Tenutex Húðfleyti 20 mg/g + 225 mg/g

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
12-09-2022

Virkt innihaldsefni:

Disulfiramum INN; Benzylis benzoas

Fáanlegur frá:

Bioglan AB

ATC númer:

P03AA54

INN (Alþjóðlegt nafn):

Disulfiramum í blöndum

Skammtar:

20 mg/g + 225 mg/g

Lyfjaform:

Húðfleyti

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

535773 Túpa

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1997-09-23

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
TENUTEX 20 MG/G + 225 MG/G HÚÐFLEYTI
dísúlfíram/bensýlbensóat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn,
lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingurinn hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Tenutex og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Tenutex
3.
Hvernig nota á Tenutex
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Tenutex
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM TENUTEX OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Tenutex er sníkladrepandi lyf gegn höfuðlús, flatlús og
kláðamaur. Tenutex hefur sníkladrepandi áhrif.
Innihaldsefnin dísúlfíram og benzýlbensóat eru einnig notuð til
að meðhöndla aðra sjúkdóma sem ekki
er minnst á í þessum fylgiseðli. Leitið ráða hjá lækninum,
lyfjafræðingi eða öðrum
heilbrigðisstarfsmönnum ef þig vantar frekari upplýsingar og
fylgdu ávallt leiðbeiningum þeirra.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA TENUTEX
_ _
EKKI MÁ NOTA TENUTEX
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir dísúlfíram eða bensýlbensóat
eða einhverju öðru innihaldsefni
lyfsins (talin upp í kafla 6).
-
ef þú ert með ofnæmi fyrir lífrænum br
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Tenutex 20 mg/g + 225 mg/g, húðfleyti
2.
INNIHALDSLÝSING
_1 g af húðfleyti inniheldur: _
Dísúlfíram 20 mg og bensýlbensóat 225 mg.
Hjálparefni með þekkta verkun: Cetósterýl alkóhól.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Húðfleyti.
Hvítt til gulhvítt (olía/vatn).
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Pediculosis capitis (höfuðlús), pediculosis pubis (flatlús),
kláðamaur.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
_ _
_Pediculosis capitis: _
Tenutex er borið í hársvörðinn, frá rót og út til endanna.
Hæfilegt
_ _
magn er 25-75 g, háð hársídd. Eftir sólarhring er hárið
þvegið, fínkembt og skoðað.
Oftast þarf að meðhöndla hárið tvisvar sinnum með Tenutex með
8 daga millibili, ásamt því að
fínkemba það vandlega. Skoða á hárið daglega í 14 daga eftir
meðferð.
_Pediculosis pubis:_
U.þ.b. 50 g af Tenutex er borið á hærð svæði líkamans, svo sem
kynfæri og
handarkrika. Líkamann má ekki þvo fyrr en eftir tvo sólarhringa.
Ef flatlús finnst í höfuðhári á að
meðhöndla hárið eins og við höfuðlús.
_Kláðamaur:_
Eftir að hafa þvegið líkamann og þurrkað vandlega eru 50-60 g af
Tenutex nuddað vel inn
í húðina- þó ekki höfuðið (einungis höfuð ungbarna er einnig
þörf á að meðhöndla). Forðast á að
nudda mjög fast. Eftir einn sólarhring má þvo líkamann. Í
alvarlegum tilfellum af kláðamaur skal
endurtaka meðferðina eftir eina viku. Nota má
hýdrókortisónsmyrsli ef vart verður ertingar í húð
vegna meðferðarinnar.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1. Þeir sem eru
með ofnæmi gegn lífrænum brennisteinssamböndum (gúmmíofnæmi)
ættu ekki að nota Tenutex.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Varast skal að lyfið berist í augu. Því má ekki meðhöndla
flatlús í augnhárum með Tenutex.
Tenutex inniheldur cetósterýl alkóhól sem getu
                                
                                Lestu allt skjalið