Venlafaxin Actavis Hart forðahylki 75 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
03-10-2023

Virkt innihaldsefni:

Venlafaxinum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Actavis Group PTC ehf.

ATC númer:

N06AX16

INN (Alþjóðlegt nafn):

Venlafaxinum

Skammtar:

75 mg

Lyfjaform:

Hart forðahylki

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

154739 Þynnupakkning V0334

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2009-01-26

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
VENLAFAXIN ACTAVIS 37,5 MG, 75 MG OG 150 MG HÖRÐ FORÐAHYLKI
venlafaxín
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ TAKA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum.
Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu
sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Venlafaxin Actavis og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Venlafaxin Actavis
3.
Hvernig nota á Venlafaxin Actavis
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Venlafaxin Actavis
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM VENLAFAXIN ACTAVIS OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Venlafaxin Actavis inniheldur virka efnið venlafaxín.
Venlafaxin Actavis er þunglyndislyf og tilheyrir flokki lyfja sem
kölluð eru serótónín og noradrenalín
endurupptöku hemlar (SNRI). Lyf í þessum flokki eru notuð til
meðhöndlunar á þunglyndi og fleiri
einkennum t.d. kvíðaröskunum. Ekki er fyllilega ljóst hvernig
þunglyndis lyf verka en hugsanlegt er
að þau auki serotónín og noradrenalín magn í heilanum.
Venlafaxin Actavis er ætlað fullorðnum til meðhöndlunar á
þunglyndi. Það er einnig ætlað til
meðhöndlunar á eftirtöldum kvíðaröskunum hjá fullorðnum:
almennum kvíðaröskunum, félagsfælni
(forðun eða ótti við félagslegar aðstæður) og felmtursröskun
(ofsahræðsla).
Viðeigandi meðferð við þunglyndi og kvíðaröskunum er
mikilvægur þáttur í bata.
Slíkar raskanir lagast ef til vill ekki og geta orðið alvarlegri og
meðferð erfiðari ef þær 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Venlafaxin Actavis 37,5 mg hörð forðahylki.
Venlafaxin Actavis 75 mg hörð forðahylki.
Venlafaxin Actavis 150 mg hörð forðahylki.
2.
INNIHALDSLÝSING
Fyrir 37,5 mg styrkleikann:
Eitt hylki inniheldur venlafaxínhýdróklóríð, sem jafngildir 37,5
mg af venlafaxíni.
Hjálparefni með þekkta verkun:
súkrósi mest 46,35 mg
ponceau 4R rautt (E124) 0,0267 mg
Fyrir 75 mg styrkleikann:
Eitt hylki inniheldur venlafaxínhýdróklóríð, sem jafngildir 75
mg af venlafaxíni.
Hjálparefni með þekkta verkun:
súkrósi mest 92,69 mg
sunset yellow FCF (E110) 0,0006 mg
Fyrir 150 mg styrkleikann:
Eitt hylki inniheldur venlafaxínhýdróklóríð, sem jafngildir 150
mg af venlafaxíni.
Hjálparefni með þekkta verkun:
súkrósi mest 185,38 mg
sunset yellow FCF (E110) 0,0183 mg
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Forðahylki, hart.
Venlafaxin Actavis 37,5 mg hörð forðahylki:
Hvítar til beinhvítar perlur í hylki af stærð „3“ með
appelsínugulu loki og gegnsæjum botni.
Venlafaxin Actavis 75 mg hörð forðahylki:
Hvítar til beinhvítar perlur í hylki af stærð „1“ með gulu
loki og gegnsæjum botni.
Venlafaxin Actavis 150 mg hörð forðahylki:
Hvítar til beinhvítar perlur í hylki af stærð „0“ með
gulbrúnu loki og gegnsæjum botni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
•
Meðferð við alvarlegum þunglyndislotum.
•
Forvörn við endurteknum alvarlegum þunglyndislotum.
•
Meðferð við almennri kvíðaröskun.
•
Meðferð við félagsfælni.
2
•
Meðferð við felmtursröskun með eða án víðáttufælni.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
ALVARLEGAR ÞUNGLYNDISLOTUR
Ráðlagður byrjunarskammtur af Venlafaxin Actavis forðahylkjum er
75 mg einu sinni á dag.
Sjúklingar sem ekki sýna svörun við þessum byrjunarskammti gætu
haft gagn af stækkun skammta
upp í allt að 375 mg/dag, sem er hámarksskammtur. Skammta ætti að
stækka í skrefum með 2 vikna
millibili eða meira. Ef einkenni eru
                                
                                Lestu allt skjalið