Carbocain Dental (Carbocain dental) Stungulyf, lausn 30 mg/ml

Land: Island

Sprache: Isländisch

Quelle: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kaufe es jetzt

Herunterladen Gebrauchsinformation (PIL)
11-04-2022
Herunterladen Fachinformation (SPC)
11-03-2019

Wirkstoff:

Mepivacainum hýdróklóríð

Verfügbar ab:

DENTSPLY DeTrey GmbH*

ATC-Code:

N01BB03

INN (Internationale Bezeichnung):

Mepivacainum

Dosierung:

30 mg/ml

Darreichungsform:

Stungulyf, lausn

Verschreibungstyp:

(R) Lyfseðilsskylt

Produktbesonderheiten:

009900 Rörlykja

Berechtigungsstatus:

Markaðsleyfi útgefið

Berechtigungsdatum:

1980-04-08

Gebrauchsinformation

                                FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
CARBOCAIN DENTAL 30 MG/ML STUNGULYF, LAUSN
Mepívakaínhýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til tannlæknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á
frekari upplýsingum um lyfið.
-
Látið tannlækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður
aukaverkana sem ekki er minnst á í þessum
fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast
alvarlegar.
Í FYLGISEÐLINUM
:
1.
Upplýsingar um Carbocain Dental og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Carbocain Dental
3.
Hvernig nota á Carbocain Dental
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Carbocain Dental
6.
Aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM CARBOCAIN DENTAL OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Carbocain Dental er staðdeyfilyf sem notað er til deyfingar við
einfaldar, stuttar tannaðgerðir sem vara í
15-20 mínútur. Það inniheldur mepívakaín sem hindrar taugaboð.
Deyfingin byrjar fljótt að verka og endist í 20-30 mínútur.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA CARBOCAIN DENTAL
_ _
EKKI MÁ NOTA CARBOCAIN DENTAL
-
ef þú ert með ofnæmi fyrir mepívakaíni eða einhverju öðru
innihaldsefni Cabocain Dental eða
svipuðum staðdeyfilyfjum af amíðflokki.
-
handa börnum yngri en 4 ára (líkamsþyngd undir u.þ.b. 20 kg).
GÆTA SKAL SÉRSTAKRAR VARÚÐAR VIÐ NOTKUN CARBOCAIN DENTAL
Segðu tannlækninum frá því, ef þú ert með hjartasjúkdóm,
háan blóðþrýsting, blóðleysi, nýrna- eða
lifrarsjúkdóm, lélegt blóðflæði eða almennt slæmt heilsufar,
sem taka þarf sérstaklega tillit til.
Einnig skal gæta sérstakrar varúðar við notkun hjá öldruðum og
börnum.
Forðast skal að gefa staðdeyfilyf ef sýking er á því svæði
þar sem ætlunin er að staðsetja inndælinguna.
NOTKUN ANNARRA LYFJA SAMTÍMIS CARBOCAIN DENTAL
Látið tannlækninn eða lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru
notuð eða hafa
                                
                                Lesen Sie das vollständige Dokument
                                
                            

Fachinformation

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Carbocain Dental 30 mg/ml stungulyf, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
Mepívakaín hýdróklóríð, 30 mg/ml. Í einni rörlykju: 54 mg.
Sjá lista yfir hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyf, lausn.
Sæfð, jafnþrýstin lausn, pH 5,5-6,5.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til staðdeyfingar við stuttar, einfaldar tannaðgerðir.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Nota skal minnsta mögulega skammt sem veldur fullnægjandi deyfingu.
Skammtur er einnig háður því
hvaða svæði í munninum á að deyfa, háræðaþéttni vefsins og
því hvers konar deyfingu á að veita.
Heildarskammtur skal vera í samræmi við aldur, þyngd og
líkamsástand sjúklingsins.
Skammtar
_Fullorðnir _
Til fullnægjandi staðdeyfingar fyrir flestar tannaðgerðir nægir
eftirfarandi skammtur af Carbocain Dental
til inndælingar í vef:
_Fullorðnir heilbrigðir einstaklingar: _
1-2 ml (=30-60 mg af mepívakaín hýdróklóríði) til deyfingar á
taugaendum og 1,5-5 ml (=45-150 mg af
mepívakaín hýdróklóríði) til leiðsludeyfingar (1 rörlykja =
1,8 ml).
Hámarksskammtur fyrir 70 kg einstakling: 300 mg þ.e.a.s. 10 ml, sem
samsvarar 5,5 rörlykjum.
_ _
_Börn _
_ _
_Börn frá 4 ára (líkamsþyngd yfir u.þ.b. 20 kg) og eldri:_
Ráðlagður meðferðarskammtur:
Ákvarða skal magn til inndælingar út frá aldri og þyngd barnsins
og umfangi aðgerðarinnar.
Meðalskammtur er 0,75 mg/kg=0,025 ml af mepívakaínlausn á hvert kg
líkamsþyngdar.
2
Ráðlagður hámarksskammtur:
Ekki skal gefa meira en sem svarar 3 mg mepívakaín/kg (0,1 ml
mepívakaín/kg) líkamsþyngdar.
_Börn yngri en 4 ára (sjá kafla 4.3). _
Lyfjagjöf
Carbocain Dental skal ávallt gefa rólega með inndælingu og varlegu
baksogi (aspiration) fyrir inndælingu
og reglulega meðan á inndælingu stendur til þess að koma í veg
fyrir að lyfinu sé dælt hratt í æð fyrir
slysni, en það getur valdið eiturverkunum.
4.3
FRÁBENDINGAR
Þekkt ofnæmi fyrir staðdeyfilyfjum af amíðflokki.
Bö
                                
                                Lesen Sie das vollständige Dokument
                                
                            

Suchen Sie nach Benachrichtigungen zu diesem Produkt