Zopiclone Actavis Filmuhúðuð tafla 5 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
10-12-2023

Virkt innihaldsefni:

Zopiclonum INN

Fáanlegur frá:

Actavis Group PTC ehf.

ATC númer:

N05CF01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Zopiclonum

Skammtar:

5 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

017182 Töfluílát HDPE

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2012-08-23

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
ZOPICLONE ACTAVIS
5 MG TÖFLUR OG 7,5 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
ZÓPÍKLÓN
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Zopiclone Actavis og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Zopiclone Actavis
3.
Hvernig nota á Zopiclone Actavis
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Zopiclone Actavis
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM ZOPICLONE ACTAVIS OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Zopiclone Actavis er svefnlyf sem hefur áhrif á heilastöðvar sem
gera okkur kleift að sofna.
Það hjálpar þér að sofna fyrr og sofa lengur. Zopiclone Actavis
er notað sem svefnlyf hjá fullorðnum
við ýmis konar svefntruflunum, t.d. erfiðleikum við að sofna,
þegar vaknað er of snemma eða oft á
nóttu. Zopiclone Actavis er notað sem meðferð við tímabundnu og
skammvinnu svefnleysi og í
takmarkaðan tíma gegn langvinnu svefnleysi. Zopiclone Actavis virkar
yfirleitt innan 30 mínútna og
hverfur tiltölulega hratt úr líkamanum. Þetta þýðir að lítil
hætta er á syfju daginn eftir að taflan er
tekin.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA ZOPICLONE ACTAVIS
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og
leiðbeiningum á merkimiða frá
lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Zopiclone Actavis 5 mg filmuhúðuð tafla
Zopiclone Actavis 7,5 mg filmuhúðuð tafla
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 5 eða 7,5 mg af zópíklóni.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Laktósaeinhýdrat
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Fullorðnir
Tímabundið og skammvinnt svefnleysi. Stuðningsmeðferð í
takmarkaðan tíma við langvarandi
svefnleysi.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Börn _
Börn og unglingar yngri en 18 ára eiga ekki að nota Zopiclone
Actavis. Ekki hefur verið sýnt fram á
öryggi og verkun hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára.
_Fullorðnir_
Venjulegur upphafsskammtur er 5 mg fyrir svefn. Sjúklingar sem ekki
svara þeim skammti skulu fá
7,5 mg. Meðferðartíminn á ekki að vera lengri en fjórar vikur.
Lyfjagjöf
Töflurnar skal taka rétt áður en farið er að sofa. Töflurnar
skal taka í uppréttri stöðu vegna þess að
annars getur frásog tafist.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
Alvarleg skerðing á lifrarstarfsemi, kæfisvefn,
öndunarerfiðleikar og vöðvaslensfár.
2
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi,
öndunarerfiðleika, hjá fíklum og við
meðferð hjá öldruðum og sjúklingum sem eru almennt illa á sig
komnir. Við ávísun lyfsins skal hafa í
huga hættu á ávanabindingu. Hætta á ávanabindingu eykst við
stækkun skammta og aukna
meðferðarlengd.
Einnig skal gæta varúðar við samhliðameðferð með öðrum
geðlyfjum. Forðast skal samhliðanotkun
áfengis. Svefnleysi getur verið af völdum andlegra eða líkamlegra
sjúkdóma. Ef um langvinnar
svefntruflanir er að ræða skal því sjúkdómsgreina sjúklinginn.
Meðferð með svefnlyfjum skal vera
skammvinn eða með hléum til að minnka hættu á
fráhvarfseink
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru