Centyl með kaliumklorid Filmuhúðuð tafla 2,5 mg+573 mg

Quốc gia: Iceland

Ngôn ngữ: Tiếng Iceland

Nguồn: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Buy It Now

Tờ rơi thông tin Tờ rơi thông tin (PIL)
28-11-2023

Thành phần hoạt chất:

Bendroflumethiazidum INN; Kalii chloridum

Sẵn có từ:

Karo Pharma AB*

Mã ATC:

C03AB01

INN (Tên quốc tế):

Bendroflumethiazidum og kalíum

Liều dùng:

2,5 mg+573 mg

Dạng dược phẩm:

Filmuhúðuð tafla

Loại thuốc theo toa:

(R) Lyfseðilsskylt

Tóm tắt sản phẩm:

192617 Töfluílát

Tình trạng ủy quyền:

Markaðsleyfi útgefið

Ngày ủy quyền:

1964-12-30

Tờ rơi thông tin

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
CENTYL MED KALIUMKLORID, FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
bendróflúmetíazíð 2,5 mg/kalíumklóríð 573 mg
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið þeim
skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Centyl med kaliumklorid og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Centyl med kaliumklorid
3.
Hvernig nota á Centyl med kaliumklorid
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Centyl med kaliumklorid
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM CENTYL MED KALIUMKLORID OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Centyl med kaliumklorid tafla er græn, hylkjalaga, kúpt og
filmuhúðuð.
Centyl med kaliumklorid lækkar blóðþrýsting og eykur
þvagútskilnað.
Centyl med kaliumklorid eykur saltútskilnað um nýru. Þvagmagn
verður meira og útskilnaður kalíums
(eitt af söltunum sem eru í blóðinu) eykst. Lyfið inniheldur
kalíum til að minnka hættu á kalíumskorti.
Hægt er að nota Centyl med kaliumklorid:
-
við hækkuðum blóðþrýstingi
-
við vökvasöfnun (bjúg)
-
til að fyrirbyggja endurtekna nýrnasteina
-
við flóðmigu (sjúklegum þorsta - diabetes insipidus).
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en
tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum
læknis og leiðbeiningum á
merkimiða frá lyfjab
                                
                                Đọc toàn bộ tài liệu
                                
                            

Đặc tính sản phẩm

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Centyl med kaliumklorid filmuhúðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Bendróflúmetíazíð 2,5 mg, kalíumklóríð 573 mg.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla.
Græn, sporöskjulöguð, kúpt, filmuhúðuð tafla.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Bjúgur, háþrýstingur, flóðmiga (diabetes insipidus). Til að
koma í veg fyrir endurtekna myndun
nýrnasteina sem innihalda kalsíum.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Allar ábendingar:
Fullorðnir:
2,5 mg – 5,0 mg bendróflúmetíazíð (1-2 töflur) einu sinni til
tvisvar á sólarhring.
Notkun
Töflurnar skal taka inn með eða á eftir máltíð með a.m.k. einu
stóru glasi af vatni eða öðrum vökva.
_Börn _
Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Centyl med
kaliumklorid hjá börnum og unglingum
yngri en 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.
Aldraðir
Ekki þarf að minnka skammta handa öldruðum.
Sjá kafla 4.4 um varúðarreglur varðandi aðra sjúkdóma eða
áhættuþætti.
Skert nýrnastarfsemi
Breyta má skömmtum í samræmi við skerðingu á nýrnastarfsemi
undir eftirliti með verkun og
aukaverkunum. Lyfið ætti ekki að nota ef kreatínínúthreinsun er
minni en 30 ml/mín.
Skert lifrarstarfsemi
Breyta má skömmtum í samræmi við skerðingu á lifrarstarfsemi
undir eftirliti með verkun og
aukaverkunum.
4.3
FRÁBENDINGAR
•
Addisons sjúkdómur
2
•
Alvarlega skert nýrnastarfsemi eða þvagþurrð
•
Alvarlega skert lifrarstarfsemi
•
Þvagsýrugigt
•
Alvarleg ofþornun og alvarlegar truflanir á saltbúskap þar með
talið, blóðnatríumlækkun,
blóðkalsíumhækkun blóðklórhækkun, blóðkalíumhækkun og
annað ástand sem getur leitt til
blóðkalíumhækkunar
•
Sár eða teppa í meltingarvegi
•
Ofnæmi fyrir bendróflúmetíazíði, öðrum tíazíðum og
sykursýkislyfjum úr flokki súlfónýlúrea
ásamt öðrum lyfjum sem eru náskyld súlfónamíðum, eða
einhverjum öðrum innihaldsefna
l
                                
                                Đọc toàn bộ tài liệu