Idotrim Filmuhúðuð tafla 100 mg

Страна: Исландия

Език: исландски

Източник: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Купи го сега

Активна съставка:

Trimethoprimum INN

Предлага се от:

Orion Corporation (I)*

АТС код:

J01EA01

INN (Международно Name):

Trimethoprimum

дозиране:

100 mg

Лекарствена форма:

Filmuhúðuð tafla

Вид предписание :

(R) Lyfseðilsskylt

Каталог на резюме:

018689 Glas Plastglas

Статус Оторизация:

Markaðsleyfi útgefið

Дата Оторизация:

2015-06-15

Листовка

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
IDOTRIM 100 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
IDOTRIM 160 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
trimetoprim
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
•
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
•
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
•
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
•
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Idotrim og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Idotrim
3.
Hvernig nota á Idotrim
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Idotrim
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM IDOTRIM OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Idotrim er notað við þvagfærasýkingum og sem fyrirbyggjandi
meðferð við endurteknum
þvagfærasýkingum.
Idotrim kemur veg fyrir vöxt baktería við þvagfærasýkingu.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA IDOTRIM
EKKI MÁ NOTA IDOTRIM
•
ef um er að ræða ofnæmi fyrir trimetoprimi eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6)
•
ef þú ert með verulega skerta lifrarstarfsemi
•
ef þú ert með blóðsjúkdóm, svo kallað blóðmein
•
ef þú ert með sjúkdóm sem nefnist risakímfrumublóðleysi
(megaloblastic anaemia).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Idotrim
er notað:
•
ef þú ert með nýrnasjúkdóm eða með skerðing
                                
                                Прочетете целия документ
                                
                            

Данни за продукта

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Idotrim 100 mg filmuhúðaðar töflur
Idotrim 160 mg filmuhúðaðar töflur
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 100 mg eða 160 mg trimetoprim.
Hjálparefni með þekkta verkun: 52,3 mg eða 83,6 mg laktósi (sem
einhýdrat).
_ _
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla (tafla).
100 mg töflur eru hvítar, filmuhúðaðar, kringlóttar, kúptar
með deilistriki og eru 9 mm í þvermál.
160 mg töflur eru hvítar, filmuhúðaðar, kringlóttar, kúptar
með deilistriki og eru 11 mm í þvermál.
Deilistrikið er ekki ætlað til að brjóta töfluna.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Sýkingar án fylgikvilla í neðri hluta þvagfæra. Langtíma
fyrirbyggjandi meðferð gegn endurteknum
þvagfærasýkingum.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Fullorðnir _
_Meðferð við sýkingum án fylgikvilla í neðri hluta þvagfæra:_
150-200 mg tvisvar á sólarhring eða 300 mg fyrir svefn.
_Langtíma fyrirbyggjandi meðferð við endurteknum
þvagfærasýkingum_
:
100 mg fyrir svefn.
_Börn _
_Meðferð við sýkingum án fylgikvilla í neðri hluta þvagfæra:_
Börn eldri en 3ja mánaða: 3 mg/kg tvisvar á sólarhring.
Börn eldri en 12 ára: 150-200 mg tvisvar á sólarhring eða 300 mg
að kvöldi fyrir svefn.
_Langtíma fyrirbyggjandi meðferð við endurteknum
þvagfærasýkingum:_
Börn eldri en 3 mánaða: 1-2 mg/kg/sólarhring að kvöldi fyrir
svefn.
Börn eldri en 12 ára: 100 mg að kvöldi fyrir svefn.
2
_Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi _
Hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi er hætta á uppsöfnun
(sjá kafla 4.4).
Minnka skal skammtinn og/eða skammtatíðni trimetoprims hjá
sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi
(eGFR < 30 ml/mín.) í samræmi við alvarleika ástandsins.
Ráðlögð skammtaáætlun fyrir sjúklinga með skerta
nýrnastarfsemi:
eGFR (ml/mín.)
Ráðlagður skammtur
Yfir 30
Venjulegur
15–30
Venjulegur í 3 daga og síðan hálfur skammtur
Undir 15

                                
                                Прочетете целия документ
                                
                            

Сигнали за търсене, свързани с този продукт

Преглед на историята на документите