Vermox Mixtúra, dreifa 20 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
06-12-2021

Virkt innihaldsefni:

Mebendazolum INN

Fáanlegur frá:

McNeil Sweden AB

ATC númer:

P02CA01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Mebendazolum

Skammtar:

20 mg/ml

Lyfjaform:

Mixtúra, dreifa

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

595134 Glas

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1982-11-30

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
VERMOX 100 MG TÖFLUR
VERMOX 20 MG/ML MIXTÚRA, DREIFA
mebendazól
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og
læknirinn, lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingurinn hefur mælt
fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni hverfa ekki eftir endurtekna
meðferð.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Vermox og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Vermox
3.
Hvernig nota á Vermox
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Vermox
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM VERMOX OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Vermox er notað til meðhöndlunar við njálg hjá fullorðnum og
börnum frá 2 ára aldri.
Vermox hindrar efnaskipti orma, sem veldur því að ormarnir drepast.
Vermox hamlar einnig þroska
ormaeggja.
Mælt er með því að allir innan sömu fjölskyldu fái meðferð
á sama tíma til að koma í veg fyrir
útbreiðslu smitsins.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA VERMOX
_ _
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA VERMOX
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir mebendazóli eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Vermox á ekki að gefa börnum yngri en 1 árs. Greint hefur verið
frá krömpum hjá börnum, meðal
annars hjá 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Vermox 20 mg/ml mixtúra, dreifa.
2.
INNIHALDSLÝSING
1 ml af mixtúru, dreifu inniheldur 20 mg af mebendazóli.
Hjálparefni með þekkta verkun
1 ml af mixtúru, dreifu inniheldur 100 mg súkrósa, 1,8 mg
metýlparahýdroxýbensóat og 0,2 mg
própýlparahýdroxýbensóat.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Mixtúra, dreifa (mjólkurhvít með bananabragði).
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Sýkingar í meltingarfærum af völdum njálgs (
_enterobiasis_
), spóluorma (
_ascariasis_
), svipuorma
(
_trichuriasis_
), bitorma (
_ancylostomiasis, necatoriasis_
).
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtastærðir eru þær sömu við meðferð hjá börnum og
fullorðnum.
_Njálgur_
: 100 mg (5 ml af mixtúru, dreifu) sem stakur skammtur. Meðferðina
skal endurtaka eftir u.þ.b.
2 vikur til að koma í veg fyrir endursýkingu. Mælt er með því
að allir innan sömu fjölskyldu fái
meðferð á sama tíma til að koma í veg fyrir útbreiðslu
smitsins.
_Spóluormar, svipuormar, bitormar og blandaðar sýkingar_
: 100 mg (5 ml af mixtúru, dreifu) tvisvar
sinnum á sólarhring, að morgni og kvöldi í þrjá daga. Við
meiriháttar svipuormasýki getur verið þörf á
meðferð í 4-5 daga eða endurtaka meðferð eftir mat á
meðferðarárangri.
Börn yngri en 2 ára:
Vermox hefur ekki verið rannsakað ítarlega hjá börnum yngri en 2
ára.
Fyrirliggjandi upplýsingar eru tilgreindar í köflum 4.4, 4.8 og 5.2
en ekki er hægt að ráðleggja
ákveðna skammta á grundvelli þeirra. Vermox er ekki ætlað
börnum yngri en 1 árs vegna þess að ekki
eru til fullnægjandi öryggisupplýsingar (sjá kafla 4.4, 4.8 og
5.2).
Íhuga skal notkun Vermox mixtúru, dreifu hjá sjúklingum eins og
t.d. ungum börnum sem ekki geta
gleypt töfluna.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
2
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Örsjaldan hefur verið til
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru