Vagidonna Leggangatafla 10 míkróg

Country: Islanda

Lingwa: Iżlandiż

Sors: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Ixtrih issa

Ingredjent attiv:

Estradiol

Disponibbli minn:

Sandoz A/S*

Kodiċi ATC:

G03CA03

INN (Isem Internazzjonali):

Estradiolum

Dożaġġ:

10 míkróg

Għamla farmaċewtika:

Leggangatafla

Tip ta 'preskrizzjoni:

(L R) Ekki lyfseðilsskylt/ lyfseðilsskylt

Sommarju tal-prodott:

564927 Þynnupakkning PVC/PVDC/Aluminium V0130; 026359 Þynnupakkning PVC/PVDC/Aluminium V0130

L-istatus ta 'awtorizzazzjoni:

Markaðsleyfi útgefið

Data ta 'l-awtorizzazzjoni:

2020-08-19

Fuljett ta 'informazzjoni

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
VAGIDONNA 10 MÍKRÓGRÖMM SKEIÐARTÖFLUR
estradíól
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn eða
lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 2-4 vikna eða ef ný einkenni
koma fram.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Vagidonna og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Vagidonna
3.
Hvernig nota á Vagidonna
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Vagidonna
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM VAGIDONNA OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Vagidonna inniheldur estradíól.
•
Estradíól er kvenhormón.
•
Það tilheyrir flokki hormóna sem kallast estrógen.
•
Það er nákvæmlega eins og estradíólið sem myndast í
eggjastokkum kvenna.
Vagidonna tilheyrir flokki lyfja sem notuð eru til
kvenhormónauppbótar í leggöngum.
LYFIÐ ER NOTAÐ
til að draga úr einkennum í leggöngum við tíðahvörf, svo sem
þurrki og ertingu.
Læknisfræðilega nefnist þetta slímhúðarrýrnun en hún stafar
af því að estrógengildi líkamans lækka.
Þetta gerist sjálfkrafa eftir tíðahvörf.
VAGIDONNA VERKAR MEÐ ÞVÍ AÐ
koma í staðinn fyrir það estrógen sem venjulega er framleitt í
eggjastokkum kvenna. Lyfinu er komið fyrir í leggöngunum þannig
að hormónin losna þar sem þeirra
er þörf. Þetta getur dregið úr óþægindum í leggöngum.
Reynsla af meðferð hjá konum eldri en 65 ára er takmörkuð.
Áður en ly
                                
                                Aqra d-dokument sħiħ
                                
                            

Karatteristiċi tal-prodott

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Vagidonna 10 míkrógrömm skeiðartöflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver skeiðartafla inniheldur: Estradíólhemihýdrat sem samsvarar 10
míkrógrömmum af estradíóli.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Skeiðartafla.
Hvít, kringótt, filmuhúðuð tafla auðkennd með „E“ á
annarri hliðinni en hin hliðin er auð.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til meðferðar við slímhúðarrýrnun í leggöngum vegna skorts á
estrógeni hjá konum eftir tíðarhvörf
(sjá kafla 5.1).
Reynsla af meðferð hjá konum eldri en 65 ára er takmörkuð.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Vagidonna er gefið í leggöng sem staðbundin estrógen meðferð
með því að nota stjöku.
Upphafsskammtur: Ein skeiðartafla á sólarhring í tvær vikur.
Viðhaldsskammtur: Ein skeiðartafla tvisvar sinnum í viku.
Meðferð má hefja hvenær sem hentar.
Ef skammtur gleymist á að nota hann strax og munað er eftir því.
Forðast skal að tvöfalda skammt.
Við upphaf og viðhald meðferðar við einkennum eftir tíðahvörf
skal nota minnsta skammt sem verkar
og í sem skemmstan tíma (sjá einnig kafla 4.4).
Ekki er ráðlagt að bæta prógestageni við lyf með estrógeni til
notkunar í leggöngum þar sem altæk
útsetning fyrir estrógeninu er
INNAN
eðlilegra marka eftir tíðahvörf, t.d. Vagidonna (en sjá kafla
4.4,
„Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun“,
„Ofvöxtur legslímu og krabbamein“).
Bæði konur með og án legs geta notað Vagidonna.
Veita skal meðferð við sýkingum í leggöngum áður en meðferð
með Vagidonna hefst.
2
Lyfjagjöf
1.
Opnið þynnuna og takið stjökuna úr henni.
2.
Dragið stimpilinn eins langt út og hægt er án þess að taka hann
úr stjökunni. Þrýstið skeiðartöflu
úr hinni þynnunni og komið henni þéttingsfast fyrir í haldaranum
á enda stjökunnar (breiðari
endanum).
3.
Setjið stjökuna varlega upp í leggöngin þar til fyrirstaða
finnst (8-10 cm).
4.

                                
                                Aqra d-dokument sħiħ
                                
                            

Fittex twissijiet relatati ma 'dan il-prodott