Solu-Cortef Stungulyfsstofn og leysir, lausn 100 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
10-12-2021

Virkt innihaldsefni:

Hydrocortisonum natríumsúkkínat

Fáanlegur frá:

Pfizer ApS

ATC númer:

H02AB09

INN (Alþjóðlegt nafn):

Hydrocortisonum

Skammtar:

100 mg

Lyfjaform:

Stungulyfsstofn og leysir, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

523273 Hettuglas ; 121274 Hettuglas

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1969-07-16

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
SOLU-CORTEF
100 MG EÐA 250 MG
STUNGULYFSSTOFN OG LEYSIR, LAUSN
hýdrókortisónnatríumsúkkínat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Læknir
eða hjúkrunarfræðingur munu gefa
þér það.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Solu-Cortef og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Solu-Cortef
3.
Hvernig nota á Solu-Cortef
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Solu-Cortef
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
7.
Leiðbeiningar ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum
1.
UPPLÝSINGAR UM SOLU-CORTEF
OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Solu-Cortef er samtengdur barksteri.

Dregur úr einkennum bólgu og ertingu frá vefjum s.s. roða,
kláða, þrota, eymslum, sársauka og
hitatilfinningu.

Minnkar ónæmissvörun líkamans.

Hindrar eða dregur úr ofnæmi.
Solu-Cortef er einnig notað þegar skortur er á
nýrnahettubarkarhormóni, við uppskurð að
undangenginni töflumeðferð með nýrnahettubarkarhormóni, í
ákveðnum tilfellum við bráðri
nýrnabilun, Addison sjúkdómi, og alvarlegu ofnæmi eins og astma og
ofnæmislosti.
Læknir eða hjúkrunarfræðingur sér um inndælingu.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
Spyrjið lækninn.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA SOLU-CORTEF
EKKI MÁ NOTA SOLU-CORTEF

ef
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Solu-Cortef 100 mg og 250 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hýdrókortisónnatríumsúkkínat, samsvarandi hýdrókortisóni 100
mg eða 250 mg.
Hjálparefni með þekkta verkun
Solu-Cortef 100 mg innheldur 10,1 mg af natríum í hverju tvískiptu
hettuglasi (Act-O-Vial).
Solu-Cortef 250 mg inniheldur 25,3 mg af natríum í hverju tvískiptu
hettuglasi (Act-O-Vial).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyfsstofn og leysir, lausn.
Frostþurrkaði stungulyfsstofninn er hvítur eða beinhvítur og
leysirinn er tær, litlaus lausn.
Blönduð lausn er með sýrustig 7,0-8,0.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Vanstarfsemi í nýrnahettuberki.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skömmtun lyfsins er einstaklingsbundin, háð sjúkdómi.
Solu-Cortef á að gefa með inndælingu eða sem innrennsli í
bláæð eða með inndælingu í vöðva.
Skammtar
Fullorðnir:
Ráðlagður upphafsskammtur er 100 – 500 mg háð eðli
sjúkdómsins og alvarleika.
Skammta má endurtaka á 2, 4 og 6 klst. fresti háð svörun
sjúklings og klínísku ástandi.
Meðferðin er hafin, háð skammti, með inndælingu í bláæð á
30 sek. (lágskammtameðferð Solu-Cortef
samsvarandi 100 mg af hýdrókortisóni) til 10 mín.
(háskammtameðferð Solu-Cortef samsvarandi
500 mg af hýdrókortisóni eða meira). Háskammtameðferð skal
aðeins gefa þegar ástand sjúklings er
stöðugt og alla jafna ekki lengur en í 48-72 klst. Aukaverkanir
við skammtíma háskammtameðferð eða
lágskammtameðferð eru ekki algengar, en ætisár geta komið fyrir.
Mælt er með fyrirbyggjandi
meðferð með sýruhamlandi lyfjum.
Ef háskammtameðferð varir lengur en í 48-72 klst. er hætta á
blóðnatríumhækkun hjá sjúklingum
vegna uppsöfnunar natríums. Það getur því verið nauðsynlegt
að gefa sjúklingnum barkstera t.d.
metýlprednisólonnatríumsúkkínat í staðinn fyrir Solu-Cortef,
þar sem aðeins verður takmörkuð eða
engin upp
                                
                                Lestu allt skjalið