Trandate Stungulyf, lausn 5 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
21-02-2022

Virkt innihaldsefni:

Labetalolum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Aspen Pharma Trading Limited

ATC númer:

C07AG01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Labetalolum

Skammtar:

5 mg/ml

Lyfjaform:

Stungulyf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

196851 Lykja

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1984-11-26

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
TRANDATE 5 MG/ML STUNGULYF, LAUSN
labetalólhýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN ÞÉR ER GEFIÐ LYFIÐ.
Á HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknis, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef
þörf er á frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækni, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing vita um allar
aukaverkanir. Þetta gildir einnig
um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá
kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Trandate og við hverju það er notað
2.
Áður en þér er gefið Trandate
3.
Hvernig gefa á Trandate
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Trandate
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM TRANDATE OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Trandate inniheldur virka efnið labetalól. Það er notað til að
meðhöndla alvarlegan háþrýsting (háan
blóðþrýsting), þar á meðal alvarlegan háþrýsting á
meðgöngu (meðgönguháþrýsting), þegar
nauðsynlegt er að ná fljótt stjórn á blóðþrýstingi. Trandate
má einnig nota til að stjórna blóðþrýstingi
meðan á svæfingu stendur.
Labetalól (Trandate) tilheyrir flokki lyfja sem kallast alfa- og
betablokkar. Þessi lyf lækka
blóðþrýsting með því að hindra viðtaka í hjarta- og
æðakerfinu (blóðrásarkerfinu) og valda þannig
lækkun á blóðþrýstingi í æðum langt frá hjartanu.
2.
ÁÐUR EN ÞÉR ER GEFIÐ TRANDATE
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA TRANDATE
-
ef þú ert með ákveðna hjarta
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Trandate 5 mg/ml stungulyf, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
Trandate stungulyf inniheldur 5 mg/ml af labetalólhýdróklóríði
í 20 ml lykju.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyf, lausn.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
•
Alvarlegur háþrýstingur, þar á meðal alvarlegur háþrýstingur
á meðgöngu, þegar nauðsynlegt er
að ná fljótt stjórn á blóðþrýstingi
•
Má nota til að ná stjórn á lágþrýstingi meðan á svæfingu
stendur
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
SKAMMTAR
Labetalól inndæling er ætluð til notkunar í bláæð hjá
sjúklingum á sjúkrahúsum.
SJÚKLINGAHÓPAR
•
FULLORÐNIR:
ÁBENDING
SKAMMTUR
ALVARLEGUR
HÁÞRÝSTINGUR
•
Inndæling á stökum skammti:
Ef nauðsynlegt er að lækka blóðþrýstinginn hratt skal gefa 50
mg
skammt með inndælingu í bláæð (á a.m.k. 1 mín.) og ef nauðsyn
krefur má endurtaka þetta á 5 mín. fresti þar til fullnægjandi
svörun
næst. Heildarskammturinn má ekki fara yfir 200 mg.
Hámarksáhrifin koma yfirleitt fram innan 5 mínútna og
verkunarlengdin er yfirleitt um 6 klst. en getur þó farið upp í
allt að
18 klst.
Innrennsli í bláæð:
Nota skal 1 mg/ml lausn af labetalóli, þ.e. innihald úr tveimur 20
ml
lykjum eða átta 5 ml lykjum (200 mg), sem þynnt er í 200 ml með
natríumklóríði og BP dextrósa inndælingu eða 5% BP dextrósa
innrennsli í æð.
Innrennslishraðinn ætti venjulega að vera í kringum 160 mg/klst.
en
má breyta í samræmi við ákvörðun læknisins. Virkur skammtur er
yfirleitt 50 til 200 mg, en halda skal innrennslinu áfram þar til
viðunandi svörun næst. Hugsanlegt er að stærri skammtar séu
nauðsynlegir, sérstaklega hjá sjúklingum með krómfíklaæxli.
Komi fram alvarlegur háþrýstingur á meðgöngu skal gefa
innrennslið
hægar og auka hraða innrennslisins smám saman. Hefja skal
innrennslishraðann á 20 mg/klst. og tvöfalda hann síðan á
hverjum
30 mín. þar til fullnægjandi svör
                                
                                Lestu allt skjalið