Vinorelbine Alvogen Mjúkt hylki 30 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
18-12-2023

Virkt innihaldsefni:

Vinorelbinum tvítartrat

Fáanlegur frá:

Alvogen Pharma Trading Europe EOOD

ATC númer:

L01CA04

INN (Alþjóðlegt nafn):

Vinorelbinum

Skammtar:

30 mg

Lyfjaform:

Mjúkt hylki

Gerð lyfseðils:

(R Z) Sérfræðingsmerkt (og lyfseðilsskylt)

Vörulýsing:

104482 Þynnupakkning Askja sem inniheldur PVC/PVDC ál/PET/pappír þynnupakkningar með barnaöryggi.

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2019-03-27

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
VINORELBINE ALVOGEN 20 MG MJÚKT HYLKI
VINORELBINE ALVOGEN 30 MG MJÚKT HYLKI
VINORELBINE ALVOGEN 80 MG MJÚKT HYLKI
vínorelbín (sem tartrat)
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki
má gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Vinorelbine Alvogen og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Vinorelbine Alvogen
3.
Hvernig nota á Vinorelbine Alvogen
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Vinorelbine Alvogen
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM
VINORELBINE ALVOGEN
OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Vinorelbine Alvogen inniheldur virka efnið vínorelbín (sem
tartrat) og tilheyrir flokki lyfja sem
nefnast vinca-alkalóíðar og notuð eru til meðferðar við
krabbameini.
Vinorelbine Alvogen er notað til meðferðar við ákveðnum gerðum
lungnakrabbameina og ákveðnum
gerðum brjóstakrabbameina hjá sjúklingum eldri en 18 ára:
-
langt gegnu lungnakrabbameini, sem ekki er af smáfrumugerð , ýmist
sem einlyfja meðferð eða
samhliða öðrum krabbameinslyfjum.
-
sem viðbótarmeðferð við lungnakrabbameini sem ekki er af
smáfrumugerð samhliða
krabbameinslyfjum með platínusamböndum.
-
langt gengnu brjóstakrabbameini, ýmist sem einlyfja meðferð eða
samhliða öðrum lyfjum.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Vinorelbine Alvogen 20 mg mjúkt hylki
Vinorelbine Alvogen 30 mg mjúkt hylki
Vinorelbine Alvogen 80 mg mjúkt hylki
2.
INNIHALDSLÝSING
Hvert mjúkt hylki inniheldur vínorelbíntartrat 27,70 mg sem
jafngildir 20 mg vínorelbín.
Hvert mjúkt hylki inniheldur vínorelbíntartrat 41,55 mg sem
jafngildir 30 mg vínorelbín.
Hvert mjúkt hylki inniheldur vínorelbíntartrat 110,80 mg sem
jafngildir 80 mg vínorelbín.
Hjálparefni með þekkta verkun
Hvert mjúkt hylki sem inniheldur 20 mg vínorelbín inniheldur 38,4
mg sorbitól.
Hvert mjúkt hylki sem inniheldur 30 mg vínorelbín inniheldur 59,9
mg sorbitól.
Hvert mjúkt hylki sem inniheldur 80 mg vínorelbín inniheldur 99,9
mg sorbitól.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Mjúkt hylki.
Vinorelbine Alvogen 20 mg mjúkt hylki: Sporöskjulaga, ljósbrúnt,
mjúkt hylki, 11
×
7 mm að stærð,
fyllt með gegnsæjum, litlausum til fölguls vökva.
Vinorelbine Alvogen 30 mg mjúkt hylki: Aflangt, bleikt, mjúkt hylki,
18
×
6 mm að stærð, fyllt með
gegnsæjum, litlausum til fölguls vökva.
Vinorelbine Alvogen 80 mg mjúkt hylki: Aflangt, ljósgult, mjúkt
hylki, 21
×
8 mm að stærð, fyllt með
gegnsæjum, litlausum til fölguls vökva.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Vinorelbine Alvogen er ætlað fullorðnum sjúklingum til
meðferðarvið:
-
langt gengnu lungnakrabbameini, sem ekki er af smáfrumugerð, ýmist
sem einlyfja meðferð eða
samhliða öðrum krabbameinslyfjum.
-
sem viðbótarmeðferð við lungnakrabbameini sem ekki er af
smáfrumugerð samhliða
krabbameinslyfjum með platínusamböndum.
-
langt gengnu brjóstakrabbameini, ýmist sem einlyfja meðferð eða
samhliða öðrum lyfjum.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Vinorelbine Alvogen skal ávísað af lækni sem hefur reynslu af
notkun krabbameinslyfja með aðstöðu
til að fylgjast með frumueyðandi lyfjum.
Skammtar
_Fullorðnir _
Þegar lyfið er notað eitt og sér eru eftirfarandi skammtar
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru