Valsartan Jubilant Filmuhúðuð tafla 160 mg

Country: Iceland

Language: Icelandic

Source: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Buy It Now

Active ingredient:

Valsartanum INN

Available from:

Jubilant Pharmaceuticals nv

ATC code:

C09CA03

INN (International Name):

Valsartanum

Dosage:

160 mg

Pharmaceutical form:

Filmuhúðuð tafla

Prescription type:

(R) Lyfseðilsskylt

Product summary:

399034 Þynnupakkning Al/OPA/Al/PVC V0679

Authorization status:

Markaðsleyfi útgefið

Authorization date:

2018-09-13

Patient Information leaflet

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
VALSARTAN JUBILANT 80 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
VALSARTAN JUBILANT 160 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
valsartan
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Valsartan Jubilant og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Valsartan Jubilant
3.
Hvernig nota á Valsartan Jubilant
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Valsartan Jubilant
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM VALSARTAN JUBILANT OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Valsartan Jubilant tilheyrir flokki lyfja sem kallast angíótensín
II blokkar, sem hjálpa til við að hafa
stjórn á háum blóðþrýstingi. Angíótensín II er efni í
líkamanum sem veldur æðasamdrætti og þar með
hækkuðum blóðþrýstingi. Valsartan Jubilant verkar með því að
hamla áhrif angíótensín II. Afleiðing
þess er að það slaknar á æðunum og blóðþrýstingurinn
lækkar.
Valsartan Jubilant filmuhúðaðar töflur
MÁ NOTA VIÐ ÞREMUR MISMUNANDI ÁBENDINGUM
:
-
TIL MEÐHÖNDLUNAR Á HÁUM BLÓÐÞRÝSTINGI HJÁ FULLORÐNUM OG
BÖRNUM OG UNGLINGUM, 6 TIL
18 ÁRA
. Hár blóðþrýstingur eykur álag á hjarta og slagæðar. Ef hann
er ekki meðhöndlaður getur
hann skemmt æðar í heila, hjarta og nýrum og leitt til slags,
hjartabilunar eða nýrnabilunar. Hár
blóðþrýstingur eykur hættu á hjartaáfalli. Með því að
lækka blóð
                                
                                Read the complete document
                                
                            

Summary of Product characteristics

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Valsartan Jubilant 80 mg filmuhúðaðar töflur
Valsartan Jubilant 160 mg filmuhúðaðar töflur
2.
INNIHALDSLÝSING
Valsartan Jubilant 80 mg filmuhúðaðar töflur
Hver tafla inniheldur 80 mg af valsartani
Hjálparefni með þekkta verkun: vatnsfrír laktósi. Hver tafla
inniheldur 102,5 mg af vatnsfríum laktósa.
Valsartan Jubilant 160 mg filmuhúðaðar töflur
Hver tafla inniheldur 160 mg af valsartani
Hjálparefni með þekkta verkun: vatnsfrír laktósi. Hver tafla
inniheldur 205,0 mg af vatnsfríum laktósa.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Valsartan Jubilant 80 mg filmuhúðaðar töflur
Ferskjulitaðar, kringlóttar, tvíkúptar, filmuhúðaðar töflur
8,7 ± 0,2 mm í þvermál, með deiliskoru á
annarri hliðinni og merktar "80" á hliðinni með deiliskorunni og
"J" á hinni hlið töflunnar.
Deiliskoran er eingöngu til þess að hægt sé að skipta töflunni
svo auðveldara sé að kyngja henni en
ekki til þess að skipta henni í jafna skammta.
Valsartan Jubilant 160 mg filmuhúðaðar töflur
Gullitaðar, sporöskjulaga, tvíkúptar, filmuhúðaðar töflur 17,4
± 0,2 mm á lengd og 6,9 ± 0,2 mm á
breidd, með deiliskoru á annarri hliðinni og merktar "160" á
hliðinni með deiliskorunni og "J" á hinni
hlið töflunnar.
Deiliskoran er eingöngu til þess að hægt sé að skipta töflunni
svo auðveldara sé að kyngja henni en
ekki til þess að skipta henni í jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Háþrýstingur
Meðferð við frumkomnum háþrýstingi hjá fullorðnum og
háþrýstingi hjá börnum og unglingum, 6 til
18 ára.
_ _
Nýlegt hjartadrep
Til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum í klínísku jafnvægi
með hjartabilun með einkennum eða
einkennalausa slagbilsvanstarfsemi í vinstri slegli eftir nýlegt (12
klst. - 10 daga) hjartadrep (sjá kafla
4.4 og 5.1).
_ _
Hjartabilun
Meðferð við hjartabilun með einkennum hjá fullorðnum sjúklingum
þegar ACE-hemlar þolast 
                                
                                Read the complete document