Voltaren forte (Heilsa) Hlaup 23,2 mg/g

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
28-04-2023

Virkt innihaldsefni:

Diclofenacum INN tvíetýlamín

Fáanlegur frá:

Heilsa ehf.

ATC númer:

M02AA15

INN (Alþjóðlegt nafn):

Diclofenacum

Skammtar:

23,2 mg/g

Lyfjaform:

Hlaup

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

434099 Túpa Álhúðuð túpa

Leyfisstaða:

Samhliða innflutningur leyfi

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
VOLTAREN FORTE 23,2 MG/G HLAUP
díklófenaktvíetýlamín
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn eða
lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 7 daga.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Voltaren Forte og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Voltaren Forte
3.
Hvernig nota á Voltaren Forte
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Voltaren Forte
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM VOLTAREN FORTE OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Voltaren Forte tilheyrir flokki bólgueyðandi gigtarlyfja sem ekki
eru sterar (NSAID). Voltaren Forte
dregur úr bólgu og er verkjastillandi.
Þú getur notað Voltaren Forte við verkjum, eymslum og þrota í
liðum og vöðvum vegna bólgu.
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 7 daga.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA VOLTAREN FORTE
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA VOLTAREN FORTE
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir díklófenaki eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
-
ef þú ert með ofnæmi fyrir lyfjum sem notuð eru við verkjum,
hita eða bólgu svo sem
íbúprófeni eða asetýlsalisýlsýru (lyf sem einnig er notað til
að ko
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Voltaren Forte (Heilsa) 23,2 mg/g hlaup
2.
INNIHALDSLÝSING
Eitt gramm af Voltaren Forte inniheldur 23,2 mg af
díklófenaktvíetýlamíni (2,32%) sem jafngildir
20 mg af díklófenaknatríum.
Hjálparefni með þekkta verkun
50 mg af própýlenglýkóli (E1520) í hverju grammi af hlaupi.
0,2 mg af bútýlhýdroxýtólúeni (E321) í hverju grammi af hlaupi.
1 mg af ilmefni (bensýlalkóhól, sítrónellól, kúmarín,
d-límónen, evgenól, geraníól, línalól) í hverju
grammi af hlaupi.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Hlaup.
Hvítt til næstum hvítt, mjúkt, einsleitt, kremlíkt hlaup.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
Sjá SmPC Voltaren Forte (GlaxoSmithKline Consumer Healthcare ApS).
5.
LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR
Sjá SmPC Voltaren Forte (GlaxoSmithKline Consumer Healthcare ApS).
6.
LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR
6.1
HJÁLPAREFNI
Bútýlhýdroxýtóluen (E321)
Karbómer
Kókóýlkaprýlókaprat
Tvíetýlamín
Ísóprópýlalkóhól
Paraffínolía
Makrógólcetósterýleter
Oleylalkóhól
Própýlenglýkól (E1520)
Eukalyptusolía (bensýlalkóhól, sítrónellól, kúmarín,
d-límónen, evgenól, geraníól, línalól)
Hreinsað vatn
2
6.2
ÓSAMRÝMANLEIKI
Á ekki við.
6.3
GEYMSLUÞOL
3 ár.
6.4
SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VIÐ GEYMSLU
Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.
6.5
GERÐ ÍLÁTS OG INNIHALD
Álhúðuð túpa með pólýprópýlen skrúftappa.
Álhúðuð túpa með pólýprópýlen tappa og smelluloki úr
hitaþjálli teygjanlegri fjölliðu. Tappinn er með
pólýprópýlen innsigli á hvorri hlið smelluloksins.
Pakkningastærðir: 100 g
6.6
SÉRSTAKAR VARÚÐARRÁÐSTAFANIR VIÐ FÖRGUN OG ÖNNUR MEÐHÖNDLUN
Henda skal rakadræga pappírnum eftir notkun.
7.
MARKAÐSLEYFISHAFI
_LEYFI TIL SAMHLIÐA INNFLUTNINGS OG MERKINGAR: _
Heilsa ehf., Hagasmári 1, 201 Kópavogi.  
Merking: Lyfja hf., Kópavogi.    
8.
MARKAÐSLEYFISNÚMER
IS/1/22/109/01/SA
9.
DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru