Sobril Tafla 25 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
02-10-2023

Virkt innihaldsefni:

Oxazepamum INN

Fáanlegur frá:

Pfizer ApS

ATC númer:

N05BA04

INN (Alþjóðlegt nafn):

Oxazepamum

Skammtar:

25 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

400267 Þynnupakkning

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1984-11-05

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
SOBRIL 10 MG TÖFLUR
SOBRIL 15 MG TÖFLUR
SOBRIL 25 MG TÖFLUR
oxazepam
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Sobril og við hverju er það notað
2.
Áður en byrjað er að nota Sobril
3.
Hvernig nota á Sobril
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Sobril
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM SOBRIL OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Sobril er lyf sem hefur kvíðastillandi og væg vöðvaslakandi
áhrif.
Sobril er notað við kvíða, óróleika, spennuástandi,
svefntruflunum, bráðum fráhvarfseinkennum og
drykkjuæði. Má nota samhliða öðrum lyfjum við geðdeyfð með
kvíða. Má gefa fyrir skurðaðgerðir eða
tannlækningar.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA SOBRIL
_ _
EKKI MÁ NOTA SOBRIL:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir oxazepami eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
-
ef um lost og dauðadá eftir eitrunarástand með áfengi eða lyfjum
er að ræða.
-
ef þú ert með kæfisvefn.
-
ef þú ert með vöðvaslensfár (alvarlegur vöðvasjúkdómur).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðin
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Sobril 10 mg, 15 mg og 25 mg töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur oxazepam 10 mg, 15 mg og 25 mg.
Hjálparefni með þekkta verkun
Hver 10 mg tafla inniheldur 13,3 mg af hveitisterkju (inniheldur
glúten). Ein 10 mg tafla inniheldur
ekki meira en 1,3 míkrógrömm af glúteni.
Hver 15 mg tafla inniheldur 15,0 mg af hveitisterkju (inniheldur
glúten). Ein 15 mg tafla inniheldur
ekki meira en 1,5 míkrógrömm af glúteni.
Hver 25 mg tafla inniheldur 25,0 mg af hveitisterkju (inniheldur
glúten). Ein 25 mg tafla inniheldur
ekki meira en 2,5 míkrógrömm af glúteni.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla.
10 mg: Hvítar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, merktar SB á
annarri hliðinni, 8 mm í þvermál. Með
deilistriki.
15 mg: Hvítar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, merktar SL á
annarri hliðinni, 6 mm í þvermál.
25 mg: Hvítar, kringlóttar, tvíkúptar töflur, merktar SR á
annarri hliðinni, 6 mm í þvermál.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Taugaveiklun og geðvefrænt ástand (psychosomatic conditions) með
eftirfarandi einkennum: Kvíði,
órói og spenna.
Svefnörðugleikar.
Lyfjaforgjöf fyrir skurðaðgerðir eða tannlækningar.
Titurvilla (delerium tremens) og bráð fráhvarfseinkenni.
Sem samsett meðferð með þríhringlaga geðdeyfðarlyfjum við
geðdeyfð með kvíða/æsingi.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Sníða á skömmtun og meðferðarlengd að þörfum hvers
sjúklings. Hætta á ávanabindingu eykst með
skammtastærð og meðferðarlengd og því á að ávísa minnstu
skammtastærð sem hefur tilætluð áhrif og
í eins skamman tíma og unnt er, auk þess að endurmeta reglulega
þörf fyrir áframhaldandi meðferð
(sjá kafla 4.4).
Sé notkun oxazepams hætt skyndilega eða skammtar af lyfinu
minnkaðir hratt eftir samfellda notkun
getur það valdið fráhvarfseinkennum sem geta verið lífshættuleg
og/eða afturkasti (rebound); því á að
hætta notkun lyfsins eða minnk
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru