Thiamazole Uni-Pharma Tafla 5 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
24-08-2020
MMR MMR (MMR)
25-11-2020

Virkt innihaldsefni:

Thiamazolum INN

Fáanlegur frá:

Uni-Pharma Kleon Tsetis Pharmaceutical Laboratories S.A.

ATC númer:

H03BB02

INN (Alþjóðlegt nafn):

thiamazole

Skammtar:

5 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

497730 Þynnupakkning PVC-/álþynnur

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2017-06-21

Upplýsingar fylgiseðill

                                FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
THIAMAZOLE UNI-PHARMA 5 MG TÖFLUR
Thiamazol
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið þeim
skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem
ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Thiamazole Uni-Pharma og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Thiamazole Uni-Pharma
3.
Hvernig nota á Thiamazole Uni-Pharma
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Thiamazole Uni-Pharma
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM THIAMAZOLE UNI-PHARMA OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Þetta lyf inniheldur thiamazol. Það hefur stjórn á offramleiðslu
skjaldkirtilshormóna í skjaldkirtlinum án
tillits til ástæðu offramleiðslunnar.
Thiamazole Uni-Pharma er notað til meðferðar á ofvirkni
skjaldkirtils hjá fullorðnum og börnum frá 3 ára
aldri.
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA THIAMAZOLE UNI-PHARMA
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA THIAMAZOLE UNI-PHARMA

ef um er að ræða ofnæmi fyrir thiamazoli eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla
6),

ef þú hefur áður fengið alvarleg ofnæmisviðbrögð við skyldum
efnum sem notuð eru til að
meðhöndla offramleiðslu skjaldkirtilshormóna (á bor
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Thiamazole Uni-Pharma 5 mg töflur
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver Thiamazole Uni-Pharma 5 mg tafla inniheldur 5 mg thiamazol.
Hjálparefni með þekkta verkun
Inniheldur 179 mg af laktósaeinhýdrati, sjá kafla 4.4.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla.
Thiamazole Uni-Pharma 5 mg töflur eru hvítar, með flötu yfirborði
og skábrúnum, með deiliskoru öðrum
megin og eru 8,06 mm í þvermál.
Töflunni má skipta í jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Meðferð á ofvirkni skjaldkirtils (thyrotoxicosis)
hjá fullorðnum og börnum og unglingum frá 3 ára aldri.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtastærðina á að aðlaga fyrir einstaklinga eftir því hve
alvarlegur sjúkdómurinn er.
Skammtar
_Alvarleg tilvik: _
Upphafsskammtur: 30-40 mg daglega í skiptum skömmtum.
_Væg tilvik: _
Upphafsskammtur: 10-20 mg daglega. Hægt er að skipta skammtinum í
tvo skammta á dag.
_Viðhaldsskammtur: _
5-10 mg daglega.
Í sumum tilvikum getur verið þörf á stærri skömmtum í upphafi
– sérstaklega í tilvikum með miklum
skjaldkirtilsauka og með undanfarandi joðmeðferð.
Í viðhaldsmeðferð má minnka skammtinn á grundvelli þess hvernig
sjúklingur svarar meðferðinni.
Það getur verið þörf á viðbótarmeðferð með levótýroxíni
til að koma í veg fyrir vanvirkni skjaldkirtils.
2
_Börn _
_Notkun hjá börnum og unglingum (3-17 ára) _
Upphafsskammt fyrir meðferð barna og unglinga eldri en þriggja ára
á að aðlaga í samræmi við
líkamsþyngd sjúklings. Almenna reglan er að upphafsskammtur sé
0,5 mg / kg líkamsþunga á dag, skipt í
tvo eða þrjá jafna skammta.
Í viðhaldsmeðferð má minnka skammtinn á grundvelli svörunar
sjúklings við meðferð. Viðbótarmeðferð
með levótýroxíni getur verið nauðsynleg til að koma í veg
fyrir vanvirkni í skjaldkirtli.
Heildarskammtur á dag á ekki að vera meira en 40 mg af thiamazoli.
_Notkun hjá börnum (2 ára eða yngri) _
Örygg
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru