Solian Tafla 50 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
19-09-2022

Virkt innihaldsefni:

Amisulpridum INN

Fáanlegur frá:

Sanofi-aventis Norge AS

ATC númer:

N05AL05

INN (Alþjóðlegt nafn):

Amisulpridum

Skammtar:

50 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

372045 Þynnupakkning

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2001-11-15

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
SOLIAN 50 MG TÖFLUR
SOLIAN 200 MG TÖFLUR
amísúlpríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum.
Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Solian og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Solian
3.
Hvernig nota á Solian
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Solian
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM SOLIAN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Solian er sefandi lyf (lyf við geðsjúkdómum) og notað til
meðferðar á bráðum og/eða langvinnum
geðtruflunum vegna geðklofa.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA SOLIAN
EKKI MÁ NOTA SOLIAN
-
ef þú ert með ofnæmi fyrir amísúlpríði eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6)
-
ef þú ert með ákveðnar tegundir æxla (prólaktínháð æxli)
t.d. brjóstakrabbamein.
Krómfíklaæxli, sem einnig er ákveðin tegund æxlis.
-
hjá börnum undir kynþroskaaldri
-
ef þú notar levódópa samtímis (lyf við Parkinsonsveiki).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða
hjúkrunarfræðingnum áður en Solian er notað.
Greint hefur verið frá alv
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Solian 50 mg töflur
Solian 200 mg töflur
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur: Amísúlpríð 50 mg eða 200 mg.
Hjálparefni með þekkta verkun
Hver 50 mg tafla inniheldur 34,8 mg laktósaeinhýdrat.
Hver 200 mg tafla inniheldur 139,2 mg laktósaeinhýdrat.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Meðferð á bráðum og langvinnum geðtruflunum vegna geðklofa.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Við bráða geðtruflun er mælt með skömmtum til inntöku frá 400
mg til 800 mg á sólarhring. Í einstaka
tilfelli má auka sólarhringsskammt í 1.200 mg á sólarhring.
Skammta yfir 1.200 mg á sólarhring er
ekki búið að meta nægilega með tilliti til öryggis og á því
ekki að nota. Skammtastilling í byrjun
meðferðar með amísúlpríði er ekki nauðsynleg. Skammta skal
laga að svörun hvers sjúklings.
Hjá sjúklingum með blönduð jákvæð og neikvæð einkenni á að
aðlaga skammta þannig að sem best
stjórn á jákvæðum einkennum náist.
Viðhaldsmeðferð á að aðlaga einstaklingsbundið að minnsta
virka skammti.
Hjá sjúklingum sem aðallega sýna neikvæð einkenni er mælt með
skömmtum milli 50 mg og 300 mg á
sólarhring. Skammta á að aðlaga einstaklingsbundið.
Þegar gefnir eru stærri sólarhringsskammtar en 400 mg á að skipta
skammtinum í tvennt.
_Börn _
Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun amísúlpríðs
hjá börnum til 18 ára aldurs. Ekki má
nota Solian handa börnum fram að kynþroskaaldri. Sjá kafla 4.3.
Solian er ekki ætlað börnum frá
kynþroskaaldri fram að 18 ára aldri.
2
_Aldraðir_
Öryggi amísúlpríðs hefur verið rannsakað hjá takmörkuðum
fjölda aldraðra sjúklinga. Gæta skal
sérstakrar varúðar við notkun amísúlpríðs hjá þeim vegna
hugsanlegrar hættu á lágþrýstingi eða róandi
áhrifum. Minnka getur þurft skammta við skerta nýrnastarfsemi.
_Skert nýrnastarfsemi _
Amísúl
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru