Tramadol Krka Forðatafla 150 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
15-05-2023

Virkt innihaldsefni:

Tramadolum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Krka, d.d., Novo mesto

ATC númer:

N02AX02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Tramadól

Skammtar:

150 mg

Lyfjaform:

Forðatafla

Gerð lyfseðils:

(R X) Eftirritunarskylt (og lyfseðilsskylt)

Vörulýsing:

589302 Þynnupakkning Barnheldar þynnur (PVC/PVDC hvít filma/hitaeinangrandi pappír/álfilma) í öskju V0228

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2018-11-28

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
TRAMADOL KRKA 100 MG FORÐATÖFLUR
TRAMADOL KRKA 150 MG FORÐATÖFLUR
TRAMADOL KRKA 200 MG FORÐATÖFLUR
tramadolhýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Tramadol Krka og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Tramadol Krka
3.
Hvernig nota á Tramadol Krka
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Tramadol Krka
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM TRAMADOL KRKA OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Tramadol – virka efnið í Tramadol Krka – er verkjalyf sem
tilheyrir flokki ópíóíða, og verkar á
miðtaugakerfið. Það dregur úr verkjum með því að verka á
sérstakar taugafrumur í mænu og heila.
Tramadol Krka er notað til að meðhöndla miðlungi mikla til mikla
verki.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA TRAMADOL KRKA
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og
leiðbeiningum á merkimiða frá
lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA TRAMADOL KRKA
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir tramadoli eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6);
-
ef um er að ræða bráða eitrun vegna inntöku áfengis,
svefnlyfja, verkjastillandi lyfja eða annarra
lyfja sem hafa áhrif á skap og tilfinningar;
-
ef þú notar einnig MA
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Tramadol Krka 100 mg forðatöflur.
Tramadol Krka 150 mg forðatöflur.
Tramadol Krka 200 mg forðatöflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver forðatafla inniheldur 100 mg af tramadolhýdróklóríði.
Hver forðatafla inniheldur 150 mg af tramadolhýdróklóríði.
Hver forðatafla inniheldur 200 mg af tramadolhýdróklóríði.
Hjálparefni með þekkta verkun
100 mg
forðatöflur
150 mg
forðatöflur
200 mg
forðatöflur
Laktósi:
2,38 mg
2,37 mg
2,34 mg
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Forðatafla.
Tramadol Krka 100 mg forðatöflur:
Hvítar, kringlóttar, tvíkúptar, filmuhúðaðar töflur ígreyptar
með „T1“ á annarri hlið töflunnar.
Þvermál töflu: u.þ.b. 10 mm.
Tramadol Krka 150 mg forðatöflur:
Föl apppelsínugul-bleikar, kringlóttar, tvíkúptar,
filmuhúðaðar töflur ígreyptar með „T2“ á annarri hlið
töflunnar. Þvermál töflu: u.þ.b. 10 mm.
Tramadol Krka 200 mg forðatöflur:
Ljósbleikar, kringlóttar, tvíkúptar, filmuhúðaðar töflur
ígreyptar með „T3“ á annarri hlið töflunnar.
Þvermál töflu: u.þ.b. 10 mm.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Meðferð við miðlungi miklum til miklum verkjum.
Tramadol Krka er ætlað fyrir fullorðna og börn, 12 ára og eldri.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Skammtinn skal aðlaga eftir því hvað verkurinn er mikill og næmi
hvers sjúklings. Almennt skal velja
minnsta virka skammt til verkjastillingar. Heildardagskammtur skal
ekki vera stærri en 400 mg af
tramadolhýdróklóríði, nema við sérstakar aðstæður.
Ef ekki eru gefin fyrirmæli um annað skal gefa Tramadol Krka á
eftirfarandi hátt:
2
_Fullorðnir og unglingar 12 ára og eldri: _
Venjulegur upphafsskammtur er 50-100 mg af tamadolhýdróklóríði
tvisvar sinnum á dag, að morgni
og að kvöldi. Ef þörf er á upphafsskammti sem er minni en 100 mg
á að nota annað lyf sem inniheldur
tramadolhýdróklóríð. Ef verkjastilling er ófullnægjandi má
auka skammtinn smám s
                                
                                Lestu allt skjalið