Tranexamsyre Pfizer (Cyklokapron stungulyf, lausn) Stungulyf/innrennslislyf, lausn 100 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
29-01-2024

Virkt innihaldsefni:

Tranexamic acid

Fáanlegur frá:

Pfizer ApS

ATC númer:

B02AA02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Acidum tranexamicum

Skammtar:

100 mg/ml

Lyfjaform:

Stungulyf/innrennslislyf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

021677 Lykja

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1978-03-02

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
TRANEXAMSYRE PFIZER 100 MG/ML STUNGULYF/INNRENNSLISLYF, LAUSN TIL
NOTKUNAR Í BLÁÆÐ
tranexamsýra
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á
frekari upplýsingum.
-
Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar
aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Tranexamsyre Pfizer og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Tranexamsyre Pfizer
3.
Hvernig nota á Tranexamsyre Pfizer
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Tranexamsyre Pfizer
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM TRANEXAMSYRE PFIZER OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Tranexamsyre Pfizer inniheldur tranexamsýru, sem tilheyrir
lyfjaflokknum blæðingarlyf,
storkusundrunarhemlar, amínósýrur.
Tranexamsyre Pfizer er notað hjá fullorðnum og börnum eldri en
eins árs til að fyrirbyggja og meðhöndla
blæðingar af völdum ferla sem hamla blóðstorku og nefnast
storkusundrun.
Meðal sérstakra ábendinga eru:
-
Miklar tíðir hjá konum
-
Blæðingar frá meltingarvegi
-
Blæðingarkvillar í þvagfærum, sem afleiðing af skurðaðgerð á
blöðruhálskirtli eða þvagrás
-
Skurðaðgerð á eyrum, nefi eða hálsi
-
Skurðaðgerð á hjarta, kviðarholi eða vegna kvensjúkdóma
-
Blæðingar eftir meðhöndlun með öðrum lyfjum sem leysa upp
blóðstorku.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA TRANEXAMSYRE PFIZER
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA TRANEXAMSYRE PFIZER:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyr
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Tranexamsyre Pfizer 100 mg/ml Stungulyf/innrennslislyf, lausn
2.
INNIHALDSLÝSING
Tranexamsýra 100 mg/ml.
Hver 1 ml lykja inniheldur 100 mg af tranexamsýru.
Hver 5 ml lykja inniheldur 500 mg af tranexamsýru.
Hver 10 ml lykja inniheldur 1000 mg af tranexamsýru.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
_ _
3.
LYFJAFORM
Stungulyf/innrennslislyf, lausn.
Tær, litlaus lausn með sýrustig 6,5-8,0.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Tranexamsýra er ætluð fullorðunum og börnum frá eins árs aldri
sem fyrirbyggjandi meðferð og til
meðferðar á blæðingum af völdum almennrar eða staðbundinnar
storkusundrunar (fibrinolysis).
Meðal sértækra ábendinga eru:

Blæðing af völdum almennrar eða staðbundinnar storkusundrunar,
svo sem:
○
Asatíðir (menorrhagia) og millitíðablæðingar (metrorrhagia)
○
Blæðing frá meltingarvegi
○
Blæðingarkvillar í þvagfærum, sem afleiðing af skurðaðgerð á
blöðruhálskirtli eða þvagrás

Skurðaðgerð á eyrum, nefi eða hálsi (nefkirtlanám,
hálskirtlanám, tanndráttur)

Skurðaðgerðir í kvenlækningum eða fæðingartengdir kvillar

Skurðaðgerð á brjóstholi eða kviðarholi og aðrar meiri háttar
skurðaðgerðir, svo sem hjartaaðgerðir

Meðhöndlun blæðinga af völdum storkusundrandi efna
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Fullorðnir _
Ef annað er ekki tekið fram eru eftirtaldir skammtar ráðlagðir:
1.
Venjuleg meðferð staðbundinnar storkusundrunar:
0,5 g (ein 5 ml lykja) til 1 g (ein 10 ml lykja eða tvær 5 ml
lykjur) af tranexamsýru, gefið með hægri
inndælingu eða innrennsli í bláæð (= 1 ml/mín) tvisvar til
þrisvar á sólarhring
2.
Venjuleg meðferð almennrar storkusundrunar:
1 g (ein 10 ml lykja eða tvær 5 ml lykjur) af tranexamsýru, gefið
með hægri inndælingu eða innrennsli
í bláæð (= 1 ml/mín) á 6 til 8 klukkustunda fresti, jafngildir
15 mg/kg líkamsþyngdar
2
_Skert nýrnastarfsemi _
Ekki má nota tranexams
                                
                                Lestu allt skjalið