Xerodent Munnsogstafla 28,6/0,25 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
31-01-2023

Virkt innihaldsefni:

Natrii fluoridum; Acidum malicum

Fáanlegur frá:

Karo Pharma AB*

ATC númer:

A01AA30

INN (Alþjóðlegt nafn):

Blöndur

Skammtar:

28,6/0,25 mg

Lyfjaform:

Munnsogstafla

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

013593 Töfluílát Plast - HDPE

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2007-11-29

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
XERODENT 28,6 MG / 0,25 MG MUNNSOGSTÖFLUR
eplasýra / flúor
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÞAR SEM HANN VEITIR MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR UM NOTKUN
LYFSINS.
Þetta lyf er fáanlegt án lyfseðils. Engu að síður er
nauðsynlegt að nota Xerodent á réttan hátt til að ná
sem bestum árangri.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðum.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður aukaverkana
sem ekki er minnst á í þessum
fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast
alvarlegar. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM
:
1.
Upplýsingar um Xerodent og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Xerodent
3.
Hvernig nota á Xerodent
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Xerodent
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM XERODENT OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Xerodent inniheldur eplasýru. Súra bragðið örvar
munnvatnsviðbragðið og eykur þannig
munnvatnsframleiðsluna. Töflurnar innihalda natríumflúoríð sem
styrkir glerunginn gegn tannátu
(tannskemmdum). Töflurnar innihalda sætuefnið xylitól, sem einnig
verndar tennurnar gegn
tannskemmdum.
Xerodent er notað við kvillum sem stafa af minnkaðri
munnvatnsframleiðslu og til að fyrirbyggja
tannskemmdir hjá fullorðnum sjúklingum með munnþurrk.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA XERODENT
EKKI MÁ NOTA XERODENT
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir eplasýru, natríumflúoríði eða
einhverju öðru innihaldsefni
Xerodent (talin upp í kafla 6).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Við meðhöndlun með Xerodent skal forðast notkun annarra lyfja sem
innihalda flúor, en þó er í lagi að
halda áfram að nota flúortannkrem. Xerodent má ekki nota á
landsvæðum þar sem flúorinnihald
drykkjarvatns er hátt.
MEÐGANGA OG BRJÓSTAGJÖF
Engin þekkt 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Xerodent 28,6 mg/0,25 mg munnsogstöflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur eplasýru 28,6 mg og natríumflúoríð
samsvarandi 0,25 mg af flúor.
Hjálparefni með þekkta verkun
Hver tafla inniheldur 421,5 mg af xylitóli (E 967).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Munnsogstafla.
Hvítar, kringlóttar, kúptar töflur, 10 mm í þvermál.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Meðhöndlun einkenna vegna munnþurrks og fyrirbyggjandi við
tannskemmdum hjá sjúklingum með
munnþurrk.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
_Venjulegur skammtur fyrir fullorðna_
:
1 tafla eftir þörfum, venjulega 6 sinnum á dag.
Við mikinn munnþurrk má auka skammtinn í 12 töflur á dag í
takmarkaðan tíma.
Töfluna á að láta bráðna hægt í munni.
Dreifa skal skammtinum jafnt yfir daginn.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Við meðhöndlun með Xerodent skal forðast að nota önnur lyf sem
innihalda flúor, en þó er í lagi að
halda áfram að nota flúortannkrem.
Xerodent má ekki nota á landsvæðum þar sem flúorinnihald
drykkjarvatns er hátt.
Hjálparefni
_Xylitól _
Vegna þess að Xerodent inniheldur xylitól getur það haft
hægðalosandi verkun.
_Natríum _
Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverri
töflu, þ.e.a.s. er sem næst natríumlaust.
2
4.5
MILLIVERKANIR VIÐ ÖNNUR LYF OG AÐRAR MILLIVERKANIR
Engar þekktar.
4.6
FRJÓSEMI, MEÐGANGA OG BRJÓSTAGJÖF
_Meðganga_
: Engin þekkt áhætta við notkun á meðgöngu.
_Brjóstagjöf: _
Natríumflúoríð skilst ekki út í brjóstamjólk.
4.7
ÁHRIF Á HÆFNI TIL AKSTURS OG NOTKUNAR VÉLA
Xerodent dregur ekki úr viðbragðsflýti við akstur eða notkun
véla.
4.8
AUKAVERKANIR
Við reglulega notkun frá 6 mánaða aldri á
steinefnaupptökutímabili tannanna er mjög væg flúoreitrun í
glerungi algeng (35-80%). Þessi flúoreitrun í glerungi er hi
                                
                                Lestu allt skjalið