d'ordonnance:

(R) Lyfseðilsskylt

Descriptif du produit:

443903 Glas HDPP með skrúfloki úr HDPE/LDPE V0039

Statut de autorisation:

Markaðsleyfi útgefið

Date de l'autorisation:

1997-05-16

Notice patient

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
FLUOXETIN VIATRIS 20 MG HÖRÐ HYLKI
flúoxetín
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum.
Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu
sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Fluoxetin Viatris og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Fluoxetin Viatris
3.
Hvernig nota á Fluoxetin Viatris
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Fluoxetin Viatris
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM FLUOXETIN VIATRIS OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Fluoxetin Viatris er þunglyndislyf sem hefur áhrif á
miðtaugakerfið. Það tilheyrir flokki lyfja sem
kallast sértækir serótónín endurupptökuhemlar (SSRI).
Fluoxetin Viatris er notað við:
_Fullorðnir: _
-
þunglyndi
-
þráhyggju- og áráttusýki
-
lotugræðgi. Fluoxetin Viatris notað samhliða sálfræðimeðferð
til að fækka átköstum og
búkhreinsun.
_Börn og unglingar 8 ára og eldri: _
-
Meðal til alvarlegt þunglyndi, ef ekki næst árangur eftir 4 - 6
skipti af samtalsmeðferð.
Fluoxetin Viatris á einungis að gefa börnum og unglingum með
miðlungs til alvarlegt þunglyndi
samhliða samtalsmeðferð.
Verkun Fluoxetin Viatris
Flúoxetín magnar boð innan heilans, sem miðlað er með boðefninu
serótóníni. Mikilvægt er að
meðhöndla ástandið til að þér líði betur. Ekki hefur fundist
fullnaðarskýring á því hvernig Fluoxetin
Viatris og önnur SSRI lyf verka, en þau geta hjálpað til við að

                                
                                Lire le document complet
                                
                            

Résumé des caractéristiques du produit

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Fluoxetin Viatris 20 mg hörð hylki.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hvert hylki inniheldur 20 mg af flúoxetíni (sem
flúoxetínhýdróklóríð).
Hjálparefni með þekkta verkun
Hvert hylki inniheldur 139,64 mg af mjólkursykri.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1
3.
LYFJAFORM
Hart hylki.
Ljósgræn/fjólublá hylki, merkt „FL20“ og „α“
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1.
ÁBENDINGAR
Alvarlegt þunglyndi.
Þráhyggju- og áráttusýki.
Lotugræðgi (bulimia nervosa); meðferð til viðbótar við
sálræna meðferð til að draga úr átköstum og
búkhreinsun.
BÖRN OG UNGLINGAR FRÁ 8 ÁRA ALDRI:
Miðlungs til alvarleg þunglyndisköst, sem ekki lagast eftir 4-6
tíma samtalsmeðferð.
Börnum og unglingum með miðlungs til alvarlegt þunglyndi á
eingöngu að gefa þunglyndislyf
samhliða samtalsmeðferð.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Fullorðnir _
_Alvarlegt þunglyndi _
Fullorðnir og aldraðir: Ráðlagður skammtur er 20 mg á dag.
Skammta skal endurskoða og aðlaga ef
þörf krefur eftir 3 til 4 vikur og síðan eftir því sem er talið
klínískt viðeigandi. Þó hætta á
aukaverkunum geti verið meiri hjá sumum sjúklingum við hærri
skammta, má hækka skammtinn
smám saman upp í að hámarki 60 mg ef svörun við 20 mg er ekki
fullnægjandi. Til þess að halda
sjúklingum á lægsta virka skammti skal aðlaga skammta gætilega
eftir þörfum hvers sjúklings.
Sjúklinga með þunglyndi skal meðhöndla í a.m.k. 6 mánuði til
að tryggja að þeir séu lausir við
einkenni.
2
_Þráhyggju- og áráttusýki _
Fullorðnir og aldraðir: Ráðlagður skammtur er 20 mg á dag. Þó
hætta á aukaverkunum geti verið meiri
hjá sumum sjúklingum við hærri skammta, má hækka skammtinn smám
saman upp í að hámarki
60 mg, ef svörun við 20 mg eftir tveggja vikna meðferð er ekki
fullnægjandi.
Ef engar framfarir hafa orðið innan 10 vikna, skal endurmeta
meðferð með flúoxetíni. Ef góðri svörun
hefur verið náð, má ha
                                
                                Lire le document complet
                                
                            

Rechercher des alertes liées à ce produit