Stesolid Endaþarmslausn 5 mg/2,5 ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
02-10-2023

Virkt innihaldsefni:

Diazepamum INN

Fáanlegur frá:

Actavis Group PTC ehf.

ATC númer:

N05BA01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Diazepamum

Skammtar:

5 mg/2,5 ml

Lyfjaform:

Endaþarmslausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

379875 Túpa

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1978-04-27

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
STESOLID 5 MG OG 10 MG ENDAÞARMSLAUSN, STAKSKAMMTAÍLÁT
díazepam
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Stesolid og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Stesolid
3.
Hvernig nota á Stesolid
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Stesolid
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM STESOLID OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Stesolid tilheyrir flokki benzódíazepína. Það hefur
kvíðastillandi, róandi og vöðvaslakandi áhrif.
Þú getur notað Stesolid:
•
gegn ákveðnum tegundum krampa, t.d. hitakrömpum hjá börnum.
•
sem róandi lyf gegn kvíða og óróleika fyrir rannsóknir eða
aðgerðir.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA STESOLID
EKKI MÁ NOTA STESOLID EF ÞÚ:
•
ert með ofnæmi fyrir díazepami eða einhverju öðru innihaldsefni
lyfsins (sjá kafla 6).
•
ert með sjúkdóm sem kallast vöðvaslensfár sem veldur því að
vöðvar verða máttlausir og
þreytast auðveldlega.
•
ert með kæfisvefn (svefntruflun vegna óeðlilegra öndunarhléa í
svefni).
•
ert með alvarlegan lifrarsjúkdóm.
•
ert með bráða öndunarbælingu.
VARNAÐA
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Stesolid 5 og 10 mg endaþarmslausn, stakskammtaílát.
2.
INNIHALDSLÝSING
Díazepam 5 mg/skammt og 10 mg/skammt.
Hjálparefni með þekkta verkun
Lyfið inniheldur 2,5 mg af bensósýru (E210) í hverju
stakskammtaíláti, sem samsvarar 1 mg/ml.
Lyfið inniheldur 122,5 mg af natríumbensóati (E211) í hverju
stakskammtaíláti, sem samsvarar
49 mg/ml.
Lyfið inniheldur 1000 mg af própýlenglýkóli í hverju
stakskammtaíláti, sem samsvarar 400 mg/ml.
Lyfið inniheldur 37,5 mg af bensýlalkóhóli í hverju
stakskammtaíláti, sem samsvarar 15 mg/ml.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Endaþarmslausn, stakskammtaílát.
Gul, gegnsæ túpa sem inniheldur tæran vökva.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Lyfið er ætlað:
•
til meðferðar við krömpum, þ.m.t. hitakrömpum hjá börnum.
•
sem róandi lyf fyrir rannsóknir og aðgerðir.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Börn 1 mánaðar-1 árs: _
5 mg, síðan 5 mg eftir 10 mínútur ef þarf.
_Börn 2-11 ára: _
5-10 mg, síðan 5-10 mg eftir 10 mínútur ef þarf.
_Börn 12-17 ára:_
10-20 mg, síðan 10-20 mg eftir 10 mínútur ef þarf.
_Fullorðnir: _
10-20 mg, síðan 10-20 mg eftir 10-15 mínútur ef þarf.
_Aldraðir:_
10 mg, síðan 10 mg eftir 10-15 mínútur ef þarf.
Meðferðarlengd
Meðferð skal vera eins stutt og hægt er (sjá kafla 4.4). Sjúkling
skal endurmeta eftir ekki meira en
4 vikur og reglulega eftir það til að meta þörf fyrir
áframhaldandi meðferð, einkum ef sjúklingur er
einkennalaus. Almennt skal meðferð ekki vera meira en 8 til 12
vikur, að meðtöldu
skammtaminnkunartímabilinu.
Í sumum tilvikum getur verið nauðsynlegt að fara yfir hámarks
meðferðarlengd; það skal ekki gert án
þess að sérfræðingur meti ástand sjúklingsins.
2
Skammtaminnkun
Meðferð skal alltaf hætt með því að minnka skammta smám saman.
Sjúklingar sem hafa tekið
benzódíazepín í langan tíma geta þurft að minnka skammta á
lengri t
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru