Xylocain ukonserveret (Xylocain án rotvarnarefna) Hlaup 20 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
30-10-2023

Virkt innihaldsefni:

Lidocainum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Aspen Pharma Trading Limited

ATC númer:

N01BB02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Lidocainum

Skammtar:

20 mg/ml

Lyfjaform:

Hlaup

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

518595 Sprauta V1123; 060980 Sprauta V1123

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1985-11-04

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
XYLOCAIN UKONSERVERET 20MG/G HLAUP
lídókaínhýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn eða
lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um
aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla
4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Xylocain ukonserveret hlaup og við hverju það er
notað
2.
Áður en byrjað er að nota Xylocain ukonserveret hlaup
3.
Hvernig nota á Xylocain ukonserveret hlaup
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Xylocain ukonserveret hlaup
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM XYLOCAIN UKONSERVERET HLAUP OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER
NOTAÐ
Xylocain ukonserveret er staðdeyfilyf. Það virkar á nokkrum
mínútum.
Xylocain ukonserveret hlaup má nota hjá fullorðnum og börnum í
öllum aldurshópum.
Xylocain ukonserveret hlaup er notað til að deyfa staðbundið fyrir
ýmsar skoðanir í endaþarmi,
öndunarvegi eða þegar leggur er settur upp.
Það má einnig nota Xylocain
ukonserveret til að deyfa sársauka af völdum bólgu í
þvagblöðru og
þvagrás og til verkjadeyfingar eftir umskurð hjá drengjum.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA XYLOCAIN UKONSERVERET HLAUP
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA XYLOCAIN UKONSERVERET HLAUP
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir lídókaín
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Xylocain ukonserveret 20 mg/g hlaup.
2.
INNIHALDSLÝSING
1 g af Xylocain ukonserveret hlaupi inniheldur:
Lidocainhýdróklóríð 20 mg.
_ _
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Hlaup.
Xylocain ukonserveret hlaup er tært eða næstum tært, lítið eitt
litað hlaup.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til yfirborðsdeyfingar við speglunarrannsóknir.
•
Blöðruspeglun, þegar verið er að koma fyrir legg, við ómskoðun
og aðrar aðgerðir á þvagrás hjá
körlum og konum.
•
Í nef og nefkok við speglun t.d. magaspeglun og berkjuspeglun.
•
Við endaþarms- og ristilspeglun.
•
Barkaþræðing (tracheal intubation).
Til verkjadeyfingar í tengslum við blöðrubólgu og
þvagrásarbólgu.
Til verkjadeyfingar eftir umskurð hjá drengjum.
Ábendingar fyrir Xylocain ukonserveret hlaup eiga við um fullorðna
og börn á öllum aldri.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Xylocain ukonserveret hlaup veldur skjótri og mikilli deyfingu á
slímhúðum og deyfing helst lengi
(u.þ.b. 20-30 mín.). Deyfing kemur venjulega fljótt fram (innan 5
mín. háð því svæði sem lyfið er
notað á).
Eins og við á um önnur staðdeyfilyf byggist öryggi og verkun
lidocains á réttum skammti, réttum
notkunarhætti, viðeigandi varkárni og þess að vera viðbúin
hættuástandi.
Eftirfarandi skammtar eru til leiðbeiningar. Reynsla og þekking
læknis á líkamlegu ástandi sjúklings er
mikilvæg við útreikning á viðeigandi skammti.
Frásog um slímhúðir er breytilegt, en er sérstaklega mikið frá
berkjum. Frásog Xylocain ukonserveret
hlaups í nefholi er venjulega minna en úr öðrum lyfjaformum sem
innihalda lidocain. Blóðþéttni
lidocains eftir notkun hlaupsins á óskaddaða þvagrás og
þvagblöðru í skömmtum allt að 800 mg er
frekar lág og undir þéttni sem veldur eitrun.
Á lasburða eða aldraða sjúklinga, börn eldri en 12 ára,
alvarlega veika sjúklinga eða sjúklinga með
blóðsýkingu (sepsis) skal nota
                                
                                Lestu allt skjalið