Valsartan/Hydrochlorothiazide Krka Filmuhúðuð tafla 160 mg/25 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
12-02-2024
MMR MMR (MMR)
25-11-2020

Virkt innihaldsefni:

Hydrochlorothiazide; Valsartanum INN

Fáanlegur frá:

Krka Sverige AB

ATC númer:

C09DA03

INN (Alþjóðlegt nafn):

Valsartanum með þvagræsilyfjum

Skammtar:

160 mg/25 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

462849 Þynnupakkning Þynnur (PVC/PE/PVDC-þynna, álþynna

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2018-07-16

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
VALSARTAN/HYDROCHLOROTHIAZIDE KRKA 80 MG/12,5 MG FILMUHÚÐAÐAR
TÖFLUR
VALSARTAN/HYDROCHLOROTHIAZIDE KRKA 160 MG/12,5 MG FILMUHÚÐAÐAR
TÖFLUR
VALSARTAN/HYDROCHLOROTHIAZIDE KRKA 160 MG/25 MG FILMUHÚÐAÐAR
TÖFLUR
valsartan/hydrochlorothiazid
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum um lyfið.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Valsartan/Hydrochlorothiazide Krka og við hverju
það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Valsartan/Hydrochlorothiazide Krka
3.
Hvernig nota á Valsartan/Hydrochlorothiazide Krka
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Valsartan/Hydrochlorothiazide Krka
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM VALSARTAN/HYDROCHLOROTHIAZIDE KRKA OG VIÐ HVERJU
ÞAÐ ER NOTAÐ
Valsartan/Hydrochlorothiazide Krka filmuhúðaðar töflur innihalda
tvö virk efni, sem kallast valsartan
og hydrochlorothiazid. Bæði þessi efni hjálpa til við að hafa
stjórn á háum blóðþrýstingi (háþrýstingi).
-
VALSARTAN
tilheyrir flokki lyfja sem kallast angíótensín II blokkar, sem
hjálpa til við að hafa
stjórn á háum blóðþrýstingi. Angíótensín II er efni í
líkamanum sem veldur æðasamdrætti og
þar með hækkuðum blóðþrýstingi. Valsartan verkar með því
að hamla áhrif angíótensín II.
Afleiðing þess er að það slaknar á æðunum og
blóðþrýstingurinn lækkar.
-
HYDROCHLOROTHIAZID
tilheyrir flokki
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Valsartan/Hydrochlorothiazide Krka 80 mg/12,5 mg filmuhúðaðar
töflur.
Valsartan/Hydrochlorothiazide Krka 160 mg/12,5 mg filmuhúðaðar
töflur.
Valsartan/Hydrochlorothiazide Krka 160 mg/25 mg filmuhúðaðar
töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Valsartan/Hydrochlorothiazide Krka 80 mg/12,5 mg filmuhúðaðar
töflur
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 80 mg af valsartani og 12,5 mg af
hydrochlorothiazidi.
Valsartan/Hydrochlorothiazide Krka 160 mg/12,5 mg filmuhúðaðar
töflur
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 160 mg af valsartani og 12,5 mg af
hydrochlorothiazidi.
Valsartan/Hydrochlorothiazide Krka 160 mg/25 mg filmuhúðaðar
töflur
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 160 mg af valsartani og 25 mg af
hydrochlorothiazidi.
Hjálparefni með þekkta verkun:
80 mg/12,5 mg filmuhúðaðar
töflur
160 mg/12,5 mg filmuhúðaðar
töflur
160 mg/25 mg filmuhúðaðar
töflur
laktósi
16,27 mg
44,41 mg
32,54 mg
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla.
80 mg/12,5 mg: Filmuhúðuðu töflurnar eru bleikar, sporöskjulaga
og tvíkúptar.
160 mg/12,5 mg: Filmuhúðuðu töflurnar eru rauðbrúnar,
sporöskjulaga og tvíkúptar.
160 mg/25 mg: Filmuhúðuðu töflurnar eru ljósbrúnar,
sporöskjulaga og tvíkúptar.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Meðferð við frumkomnum háþrýstingi (essential hypertension) hjá
fullorðnum.
_ _
Valsartan/Hydrochlorothiazide Krka samsetning með föstum skammti er
ætluð sjúklingum sem ekki
næst nægilega góð stjórn á blóðþrýstingi hjá með
valsartani eða hydrochlorothiazidi einu sér.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
_Skammtar _
Ráðlagður skammtur af öllum styrkleikum
Valsartan/Hydrochlorothiazide Krka er ein filmuhúðuð
tafla einu sinni á dag.
Ráðlagt er að skammtur hvors virka efnisins sé stilltur af
sérstaklega. Í hverju tilviki fyrir sig skal auka
skammt hvors virka efnisins fyrir sig, upp í næsta skammt fyrir
ofan, til að draga úr hættu á
lágþrýstingi og 
                                
                                Lestu allt skjalið