Tamsulosin Medical (Tamsulijn) Hart hylki með breyttan losunarhraða 0,4 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
09-02-2021

Virkt innihaldsefni:

Tamsulosinum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Medical ehf.

ATC númer:

G04CA02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Tamsulosinum

Skammtar:

0,4 mg

Lyfjaform:

Hart hylki með breyttan losunarhraða

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

180500 Þynnupakkning V0148; 072701 Glas ; 502647 Þynnupakkning V0926

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2005-10-31

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
TAMSULOSIN MEDICAL 0,4 MG HYLKI MEÐ BREYTTAN LOSUNARHRAÐA, HART
tamsulosin hydrochlorid
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
−
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
−
Leitaðu til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
−
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
−
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Tamsulosin Medical og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Tamsulosin Medical
3.
Hvernig nota á Tamsulosin Medical
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Tamsulosin Medical
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM TAMSULOSIN MEDICAL OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Tamsulosin er α
1A
-adrenvirkur viðtakablokki. Lyfið dregur úr vöðvasamdrætti í
blöðruhálskirtli og
þvagrás.
Tamsulosin er notað til að draga úr einkennum frá þvagfærum
vegna góðkynja stækkunar á
blöðruhálskirtli. Vegna vöðvaslökunarinnar á þvag greiðari
leið um þvagrás og erfiðleikar við þvaglát
minnka.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA TAMSULOSIN MEDICAL
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og
leiðbeiningum á merkimiða frá
lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA TAMSULOSIN MEDICAL:
-
ef þú ert með
OFNÆMI
fyrir tamsulosini eða einhverju öðru innihaldsefni lyfisins (talin
upp í
kafla 6) (einkennin geta til dæmis verið:
ÞROTI Í ANDLITI OG HÁLSI
(ofsabjúgur)).
-
ef þú átt þér sögu um blóðþrýstingsf
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Tamsulosin Medical 0,4 mg hylki með breyttan losunarhraða, hörð.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hvert hylki inniheldur 0,4 mg af tamsulosinhýdróklóríði sem virkt
innihaldsefni.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Hylki með breyttan losunarhraða, hart.
Appelsínugul/ólífugræn hylki (19,3 x 6,4 mm). Hylkin innihalda
hvítar til drapplitaðar smákúlur.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Einkenni frá neðri þvagfærum vegna góðkynja stækkunar á
blöðruhálskirtli.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Til inntöku
_. _
Skammtar
Ekki er nauðsynlegt að aðlaga skammta hjá sjúklingum með skerta
nýrnastarfsemi. Ekki er
nauðsynlegt að aðlaga skammta hjá sjúklingum með væga eða
miðlungi alvarlega skerðingu á
lifrarstarfsemi (sjá einnig 4.3. Frábendingar).
_ _
_Börn _
Engin viðeigandi ábending er fyrir notkun tamsulosins hjá börnum.
Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun tamsulosins hjá
börnum <18 ára. Fyrirliggjandi
upplýsingar eru tilgreindar í kafla 5.1.
Lyfjagjöf
Eitt hylki á dag, sem taka skal eftir morgunmat eða eftir fyrstu
máltíð dagsins.
Hylkið skal gleypa í heilu lagi og það má hvorki mylja né
tyggja, því slíkt getur haft áhrif á breyttan
losunarhraða virka innihaldsefnisins.
4.3
FRÁBENDINGAR
-
Ofnæmi fyrir virka efninu, þ.m.t. lyfjaháður ofsabjúgur, eða
einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
-
Saga um réttstöðulágþrýsting.
-
Alvarlega skert lifrarstarfsemi.
2
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Eins og við á um aðra α
1
-adrenvirka viðtakablokka, getur í einstaka tilvikum komið fram
blóðþrýstingsfall í meðferð með tamsulosini, og í framhaldi
af því yfirlið, en slíkt er mjög sjaldgæft.
Strax og vart verður réttstöðulágþrýstings (sundl,
þróttleysi) skal sjúklingurinn setjast niður eða
leggjast útaf þar til einkennin hverfa.
Áður en meðferð með tamsulosini hefst skal skoða sjúklingin
                                
                                Lestu allt skjalið