Zovirax Krem 50 mg/g

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
07-06-2023

Virkt innihaldsefni:

Aciclovirum INN

Fáanlegur frá:

Haleon Denmark ApS

ATC númer:

D06BB03

INN (Alþjóðlegt nafn):

Aciclovirum

Skammtar:

50 mg/g

Lyfjaform:

Krem

Gerð lyfseðils:

(L R) Ekki lyfseðilsskylt/ lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

560367 Túpa Áltúpa

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1988-01-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
ZOVIR 50 MG/G KREM
aciclovir
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ.
Í HONUM ERU
MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn eða
lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um
aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla
4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 10 daga.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Zovir og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Zovir
3.
Hvernig nota á Zovir
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Zovir
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM ZOVIR OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Zovir er ætlað til notkunar við áblæstri (herpes), það hefur
hemjandi verkun á herpesveiru.
Zovir má nota á áblástur á vörum og í andliti.
Verið getur að læknir hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi
eða í öðrum skömmtum en
tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum
læknis og leiðbeiningum á
merkimiða frá lyfjabúð.
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 10 daga.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA ZOVIR
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en
tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum
læknis og leiðbeiningum á
merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA ZOVIR:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir acicloviri, skylda efninu
valacicloviri, própýlenglýkóli
eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræð
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Zovir 50 mg/g krem
2.
INNIHALDSLÝSING
Aciclovir 50 mg/g.
Hjálparefni með þekkta verkun
Própýlenglýkól 400 mg/g, natríumlárýlsúlfat 7,5 mg/g og
cetosterylalkóhól 67,5 mg/g.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Krem.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Zovir krem er ætlað til meðferðar á
_Herpes simplex_
sýkingum á vörum og í andliti (endurtekinn
áblástur (herpes labialis)).
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Fullorðnir og börn eldri en 2 ára:_
Zovir krem á að nota fimm sinnum á dag með u.þ.b. 4 klst.
millibili,
en ekki að nóttu til. Meðferð á að halda áfram í a.m.k. 4
daga. Ef það dugir ekki má halda meðferð
áfram í allt að 10 daga. Ef sárin hafa ekki gróið eftir 10 daga
á að ráðleggja sjúklingnum að hafa
samband við lækni.
_Skert nýrna-/lifrarstarfsemi_
Jafnvel þótt brotthvarf sé aðallega um nýru er altækt frásog
aciclovirs eftir útvortis notkun óverulegt. Því
þarf ekki að aðlaga skammta hjá sjúklingum með skerta nýrna-
eða lifrarstarfsemi (sjá kafla 5.2).
Lyfjagjöf
Berist á sýkt svæði eins fljótt og hægt er, helst um leið og
fyrstu merki eru um áblástur en einnig má
hefja meðferðina þegar blöðrur koma fram.
Ráðlagt er að þvo hendur fyrir og eftir notkun kremsins og
forðast á að nudda sárin eða þurrka með
handklæði, til þess að koma í veg fyrir að sýkingin ágerist og
til að koma í veg fyrir smit.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir acicloviri, valacicloviri, propylenglýkóli eða
einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp
í kafla 6.1.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Zovir krem má ekki nota á slímhúð (t.d. í munni, augum og
leggöngum) þar sem það getur valdið
ertingu. Sérstaklega á að varast að lyfið berist í augu. Hjá
alvarlega ónæmisbældum sjúklingum (t.d.
2
sjúklingar með alnæmi eða sjúklingar sem hafa gengist undir
mergskipti) á að vega og meta altæka
meðferð
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru