Voltaren Forte Hlaup 23,2 mg/g

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
12-02-2024

Virkt innihaldsefni:

Diclofenacum tvíetýlamín

Fáanlegur frá:

Haleon Denmark ApS

ATC númer:

M02AA15

INN (Alþjóðlegt nafn):

Diclofenacum

Skammtar:

23,2 mg/g

Lyfjaform:

Hlaup

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

559165 Túpa Álhúðuð túpa með pólýprópýlen skrúftappa ; 416121 Túpa Álhúðuð túpa með pólýprópýlen tappa og smelluloki úr hitaþjálli teygjanlegri fjölliðu (flip top cap)

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2020-04-16

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
VOLTAREN FORTE 23,2 MG/G HLAUP
díklófenaktvíetýlamín
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn eða
lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 7 daga.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Voltaren Forte og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Voltaren Forte
3.
Hvernig nota á Voltaren Forte
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Voltaren Forte
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM VOLTAREN FORTE OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Voltaren Forte tilheyrir flokki bólgueyðandi gigtarlyfja sem ekki
eru sterar (NSAID). Voltaren Forte
dregur úr bólgu og er verkjastillandi.
Þú getur notað Voltaren Forte við verkjum, eymslum og þrota í
liðum og vöðvum vegna bólgu.
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 7 daga.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA VOLTAREN FORTE
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA VOLTAREN FORTE
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir díklófenaki eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
-
ef þú ert með ofnæmi fyrir lyfjum sem notuð eru við verkjum,
hita eða bólgu svo sem
íbúprófeni eða asetýlsalisýlsýru (lyf sem einnig er notað til
að ko
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Voltaren Forte 23,2 mg/g hlaup
2.
INNIHALDSLÝSING
Eitt gramm af Voltaren Forte inniheldur 23,2 mg af
díklófenaktvíetýlamíni (2,32%) sem jafngildir
20 mg af díklófenaknatríum.
Hjálparefni með þekkta verkun
50 mg af própýlenglýkóli (E1520) í hverju grammi af hlaupi.
0,2 mg af bútýlhýdroxýtólúeni (E321) í hverju grammi af hlaupi.
1 mg af ilmefni (bensýlalkóhól, sítrónellól, kúmarín,
d-límónen, evgenól, geraníól, línalól) í hverju
grammi af hlaupi.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Hlaup.
Hvítt til næstum hvítt, mjúkt, einsleitt, kremlíkt hlaup.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Fullorðnir og börn 14 ára og eldri:
Staðbundnir bólgukvillar.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
FULLORÐNIR OG BÖRN 14 ÁRA OG ELDRI:
Voltaren Forte er borið á húðina á aumt svæði 2 sinnum á dag
(helst að morgni og kvöldi) og er
nuddað varlega inn í húðina.
2-4 g af hlaupi (sem jafngildir magni á stærð við kirsuber til
valhnetu) er nægilegt til að meðferðar á
svæði sem er um það bil 400-800 cm
2
.
Þurrka skal hendurnar eftir notkun með rakadrægum pappír (t.d.
eldhúspappír) og síðan þvo
hendurnar, nema verið sé að meðhöndla hendur.
Bíða skal þar til Voltaren Forte hefur þornað áður en farið í
sturtu/bað.
Lengd meðferðar fer eftir ábendingunni og klínískri svörun.
Hlaupið skal ekki nota lengur en í 14 daga við
meinsemdum eða bólguástandi í mjúkvef nema eftir ráðleggingum
læknis.
Sjúklingar skulu hafa samband við lækninn ef einkenni eru
viðvarandi eða versna eftir meðferð í
7 sólarhringa.
_Aldraðir (eldri en 65 ára) _
Nota má venjulegan skammt fyrir fullorðna.
2
_Börn _
BÖRN OG UNGLINGAR YNGRI EN 14 ÁRA:
Voltaren Forte er ekki ráðlagt börnum yngri en 14 ára.
Lyfjagjöf
Aðeins til notkunar á húð.
4.3
FRÁBENDINGAR
•
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
•
Ofnæmi fyri
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru