Tambocor Tafla 100 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
28-02-2022

Virkt innihaldsefni:

Flecainidum acetat

Fáanlegur frá:

Viatris ApS

ATC númer:

C01BC04

INN (Alþjóðlegt nafn):

Flecainidum

Skammtar:

100 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R Z) Sérfræðingsmerkt (og lyfseðilsskylt)

Vörulýsing:

068445 Þynnupakkning

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1987-04-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
TAMBOCOR 100 MG TÖFLUR
flekaíníðasetat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Tambocor og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Tambocor
3.
Hvernig nota á Tambocor
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Tambocor
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM TAMBOCOR OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Tambocor inniheldur virka efnið flekaíníðasetat. Það tilheyrir
flokki lyfja gegn hjartsláttartruflunum,
sem eru notuð við óreglulegum hjartslætti.
Tambocor er notað til fyrirbyggjandi meðferðar gegn
hjartsláttartruflunum.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA TAMBOCOR
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá apóteki.
EKKI MÁ NOTA TAMBOCOR
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir flekaíníði eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6)
-
ef þú ert með hjartabilun eða hefur fengið hjartadrep og ert með
tilteknar tegundir
hjartsláttartruflana. Ræddu við lækninn ef þú ert ekki viss
-
ef þú ferð í lost vegna þess að hjartað nær ekki að sjá
líkamanum fyrir nægilegu blóðflæði
(hjartalost)
-
ef þú ert með langvarandi hjartaflökt sem ekki hefur veri
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Tambocor 100 mg töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
1 tafla inniheldur: Flekaíníðasetat 100 mg.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla.
Útlit: Hvítar, kringlóttar töflur.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Fyrirbyggjandi meðferð, eingöngu gegn alvarlegum og mjög hamlandi
tilvikum ofanslegla
hjartsláttaróreglu.
a)
Fyrirbyggjandi meðferð hjartsláttaróreglu í gáttum sem kemur í
köstum (paroxysmal atrial
arrythmia) (gáttatifi, gáttaflökti og gáttahraðtakti).
b)
Fyrirbyggjandi meðferð gegn ofanslegla endurinnkomuhraðtakti í
köstum (paroxysmal
supraventricular re-entry tachycardia) (tengt AV-hnút eða vegna
forörvunar, WPW-heilkenni).
c)
Fyrirbyggjandi meðferð gegn endurkomu hjartsláttaróreglu í
gáttum eftir rafvendingu.
d)
Fyrirbyggjandi meðferð gegn lífshættulegum sleglahraðtakti í
köstum (paroxysmal ventricular
tachycardia).
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
_ _
_Hefja á meðferð með flekaíníði og stilla skammta á
sjúkrahúsi og fylgjast með hjartalínuriti og þéttni _
_lyfsins í plasma. Ákvörðun um að hefja meðferð með
flekaíníði skal taka í samráði við sérfræðing. _
Fullorðnir og börn eldri en 12 ára:
Ráðlagður upphafsskammtur er 1 tafla (100 mg) tvisvar á dag.
Hámarksskammtur er 400 mg á dag og
ræðst af verkun lyfsins og hvernig það þolist.
Skert nýrnastarfsemi:
Hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (úthreinsun
kreatíníns <20 ml/mín) á
upphafsskammtur að vera ½ tafla (50 mg) tvisvar á dag. Eftir það
er hægt að auka skammta varlega,
eftir verkun lyfsins og hvernig það þolist. Eftir 6-7 daga er hægt
að stilla skammta eftir verkun lyfsins
og hvernig það þolist. Hjá sumum sjúklingum með alvarlega
nýrnabilun getur úthreinsun flekaíníðs
verið mjög hæg og helmingunartími lengdur sem því nemur (50-60
klukkustundir).
Aldraðir með skerta hjartastarfsemi:
Aldraðir sjúklingar með skerta hjartastarfsemi: Upphafsska
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru