Sufenta Stungulyf, lausn 5 míkróg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
17-04-2023

Virkt innihaldsefni:

Sufentanilum cítrat

Fáanlegur frá:

Piramal Critical Care B.V.

ATC númer:

N01AH03

INN (Alþjóðlegt nafn):

Sufentanilum

Skammtar:

5 míkróg/ml

Lyfjaform:

Stungulyf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R X) Eftirritunarskylt (og lyfseðilsskylt)

Vörulýsing:

072751 Lykja

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1992-10-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
SUFENTA 5 MÍKRÓG/ML STUNGULYF, LAUSN
sufentanilsítrat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið þeim
skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig
um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá
kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Sufenta og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Sufenta
3.
Hvernig nota á Sufenta
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Sufenta
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM SUFENTA OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Sufenta inniheldur efnasamband sem kallast sufentanilsítrat. Það
tilheyrir hópi lyfja sem eru kölluð
ópíóíðverkjalyf. Sufenta er sterkt verkjalyf. Sufenta er notað
á sjúkrahúsum. Sufenta er til notkunar utan
basts (um hrygg) t.d. til verkjastillingar eftir skurðaðgerðir eða
í fæðingu.
Notkun hjá börnum
Hægt er að nota Sufenta utan basts (um hrygg) hjá börnum eldri en
1 árs til verkjastillingar eftir ákveðnar
aðgerðir.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA SUFENTA
EKKI MÁ NOTA SUFENTA
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir sufentanili eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla
6) eða fyrir öðrum sterkum verkjalyfjum (svokölluðum
ópíóíðum).
-
ef slímtappar eru til staðar og/eða öndunarerfiðleikar.
-
ef þú ert með miklar blæðingar eða lost, sýklasótt eða
sýkingu á stungustað.
-
ef þú ert með breytingar á storkuþáttum blóðs, svo sem skort
á blóðflögum (bló
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Sufenta 5 míkróg/ml stungulyf, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver ml inniheldur sufentanilsítrat, samsvarandi sufentanil 5
míkróg.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyf, lausn.
Sýrustig stungulyfsins er 4,5-7,0.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
_ _
Til meðferðar eftir aðgerðir, við verkjum í tengslum við
almennar skurðaðgerðir, brjósthols- og
bæklunarskurðaðgerðir, sem og við keisaraskurð.
Til verkjastillingar ásamt bupivacaini, í fæðingarhríðum og við
fæðingu.
_Notkun hjá börnum _
Sufenta til notkunar utan basts, er ætlað til verkjastillingar eftir
almennar skurðaðgerðir, brjósthols-
eða bæklunarskurðaðgerðir hjá börnum, 1 árs og eldri.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar eru einstaklingsbundnir. Við ákvörðun skammta skal hafa
til hliðsjónar líkamsþyngd,
líkamlegt ástand, sjúkdóma, samhliða notkun annarra lyfja, sem og
eðli inngrips og svæfingar. Við
endurtekna skammta skal taka tillit til áhrifa af upphafsskammti.
Vegna öndunarbælandi áhrifa Sufenta skulu einungis þeir sem hafa
reynslu af nútíma svæfingu með
barkaþræðingu annast gjöf lyfsins.
Sufenta er til notkunar utan basts (epidural). Áður en lyfið er
gefið með inndælingu skal tryggja að
nálin eða leggurinn liggi rétt í utanbastsrýminu.
_Meðferð við verkjum eftir skurðaðgerðir_
: Upphafsskammturinn 30-50 míkróg gefur fullnægjandi
verkjastillingu í 4-6 klst. Gefa má 25 míkróg viðbótarskammta
með inndælingu komi fram vís-
bendingar um ófullnægjandi verkjastillingu.
_Viðbótarverkjastilling í fæðingarhríðum og við fæðingu_
: Ef 10 míkróg af Sufenta eru gefin ásamt
bupivacaini (0,125%-0,25%) fæst langvinnari og meiri verkjastilling
en ef bupivacain er notað eitt sér.
Þennan skammt má endurtaka tvisvar sinnum en heildarskammtur
sufentanils má ekki fara yfir
30 míkróg.
Nota skal minni skammt handa öldruðum og veikburða sjúklingum, sem
og handa sj
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru