Vitalipid Adult Innrennslisþykkni, fleyti

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
18-02-2019

Virkt innihaldsefni:

Vítamín A (palmítat); Phytomenadionum INN; Ergocalciferolum INN; Vítamín E (Tocoferolum NFN)

Fáanlegur frá:

Fresenius Kabi AB

ATC númer:

B05XC

INN (Alþjóðlegt nafn):

Vítamín

Lyfjaform:

Innrennslisþykkni, fleyti

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

191247 Lykja

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1978-03-02

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
VITALIPID ADULT INNRENNSLISÞYKKNI, FLEYTI
All-
_rac_
-

-tocoferol, A-vítamín, phytomenadion, ergocalciferol
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Vitalipid Adult og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Vitalipid Adult
3.
Hvernig nota á Vitalipid Adult
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Vitalipid Adult
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM VITALIPID ADULT OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Vitalipid Adult er sæft olíu/vatnsfleyti sem inniheldur
fituleysanleg vítamín: all-
_rac_
-

-tocoferol (E-
vítamín), A-vítamín, phytomenadion (K
1
-vítamín) og ergocalciferol (D
2
-vítamín).
Vitalipid Adult er ætlað sjúklingum sem þurfa næringu í æð
(með dreypi í bláæð) til þess að fullnægja
daglegri þörf A, K
1
, D
2
og E-vítamína.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA VITALIPID ADULT
_ _
EKKI MÁ NOTA VITALIPID ADULT

ef um er að ræða ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (sem talin
eru upp í kafla 6)

ef þú ert með ofnæmi fyrir hnetum eða soja. Vitalipid Adult
inniheldur sojaolíu (hreinsuð
sojaolía getur innihaldið hnetuprótein).

ef þú ert með ofnæmi fyrir eggjum

í stórum skömmtum á meðgöngu

hjá börnum yngri en 11 ára

ef þú hefur fengið of mikið af vítamínum

ef of mikið kalsíum er í blóði eða þvagi

ef þú notar A-vítamín eða lyf sem kölluð eru retínóíð (sjá
„Notkun annarr
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Vitalipid Adult innrennslisþykkni, fleyti
2.
INNIHALDSLÝSING
1 ml inniheldur:
10 ml innihalda:
All-
_rac_
-

-tocopherol (E-vítamín)
910 míkróg
(1 a.e.)
9.100 míkróg
(10 a.e.)
Retinolpalmitat, samsvarandi A-vítamíni
99 míkróg
(330 a.e.)
990 míkróg
(3.300 a.e.)
Phytomenadion (K
1
-vítamín)
15 míkróg
150 míkróg
Ergocalciferol (D
2
-vítamín)
0,5 míkróg
(20 a.e.)
5 míkróg
(200 a.e.)
Hjálparefni með þekkta verkun
Sojaolía
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Innrennslisþykkni, fleyti.
Mjólkurleitt, hvítt, sæft olíu/vatnsfleyti með sýrustig (pH)
u.þ.b. 8 og osmósustyrk u.þ.b. 300 mosm/kg
af vatni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Næringaruppbót í bláæð með fituleysanlegum vítamínum (A, D
2
, E og K
1
).
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Fullorðnir og börn eldri en 11 ára_
10 ml (ein lykja) á dag.
_ _
_Aldraðir _
Ekki þarf nauðsynlega að aðlaga skammta eingöngu vegna aldurs.
Engu að síður eiga læknar að vera
vakandi fyrir aukinni hættu vegna aðstæðna sem geta haft áhrif á
skammta hjá þessum hóp t.d. aldraðir
með marga sjúkdóma, á fjöllyfjameðferð, með vannæringu, skert
umbrot og sérstaklega ef um er að
ræða lifrar-, nýrna- og hjartasjúkdóma (sjá kafla 4.4) sem
leiðir til þess að minnka þurfi skammta eða
tíðni þeirra.
_Skert lifrarstarfsemi _
Íhuga þarf einstaklingsbundna vítamínuppbót til þess að
viðhalda fullnægjandi vítamínþéttni og koma
í veg fyrir vítamíneitrun (sjá kafla 4.4).
Lyfjagjöf
Gjöf í bláæð eftir þynningu við smitgát. Má ekki gefa
óþynnt. Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um
þynningu lyfsins fyrir gjöf.
2
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virku efnunum, eggja-, soja- eða hnetupróteinum eða
einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1. Hreinsuð sojaolía getur innihaldið
hnetuprótein. Gæðalýsingin í Ph. Eur. inniheldur
ekki próf fyrir próteinleifum. Krossofnæmisviðbrögð h
                                
                                Lestu allt skjalið