Tricaine Pharmaq (MS222 Pharmaq) Baðduft til meðhöndlunar fiska, lausn 1000 mg/g

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
01-04-2019

Virkt innihaldsefni:

Tricaine Methane Sulfonate

Fáanlegur frá:

Pharmaq AS

ATC númer:

QN01AX93

INN (Alþjóðlegt nafn):

Tricainum mesílat

Skammtar:

1000 mg/g

Lyfjaform:

Baðduft til meðhöndlunar fiska, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

434261 Askja Innsigluð háþéttni pólýetýlen ílát sem eru lokuð með innbyggðum innsigluðum lágþéttni pólýetýlen tappa ; 552764 Askja Innsigluð háþéttni pólýetýlen ílát sem eru lokuð með innbyggðum innsigluðum lágþéttni pólýetýlen tappa

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2012-12-12

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL:
TRICAINE PHARMAQ 1.000 MG/G BAÐDUFT TIL MEÐHÖNDLUNAR FISKA, LAUSN
HANDA FISKUM
1.
HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM
BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR
Markaðsleyfishafi og framleiðandi sem ber ábyrgð á lokasamþykkt:
PHARMAQ AS
7863 Overhalla
Noregur
Framleiðandi sem ber ábyrgð á lokasamþykkt:
PHARMAQ Ltd
Fordingbridge SP6 1PA
Bretland
2.
HEITI DÝRALYFS
Tricaine Pharmaq 1.000 mg/g baðduft til meðhöndlunar fiska, lausn.
Tríkaínmetansúlfónat.
3.
VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI
Tríkaínmetansúlfónat 1.000 mg/g.
Engin önnur hjálparefni eða virk efni.
Hvítt duft sem er leyst upp í vatni og síðan ætlað til útvortis
notkunar.
4.
ÁBENDING(AR)
Vatnslausn af dýralyfinu er notuð í ídýfingarbað til að fá
fram slævingu, tímabundið hreyfingarleysi eða
svæfingu fiska, bæði skrautfiska og fiska sem ætlaðir eru til
manneldis, fyrir bólusetningu, flutning,
vigtun, merkingu, uggaklippingu, hrogna- og sviljatöku, blóðprufur
og skurðaðgerðir.
5.
FRÁBENDINGAR
Ekki má nota í eftirfarandi tegundum hitabeltisfiska:
_Apistogramma (Mikrogeophagus) ramirez, Balantiocheilos melanopterus,
Etroplus suratensis, _
_Melanotaenia maccullochi, Monodactylus argenteus, Phenacogrammus
interruptus _
og
_Scatophagus _
_argus. _
Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir virka efninu.
2
6.
AUKAVERKANIR
Engar þekktar
Gerið dýralækni viðvart ef vart verður einhverra aukaverkana
jafnvel aukaverkana sem ekki eru
tilgreindar í fylgiseðlinum eða ef svo virðist sem lyfið hafi
ekki tilætluð áhrif.
7.
DÝRATEGUND(IR)
Fiskar.
Sérstaklega skrautfiskar og hin ýmsu þroskastig þeirra,
undaneldisfiskur og seiðastig fisks.
8.
SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ
LYFJAGJÖF
Vatnslausn af dýralyfinu er notuð í ídýfingarbað til að fá
fram slævingu, tímabundið hreyfingarleysi eða
svæfingu fiska, bæði skrautfiska og fiska sem ætlaðir eru til
manneldis.
Eftirfarandi dæmi um skammta
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI DÝRALYFS
Tricaine Pharmaq 1.000 mg/g baðduft til meðhöndlunar fiska, lausn
handa fiskum.
2.
INNIHALDSLÝSING
Virk innihaldsefni:
Tríkaínmetansúlfónat 1.000 mg/g
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Baðduft til meðhöndlunar fiska, lausn.
Hvítt eða beinhvítt duft.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
DÝRATEGUNDIR
1)
Skrautfiskar og hin ýmsu þroskastig þeirra og
2)
Undaneldisfiskur og seiðastig fisks.
4.2
ÁBENDINGAR FYRIR TILGREINDAR DÝRATEGUNDIR
Til notkunar í ídýfingarbað til að fá fram slævingu,
tímabundið hreyfingarleysi eða svæfingu fiska
fyrir bólusetningu, flutning, vigtun, merkingu, uggaklippingu,
hrogna- og sviljatöku, blóðprufur og
skurðaðgerðir.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ekki má nota handa eftirfarandi tegundum hitabeltisfiska:
_Apistogramma (Mikrogeophagus) ramirez, Balantiocheilos melanopterus,
Etroplus suratensis, _
_Melanotaenia maccullochi, Monodactylus argenteus, Phenacogrammus
interruptus _
og
_ Scatophagus _
_argus. _
Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir virka efninu.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ FYRIR HVERJA DÝRATEGUND
Engin.
2
4.5
SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Sérstakar varúðarreglur við notkun hjá dýrum
Ekki skal nota stærri skammt en ráðlagður er fyrir hverja
fiskitegund.
Fiska sem ætlaðir eru til undaneldis á að færa yfir í lyfjalaust
vatn rétt fyrir hrogna- og sviljatöku til að
koma í veg fyrir beina snertingu þeirra við lyfið.
Vegna þess að lausnir dýralyfsins eru örlítið súrar, hefur
verið lagt til að notuð sé fosfat eða ímidazól
stuðpúðalausn til að draga úr streitu hjá fiski vegna þess.
Sérstakar varúðarreglur fyrir þann sem gefur dýrinu lyfið
Ef dýralyfið er tekið inn fyrir slysni skal leita til læknis og
hafa fylgiseðilinn eða umbúðirnar
meðferðis.
Þeir sem hafa ofnæmi fyrir tríkaínmesílati
(tríkaínmetansúlfónati) skulu forðast snertingu við
dýralyfið.
Nota skal ógegndræpa gúmmíhanska þegar dýralyfið er
                                
                                Lestu allt skjalið