Valpress Comp Filmuhúðuð tafla 160/12,5 mg

Country: Iceland

Language: Icelandic

Source: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Buy It Now

MMR MMR (MMR)
25-11-2020

Active ingredient:

Valsartanum INN; Hydrochlorothiazidum INN

Available from:

Teva B.V.*

ATC code:

C09DA03

INN (International Name):

Valsartanum með þvagræsilyfjum

Dosage:

160/12,5 mg

Pharmaceutical form:

Filmuhúðuð tafla

Prescription type:

(R) Lyfseðilsskylt

Product summary:

132361 Þynnupakkning PVC/PE/PVDC-álþynnur V0581

Authorization status:

Markaðsleyfi útgefið

Authorization date:

2008-06-13

Patient Information leaflet

                                FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
VALPRESS COMP 80 MG/12,5 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
VALPRESS COMP 160 MG/12,5 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
VALPRESS COMP 160 MG/25 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
valsartan/hýdróklórtíazíð
_ _
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum.
Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu
sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum
fylgiseðli.Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Valpress Comp og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Valpress Comp
3.
Hvernig nota á Valpress Comp
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Valpress Comp
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM VALPRESS COMP OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Valpress Comp filmuhúðaðar töflur innihalda tvö virk efni,
valsartan og hýdróklórótíazíð.
Bæði efnin hjálpa til við að hafa hemil á háum
blóðþrýstingi (háþrýstingi).
•
VALSARTAN
tilheyrir flokki lyfja sem nefnist angíótensín II viðtakablokkar,
sem hjálpa til við að
hafa hemil á háum blóðþrýstingi. Angíótensín II er efni í
líkamanum sem veldur æðasamdrætti
og þar með hækkuðum blóðþrýstingi. Valsartan verkar með því
að hamla áhrifum
angíótensíns II. Afleiðing þess er sú að það slaknar á
æðunum og blóðþrýstingurinn lækkar.
•
HÝDRÓKLÓRTÍAZÍÐ
tilheyrir flokki lyfja sem nefnist þvagræsilyf af flokki tíazíða
(einnig kallaðar
„bjúgtöflur“). Hýdróklórtíazíð eykur þvagmyndun en það
l
                                
                                Read the complete document
                                
                            

Summary of Product characteristics

                                SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Valpress Comp 80 mg/12,5 mg filmuhúðaðar töflur.
Valpress Comp 160 mg/12,5 mg filmuhúðaðar töflur.
Valpress Comp 160 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 80 mg af valsartani og 12,5 mg af
hýdróklórtíazíði.
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 160 mg af valsartani og 12,5 mg af
hýdróklórtíazíði.
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 160 mg af valsartani og 25 mg af
hýdróklórtíazíði.
Hjálparefni með þekkta verkun
Hver Valpress Comp 80 mg/12,5 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 29,72
mg laktósa og 0,25 mg lesitín
(inniheldur soja olíu).
Hver Valpress Comp 160 mg/12,5 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 71,94
mg laktósa og
0,50 mg lesitín (inniheldur soja olíu).
Hver Valpress Comp 160 mg/25 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 59,44
mg laktósa og
0,50 mg lesitín (inniheldur soja olíu).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla.
Valpress Comp 80 mg/12,5 mg filmuhúðaðar töflur: Bleikar,
sporöskjulaga, tvíkúptar filmuhúðaðar
töflur, 11 x 5,8 mm, merktar “V” á öðrum fleti og “H” á
hinum.
Valpress Comp 160 mg/12,5 mg filmuhúðaðar töflur: Rauðar,
sporöskjulaga, tvíkúptar filmuhúðaðar
töflur, 15 x 6 mm, merktar “V” á öðrum fleti og “H” á
hinum.
Valpress Comp 160 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur: Appelsínugular,
sporöskjulaga, tvíkúptar
filmuhúðar töflur, 15 x 6 mm, merktar “V” á öðrum fleti og
“H” á hinum.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Meðferð við háþrýstingi (essential hypertension) hjá
fullorðnum.
_ _
Valpress Comp samsetning með föstum skammti er ætlað til
meðferðar hjá sjúklingum þar sem ekki
næst nægilega góð stjórn á blóðþrýstingi með valsartani
eða hýdróklórtíazíði einu sér.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
_Skammtar _
Ráðlagður skammtur af Valpress Comp 80 mg/12,5 mg, Valpress Comp
160 mg/12,5 mg og Valpress
Comp 160 mg/25 mg er ein filmuhúðu
                                
                                Read the complete document