Ticagrelor Krka Filmuhúðuð tafla 90 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
31-01-2024

Virkt innihaldsefni:

Ticagrelor

Fáanlegur frá:

Krka d.d. Novo mesto*

ATC númer:

B01AC24

INN (Alþjóðlegt nafn):

Ticagrelorum

Skammtar:

90 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

082498 Þynnupakkning PVC/PVDC/ál V0459

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2021-01-20

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
TICAGRELOR KRKA 90 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
ticagrelor
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Ticagrelor Krka og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Ticagrelor Krka
3.
Hvernig nota á Ticagrelor Krka
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Ticagrelor Krka
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM TICAGRELOR KRKA
OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
HVAÐ ER TICAGRELOR KRKA
Ticagrelor Krka inniheldur virkt efni sem nefnist ticagrelor. Það
tilheyrir lyfjaflokki sem kallast
blóðflöguhemjandi lyf.
VIÐ HVERJU TICAGRELOR KRKA ER NOTAÐ
Ticagrelor Krka er notað samhliða acetylsalicylsýru (sem er annað
blóðflöguhemjandi lyf) hjá
fullorðnum eingöngu. Þér hefur verið ávísað lyfinu vegna þess
að þú hefur fengið:
–
hjartaáfall, eða
–
hvikula hjartaöng (hjartaöng eða brjóstverkur sem ekki hefur
náðst stjórn á).
Lyfið minnkar líkurnar á því að þú fáir annað hjartaáfall
eða heilaslag eða deyir úr hjarta- eða
æðasjúkdómi.
HVERNIG TICAGRELOR KRKA VERKAR
Ticagrelor Krka verkar á svokallaðar blóðflögur. Þessar örlitlu
frumur í blóðinu aðstoða við að stöðva
blæðingu með því að loða saman og mynda þannig tappa í
örsmáum götum í særðum eða skemmdum
æðum.
Blóðflögur geta einnig myndað tappa innan í sjúkum æðum 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Ticagrelor Krka 60 mg filmuhúðaðar töflur.
Ticagrelor Krka 90 mg filmuhúðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
_Ticagrelor Krka 60 mg filmuhúðaðar töflur _
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 60 mg af ticagrelori.
_Ticagrelor Krka 90 mg filmuhúðaðar töflur _
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 90 mg af ticagrelori.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla (tafla).
_Ticagrelor Krka 60 mg filmuhúðaðar töflur: _
Ljósbleikar, kringlóttar, örlítið tvíkúptar, filmuhúðaðar
töflur með áletruninni 60 á annarri hliðinni.
Stærð töflu: u.þ.b. 8 mm í þvermál.
_Ticagrelor Krka 90 mg filmuhúðaðar töflur: _
Ljósbrúngular, kringlóttar, örlítið tvíkúptar, filmuhúðaðar
töflur með áletruninni 90 á annarri hliðinni.
Stærð töflu: u.þ.b. 9 mm í þvermál.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Ticagrelor Krka, gefið samhliða acetylsalicylsýru (ASA), er ætlað
að koma í veg fyrir kransæðastíflu
hjá fullorðnum sjúklingum með
-
brátt kransæðaheilkenni (acute coronary syndrome (ACS)) eða
-
sögu um hjartadrep (MI) og í mikilli hættu á að fá
kransæðastíflu (sjá kafla 4.2 og 5.1).
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Sjúklingar sem taka Ticagrelor Krka eiga einnig að taka lítinn
viðhaldsskammt, 75-150 mg, af
acetylsalicylsýru daglega, nema frábending mæli sérstaklega gegn
því.
_Brátt kransæðaheilkenni (ACS) _
Hefja skal meðferð með Ticagrelor Krka með einum 180 mg
hleðsluskammti (tvær 90 mg töflur) og
síðan skal halda áfram með 90 mg tvisvar á sólarhring.
Ráðlagður meðferðartími Ticagrelor Krka
90 mg tvisvar á sólarhring er 12 mánuðir hjá sjúklingum með
brátt kransæðaheilkenni nema hætta
þurfi meðferð af læknisfræðilegum ástæðum (sjá kafla 5.1).
2
_Saga um hjartadrep (MI) _
Ticagrelor Krka 60 mg tvisvar á sólarhring er ráðlagður skammtur
þegar þörf er á framhaldsmeðferð
hjá sjúklingum með sögu um hja
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru