Ibutrix Mixtúra, dreifa 20 mg/ml

Maa: Islanti

Kieli: islanti

Lähde: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Osta se nyt

Pakkausseloste Pakkausseloste (PIL)
02-02-2024
Valmisteyhteenveto Valmisteyhteenveto (SPC)
29-01-2024

Aktiivinen ainesosa:

Ibuprofenum INN

Saatavilla:

Williams & Halls ehf.

ATC-koodi:

M01AE01

INN (Kansainvälinen yleisnimi):

Ibuprofenum

Annos:

20 mg/ml

Lääkemuoto:

Mixtúra, dreifa

Prescription tyyppi:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Tuoteyhteenveto:

037141 Glas Glass Type III

Valtuutuksen tilan:

Markaðsleyfi útgefið

Valtuutus päivämäärä:

2021-04-28

Pakkausseloste

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
IBUTRIX 20 MG/ML MIXTÚRA, DREIFA
íbúprófen
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn eða
lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki 3
daga.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Ibutrix og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Ibutrix
3.
Hvernig nota á Ibutrix
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Ibutrix
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM IBUTRIX OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Ibutrix inniheldur íbúprófen, virkt efni sem tilheyrir flokki
bólgueyðandi gigtarlyfja, sem lina verki,
draga úr bólgu og hita. Það er fáanlegt sem mixtúra, dreifa.
Ibutrix er ætlað til skammtímameðferðar gegn:
-
vægum til í meðallagi slæmum verkjum
-
hita
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 3 daga.
Ibutrix er ætlað börnum frá 3 mánaða aldri eða þyngri en 5 kg,
unglingum og fullorðnum.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA IBUTRIX
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA IBUTRIX
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir íbúprófeni eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
-
ef þú ert með ofnæmi fyrir öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum
(t.d. asetýlsalisýlsýru) sem eru
yf
                                
                                Lue koko asiakirja
                                
                            

Valmisteyhteenveto

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Ibutrix 20 mg/ml mixtúra, dreifa.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver ml af mixtúru, dreifu, inniheldur 20 mg af íbúprófeni.
Hjálparefni með þekkta verkun
Metýlparaben (E218) - 1,8 mg/ml
Própýlparaben (E216) - 0,2 mg/ml
Sorbitól (70% lausn) (E420) - 400 mg/ml
Tartrasín (E102) - 0,019 mg/ml
Ponceau 4R rautt (E124) - 0,006 mg/ml
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Mixtúra, dreifa.
Appelsínugul dreifa með appelsínubragði.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Ibutrix er til skammtímameðferðar við einkennum:
-
vægra til að miðlungi slæmra verkja
-
hita.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Til inntöku og aðeins til skammtímanotkunar.
Ef nota þarf lyfið lengur en 3 daga eða ef einkenni versna skal
leita ráða hjá lækni.
Nota skal minnsta virkan skammt í eins skamman tíma og unnt er til
að lina einkenni (sjá kafla 4.4).
_Börn _
Notkun íbúprófens er ekki ráðlögð hjá börnum yngri en 3
mánaða eða léttari en 5 kg, þar sem nægileg
gögn um notkun hjá þessum aldurshópi liggja ekki fyrir.
Skammtur íbúprófens veltur á aldri og líkamsþyngd barnsins.
Ráðlagður dagsskammtur er 20 mg/kg til
30 mg/kg líkamsþyngdar, sem er skipt í 3 til 4 lyfjagjafir. Að
minnsta kosti 6 klst. skulu líða milli
lyfjagjafa.
2
Skammturinn skal reiknaður út frá líkamsþyngd. Eftirfarandi tafla
sýnir venjulega skammta, sem geta
verið breytilegir eftir ábendingu:
ALDUR/LÍKAMSÞYNGD
RÁÐLAGÐUR SKAMMTUR
3 til 6 mánaða (~ 5 - 7 kg)
50 mg (2,5 ml), 3svar á dag
6 mánaða til 1 árs (~ 7 - 10 kg)
50 mg (2,5 ml), 3 til 4 sinnum á dag
1 til 4 ára (~ 10 - 16 kg)
100 mg (5 ml), 3svar á dag
4 til 7 ára (~ 16 - 25 kg)
150 mg (7,5 ml), 3svar á dag
7 til 10 ára (~ 25 - 32 kg)
200 mg (10 ml), 3svar á dag
10 til 12 ára (~ 25 - 40 kg)
300 mg (15 ml), 3svar á dag
_Fullorðnir og unglingar _
Þó önnur lyfjaform íbúprófens (t.d. 200 mg, 400 mg eða 600 mg
íbúprófen töflur) séu yfirleitt notuð,
má nota Ibut
                                
                                Lue koko asiakirja
                                
                            

Etsi tähän tuotteeseen liittyviä ilmoituksia