Nasonex Nefúði, dreifa 50 míkróg/skammt

Land: Island

Språk: islandsk

Kilde: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kjøp det nå

Preparatomtale Preparatomtale (SPC)
21-07-2021

Aktiv ingrediens:

Mometasonum fúróat

Tilgjengelig fra:

N.V. Organon*

ATC-kode:

R01AD09

INN (International Name):

Mometasonum

Dosering :

50 míkróg/skammt

Legemiddelform:

Nefúði, dreifa

Resept typen:

(R) Lyfseðilsskylt

Produkt oppsummering:

379158 Glas V0677

Autorisasjon status:

Markaðsleyfi útgefið

Autorisasjon dato:

1998-03-24

Informasjon til brukeren

                                FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
NASONEX 50 MÍKRÓG/SKAMMT, NEFÚÐI, DREIFA
Mometasonfúróat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum.
Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu
sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Nasonex og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Nasonex
3.
Hvernig nota á Nasonex
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Nasonex
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM NASONEX OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
HVAÐ ER NASONEX?
Nasonex nefúði inniheldur virka efnið mometasonfúróat sem
tilheyrir flokki lyfja sem nefnast
barksterar. Þegar mometasonfúróati er úðað upp í nefið dregur
það úr bólgu (þrota og ertingu í nefi),
hnerra, kláða og nefstíflu eða nefrennsli.
TIL HVERS ER NASONEX NOTAÐ?
Frjókornaofnæmi og stöðug bólga í nefslímhúð
Nasonex er notað við einkennum frjókornaofnæmis (þ.e.
árstíðabundinnar ofnæmisbólgu í nefslímhúð)
og við stöðugri ofnæmisbólgu í nefslímhúð hjá fullorðnum og
börnum 3 ára og eldri.
Frjókornaofnæmi, sem verður á ákveðnum árstíma, veldur
ofnæmisviðbrögðum sem koma þegar
maður andar að sér frjókornum frá trjám, grösum og illgresi og
sporum frá myglu og sveppum.
Stöðug ofnæmisbólga á sér stað allt árið um kring og geta
einkennin verið vegna ofnæmis af ýmsum
ástæðum, t.d. rykmaurum, dýrahári (eða húðflögum), fjöðrum
eða ákveðnum fæðutegundum. Nasonex
minnka
                                
                                Les hele dokumentet
                                
                            

Preparatomtale

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Nasonex 50 míkrógrömm/skammt nefúði, dreifa.
2.
INNIHALDSLÝSING
Mometasonfúróat (sem einhýdrat) 50 míkróg/skammt.
Hjálparefni með þekkta verkun
Lyfið inniheldur 0,02 mg/úðaskammt af benzalkónklóríði.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Nefúði, dreifa.
Hvít eða beinhvít ógegnsæ dreifa.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Nasonex nefúði er ætlað til notkunar fyrir fullorðna og börn 3
ára og eldri til meðferðar við einkennum
árstíðabundinnar ofnæmisbólgu í nefslímhúð eða stöðugrar
bólgu í nefslímhúð.
Nasonex nefúði er ætlaður til meðferðar á sepum í nefi hjá
fullorðnum sjúklingum 18 ára og eldri.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Þegar úðadælan í Nasonex nefúða er tilbúin
_ _
til notkunar gefur hver úði u.þ.b. 100 mg af
mometasonfúróat dreifu sem inniheldur mometasonfúróateinhýdrat,
sem samsvarar 50 míkróg af
mometasonfúróati.
SKAMMTAR
Árstíðabundin ofnæmisbólga í nefslímhúð eða stöðug bólga
í nefslímhúð.
Skammtastærðir handa fullorðnum (þ.m.t. öldruðum) og börnum 12
ára og eldri: Venjulegur ráðlagður
skammtur er 2 úðaskammtar (50 míkróg/úðaskammt) í hvora nös
einu sinni á sólarhring
(heildarskammtur 200 míkróg). Þegar sjúkdómseinkennin hafa lagast
má minnka skammtinn í einn
úðaskammt í hvora nös (heildarskammtur 100 míkróg) einu sinni á
sólarhring til að viðhalda
meðferðinni. Ef einkenni lagast ekki má auka skammtinn í 4
úðaskammta í hvora nös einu sinni á
sólarhring (heildarskammtur 400 míkróg) sem er hámarksskammtur á
sólarhring. Mælt er með að
minnka skammtinn þegar einkennin lagast.
Börn á aldrinum 3-11 ára: Venjulegur ráðlagður skammtur er einn
úðaskammtur
(50 míkróg/úðaskammt) í hvora nös einu sinni á sólarhring
(heildarskammtur 100 míkróg).
Sýnt hefur verið fram á marktæka klíníska verkun Nasonex
nefúða innan 12 klst. eftir fyrsta skammt
hjá sumum sjúk
                                
                                Les hele dokumentet