Tamoxifen Mylan Tafla 20 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
28-03-2022

Virkt innihaldsefni:

Tamoxifenum cítrat

Fáanlegur frá:

Viatris Limited

ATC númer:

L02BA01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Tamoxifenum

Skammtar:

20 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

412924 Töfluílát

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1990-01-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
TAMOXIFEN MYLAN, 10 EÐA 20 MG TÖFLUR.
tamoxifencítrat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum.
Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu
sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Tamoxifen Mylan og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Tamoxifen Mylan
3.
Hvernig nota á Tamoxifen Mylan
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Tamoxifen Mylan
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM TAMOXIFEN MYLAN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Sum krabbamein eru háð estrógenum til vaxtar. Tamoxifen er
svokallað and-estrógen sem hemur
virkni náttúrulegra estrógena sem líkaminn framleiðir.
Tamoxifen Mylan er notað við brjóstakrabbameini.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA TAMOXIFEN MYLAN
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA TAMOXIFEN MYLAN
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir tamoxifencítrati eða einhverju
öðru innihaldsefni lyfsins (talin
upp í kafla 6).
-
ef þú ert þunguð eða með barn á brjósti.
_ _
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Tamoxifen
Mylan er notað.
-
Ef þú ert með sögu um arfgengan ofsabjúg, þar sem Tamoxifen
Mylan getur valdið því að
einkenni arfgengs ofsabjúgs komi fram eða ve
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Tamoxifen Mylan 10 mg og 20 mg töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur tamoxifen cítrat sem jafngildir 10 mg eða 20
mg af tamoxifeni.
Hjálparefni með þekkta verkun
Hver 10 mg tafla af Tamoxifen inniheldur 1,45 míkrógrömm af
mannitóli (E 421).
Hver 20 mg tafla af Tamoxifen inniheldur 2,9 míkrógrömm af
mannitóli (E 421).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1.
ÁBENDINGAR
Líknandi meðferð og viðbótarmeðferð við
estrógenviðtaka-jákvæðu brjóstakrabbameini.
4.2.
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
_Fullorðnir og aldraðir:_
20-40 mg einu sinni á dag. Skammtinum má skipta í tvo skammta. Í
einstaka tilfellum getur verið þörf
á stærri skömmtum. Þegar meðhöndlun hefst snemma í
sjúkdómsferli er ráðlagður meðferðartími
a.m.k. 5 ár. Engar upplýsingar liggja fyrir um ákjósanlegan
meðferðartíma.
_Börn: _
Lyfið skal ekki nota handa börnum þar sem öryggi og verkun hefur
ekki verið staðfest (sjá kafla 5.1
og 5.2).
4.3 FRÁBENDINGAR
•
Ofnæmi fyrir tamoxifeni eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru
upp í kafla 6.1.
•
Meðganga og brjóstagjöf (sjá kafla 4.6).
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Tilkynnt hefur verið um alvarlegar aukaverkanir á húð, þ.m.t.
Stevens-Johnson heilkenni og
húðþekjudrepslos, sem geta verið lífshættulegar eða banvænar,
í tengslum við meðferð með
Tamoxifen Mylan. Þegar lyfinu er ávísað á að upplýsa sjúklinga
um ummerki þeirra og einkenni og
fylgjast á vandlega með sjúklingum með tilliti til
húðviðbragða. Ef fram koma ummerki eða einkenni
sem benda til slíkra viðbragða á að hætta notkun Tamoxifen Mylan
þegar í stað og íhuga önnur
meðferðarúrræði (eftir því sem við á). Ef alvarleg
viðbrögð svo sem Stevens-Johnson heilkenni eða
húðþekjudrepslos hafa komið fram hjá sjúklingi við notkun
Tamoxifen Mylan má aldrei aftur hefja
meðferð með Tamo
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru