Zyvoxid Innrennslislyf, lausn 2 mg/ml

Land: Island

Språk: islandsk

Kilde: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kjøp det nå

Preparatomtale Preparatomtale (SPC)
06-03-2023

Aktiv ingrediens:

Linezolidum INN

Tilgjengelig fra:

Pfizer ApS

ATC-kode:

J01XX08

INN (International Name):

Linezolidum

Dosering :

2 mg/ml

Legemiddelform:

Innrennslislyf, lausn

Resept typen:

(R Z) Sérfræðingsmerkt (og lyfseðilsskylt)

Produkt oppsummering:

007378 Poki

Autorisasjon status:

Markaðsleyfi útgefið

Autorisasjon dato:

2001-09-28

Informasjon til brukeren

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
ZYVOXID 2 MG/ML INNRENNSLISLYF, LAUSN
linezolid
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR
•
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
•
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari
upplýsingum.
•
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta
gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum
fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Zyvoxid og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Zyvoxid
3.
Hvernig nota á Zyvoxid
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Zyvoxid
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM ZYVOXID OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Zyvoxid er sýklalyf notað til meðferðar við sýkingum sem
ákveðnar bakteríur valda.
Það geta verið lungnabólga og sýkingar í húð og mjúkvefjum.
Læknirinn hefur metið að hægt sé að
meðhöndla sýkinguna með Zyvoxid.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA ZYVOXID
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA ZYVOXID

ef um er að ræða ofnæmi fyrir linezolidi eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6)

ef þú hefur á undanförnum 2 vikum tekið lyf við þunglyndi eða
Parkinsons-sjúkdómi (MAO-
hemlar t.d. phenelzin, isocarboxazid, selegilin, moclobemid)

ef þú ert með barn á brjósti, þar sem Zyvoxid skilst út í
brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða
hjúkrunarfræðingnum áður en Zyvoxid er notað.
Vera má að Zyvoxid sé ekki heppileg meðferð fyrir þig.
Læknirinn m
                                
                                Les hele dokumentet
                                
                            

Preparatomtale

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Zyvoxid 2 mg/ml innrennslislyf, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
1 ml af innrennslislausn inniheldur 2 mg linezolid.
300 ml innrennslispokar innihalda 600 mg linezolid.
Hjálparefni með þekkta verkun
Hverjir 300 ml innihalda einnig 13,7 g af glúkósa og 114 mg af
natríum.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Innrennslislyf, lausn.
Jafnþrýstin, tær, litlaus til gul lausn með pH 4,4-5,2.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Lungnabólga sem smitast hefur á sjúkrahúsi (nosocomial pneumonia)
Lungnabólga sem smitast hefur utan sjúkrahúss (community acquired
pneumonia)
Zyvoxid er ætlað fullorðnum til meðferðar við lungnabólgu sem
smitast hefur utan sjúkrahúss og
lungnabólgu sem smitast hefur á sjúkrahúsi þegar vitað er, eða
talið, að þær séu af völdum næmra
Gram-jákvæðra baktería. Þegar tekin er ákvörðun um hvort
meðferð með Zyvoxid eigi við skal hafa til
hliðsjónar niðurstöður ræktunar eða staðbundnar upplýsingar
um útbreiðslu sýklalyfjaónæmis meðal
Gram-jákvæðra baktería. (Sjá upplýsingar í kafla 5.1 um þær
örverur sem eiga við).
Linezolid verkar ekki á sýkingar sem orsakast af Gram-neikvæðum
bakteríum.
Hefja skal sértæka meðferð við Gram-neikvæðum bakteríum
samhliða, ef vitað er um eða grunur
leikur á Gram-neikvæðum sýkingarvaldi.
Alvarlegar og flóknar sýkingar í húð og mjúkvefjum (sjá kafla
4.4).
Zyvoxid er ætlað fullorðnum til meðferðar við alvarlegum
sýkingum í húð og mjúkvefjum
AÐEINS
þegar ræktanir hafa staðfest að sýkingin er af völdum næmra
Gram-jákvæðra baktería.
Linezolid verkar ekki á sýkingar sem orsakast af Gram-neikvæðum
bakteríum. Linezolid skal aðeins
nota hjá sjúklingum með alvarlegar og flóknar sýkingar í húð
og mjúkvefjum, þar sem vitað er um eða
grunur leikur á að Gram-neikvæðar sýkingar séu til staðar ef
engin önnur meðferðarúrræði eru
möguleg (sjá kafla 4.4). Við þessa
                                
                                Les hele dokumentet
                                
                            

Søk varsler relatert til dette produktet