Kenacort-T Stungulyf, dreifa 40 mg/ml

Land: Island

Språk: islandsk

Kilde: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kjøp det nå

Preparatomtale Preparatomtale (SPC)
21-02-2024

Aktiv ingrediens:

Triamcinolonum acetóníð

Tilgjengelig fra:

Bristol-Myers Squibb AB

ATC-kode:

H02AB08

INN (International Name):

Triamcinolonum

Dosering :

40 mg/ml

Legemiddelform:

Stungulyf, dreifa

Resept typen:

(R) Lyfseðilsskylt

Produkt oppsummering:

044065 Hettuglas úr gleri

Autorisasjon status:

Markaðsleyfi útgefið

Autorisasjon dato:

2017-08-31

Informasjon til brukeren

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
KENACORT-T 40 MG/ML, STUNGULYF, DREIFA
triamcinolonacetonid
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Kenacort-T og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Kenacort-T
3.
Hvernig nota á Kenacort-T
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Kenacort-T
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM KENACORT-T OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Kenacort-T inniheldur virka efnið triamcinolonacetonid, gervi
nýrnahettubarkarhormón (sykursteri),
sem bælir ónæmiskerfið.
Kenacort-T er notað til að bæla ónæmiskerfið við eftirfarandi
kvillum:
-
iktsýki
-
ákveðnum húðsjúkdómum
-
ofnæmisnefkvefi
-
ofnæmisastma.
Kenacort-T er dælt í rassvöðvann eða inn í lið. Áhrif
Kenacort-T vara yfirleitt í u.þ.b. 2 til 4 vikur.
Triamcinolonacetonid sem er í Kenacort-T getur einnig verið
samþykkt til meðferðar á öðrum
sjúkdómum sem ekki eru nefndir í þessum lyfjaupplýsingum. Leitið
til læknisins, lyfjafræðings eða
annars heilbrigðisstarfsmanns ef þörf er á frekari upplýsingum og
fylgið ávallt leiðbeiningum þeirra.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA KENACORT-T
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum
                                
                                Les hele dokumentet
                                
                            

Preparatomtale

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Kenacort-T 40 mg/ml, stungulyf, dreifa.
2.
INNIHALDSLÝSING
1 ml inniheldur 40 mg triamcinolonacetonid
Hjálparefni með þekkta verkun: bensýlalkóhól 9,9 mg.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyf, dreifa.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til notkunar þegar óskað er eftir bólgueyðandi og
ónæmisbælandi áhrifum, svo sem við iktsýki og
húðsjúkdómum. Sykursterameðferð til inndælingar.
Ofnæmisnefkvef (allergic rhinitis), ofnæmisastmi.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Kenacort-T 40 mg/ml stungulyf, dreifa er einungis ætlað til notkunar
í vöðva eða í lið.
Kenacort-T 40 mg/ml stungulyf, dreifa er ekki ætlað til notkunar í
bláæð, inn í auga, utanbasts eða í
mænuvökva (sjá kafla 4.4).
Skammtar
_Notkun í vöðva _
_Fullorðnir og börn eldri en 12 ára_
Ofnæmiskvef (hay fever) og frjókornaastmi: 40-100 mg. Ef einkenni
koma aftur á að gefa eina eða
fleiri inndælingar til viðbótar. Iktsýki, húðsjúkdómar og
aðrir sjúkdómar: Í upphafi: u.þ.b. 60 mg.
Skammtabilið er 40-80 mg eftir svörun og lengd. Í áframhaldandi
meðferð gæti 20 mg skammtur eða
lægri verið nægilegur.
_ _
_Börn 6-12 ára_
Allar ábendingar: 40 mg. Skammtinn skal þó aðlaga í samræmi við
alvarleika einkenna fremur en í
samræmi við líkamsþyngd og aldur.
Í
_viðhaldsmeðferð_
fyrir alla aldurshópa: Lyfið skal gefa þegar einkenni koma aftur og
ekki í samræmi
við fyrirfram skilgreinda tímaáætlun. Venjulega vara áhrif af 1
ml Kenacort-T 40 mg/ml í 2 til 4 vikur.
Stakir skammtar hærri en 2,5 ml (100 mg) eru ekki ráðlagðir
Þegar skipt er úr meðferð til inntöku skal gefa fyrstu
inndælinguna á sama tíma og síðasta skammtinn
til inntöku. Ef hærri skammtar til inntöku hafa áður verið
gefnir getur verið nauðsynlegt að gefa
inndælingar á 14 daga fresti í upphafi til að viðhalda
sambærilegum steraáhrifum.
2
_Notkun í lið _
Venjulegir skammtar: Lítil liðamót, 0,25 ml
                                
                                Les hele dokumentet