Zonnic Pepparmint Munnholsúði, lausn 1 mg/úða

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
02-07-2021

Virkt innihaldsefni:

Nicotinum

Fáanlegur frá:

Niconovum AB

ATC númer:

N07BA01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Nicotinum

Skammtar:

1 mg/úða

Lyfjaform:

Munnholsúði, lausn

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

102249 Glas Hettuglas úr gleri eða plasti (PET) með úðadælu úr pólýprópýleni. ; 151207 Glas Hettuglas úr gleri eða plasti (PET) með úðadælu úr pólýprópýleni.

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2018-06-20

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
ZONNIC PEPPARMINT 1 MG/ÚÐA MUNNHOLSÚÐI
nicotin
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn eða
lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig
um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá
kafla 4.
-
Leitið til læknis ef ekki tekst að hætta reykingum eftir meðferð
með Zonnic Pepparmint í 1 ár.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Zonnic Pepparmint og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Zonnic Pepparmint
3.
Hvernig nota á Zonnic Pepparmint
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Zonnic Pepparmint
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM ZONNIC PEPPARMINT
OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Zonnic Pepparmint er notað til að hjálpa þér að hætta að
reykja þegar þú vilt hætta eða til að hjálpa þér
að draga úr reykingum þegar þú getur ekki eða vilt ekki hætta
reykingum. Þessi tegund meðferðar
kallast uppbótarmeðferð með nicotini. Zonnic Pepparmint dregur úr
fráhvarfseinkennum nicotins,
þ.m.t. reykingalöngun, einkennum sem fólk fær þegar það hættir
að reykja eða dregur úr reykingum.
Þegar þú hættir snögglega að útvega líkamanum nicotin úr
tóbaki finnur þú fyrir ýmis konar vanlíðan
sem kallast fráhvarfseinkenni. Með því að nota Zonnic Pepparmint
getur þú komið í veg fyrir eða
dregið úr þessari vanlíðan og löngun til að reykja. Þetta er
vegna þess að þú heldur áfram að útvega
líkamanum lítið magn af nicotini í stuttan tíma. Zonnic
Pepparmint inniheldur ekki tj
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Zonnic Pepparmint 1 mg/úða, munnholsúði.
2.
INNIHALDSLÝSING
0,07 ml innihalda 1 mg af nicotini, sem samsvarar 1 mg af nicotini í
hverjum úða.
Hjálparefni með þekkta verkun: etanól.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Munnholsúði.
Tær lausn með daufri piparmyntulykt.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til meðferðar við tóbaksfíkn með því að draga úr löngun í
nicotin og úr fráhvarfseinkennum, og
auðvelda þannig reykingafólki sem er reiðubúið að hætta að
reykja að venja sig af tóbaki eða til að
auðvelda reykingafólki sem getur ekki eða vill ekki hætta að
reykja, að draga úr reykingum.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Fullorðnir og aldraðir _
Munnúðanum skal úða 1-2 sinnum á milli kinnar og tanna á þeim
tíma þegar sígaretta væri venjulega
reykt eða ef löngun gerir vart við sig. Ef ekki næst stjórn á
löngun innan nokkurra mínútna eftir einn
úða, skal nota annan úða. Ef þörf er á 2 úðum, skal framvegis
úða 2 úðum í röð. Flest reykingafólk
þarf 1-2 úða á 30 mín. til 1 klst. fresti. Nota má allt að 4
úða á hverri klst. Ekki nota meira en 2 úða í
hverjum skammti og ekki nota meira en 64 úða (4 úðar á hverri
klst. á 16 klst. tímabili) á hverjum
sólarhring (24 klst.).
_Börn _
Ekki á að gefa unglingum (12-17 ára) Zonnic Pepparmint án
ráðleggingar frá lækni.
Ekki á að gefa börnum yngri en 12 ára Zonnic Pepparmint.
_ _
_Reykingum hætt _
Lengd meðferðar er einstaklingsbundin. Yfirleitt skal halda
meðferðinni áfram í a.m.k. 3 mánuði.
Þá skal einstaklingur byrja að venja sig af munnholsúðanum smám
saman. Hætta skal meðferð þegar
skammturinn hefur verið minnkaður niður í 1-2 úða á dag.
Regluleg notkun Zonnic Pepparmint lengur
en í eitt ár er yfirleitt ekki ráðlögð. Í sumum tilvikum gæti
meðferð í lengri tíma verið nauðsynleg til
að forðast bakslag. Geyma skal úða sem eftir eru, þar 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru