Sitagliptin Krka Filmuhúðuð tafla 100 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
05-12-2022

Virkt innihaldsefni:

Sitagliptinum INN

Fáanlegur frá:

Krka d.d. Novo mesto*

ATC númer:

A10BH01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Sitagliptinum

Skammtar:

100 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

487312 Þynnupakkning OPA/Alu/PVC//Alu V1084; 435558 Þynnupakkning OPA/Alu/PVC//Alu V1085

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2020-02-27

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLINGA
Sitagliptin Krka 25 mg filmuhúðaðar töflur
Sitagliptin Krka 50 mg filmuhúðaðar töflur
Sitagliptin Krka 100 mg filmuhúðaðar töflur
sitagliptin
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Sitagliptin Krka og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Sitagliptin Krka
3.
Hvernig nota á Sitagliptin Krka
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Sitagliptin Krka
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM SITAGLIPTIN KRKA OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Sitagliptin Krka inniheldur virka efnið sitagliptin sem tilheyrir
flokki lyfja sem kallast DPP-4 hemlar
(dipeptidýl peptíðasa 4 hemlar) og lækka blóðsykursgildi hjá
fullorðnum sjúklingum með sykursýki af
tegund 2.
Þetta lyf eykur framleiðslu líkamans á insúlíni eftir máltíð
og minnkar framleiðslu líkamans á
blóðsykri.
Læknirinn hefur ávísað lyfinu til að aðstoða við lækkun
blóðsykurs sem er of hár því þú ert með
sýkursýki af tegund 2. Lyfið má nota eitt sér eða samhliða
tilteknum blóðsykurslækkandi lyfjum
(insúlíni, metformini, súlfónýlurea lyfi eða glítazón lyfi),
sem þú gætir nú þegar verið að taka við
sykursýkinni, ásamt sérstakri mataræðis- og
líkamsþjálfunaráætlun.
Hvað er sykursýki af tegund 2?
Við sykursýki af tegund 2 framleiðir líkaminn ekki nægilegt
insúl
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Sitagliptin Krka 25 mg filmuhúðaðar töflur
Sitagliptin Krka 50 mg filmuhúðaðar töflur
Sitagliptin Krka 100 mg filmuhúðaðar töflur
2.
INNIHALDSLÝSING
_Sitagliptin Krka 25 mg filmuhúðuð tafla _
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 25 mg af sitagliptini.
_Sitagliptin Krka 50 mg filmuhúðuð tafla _
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af sitagliptini.
_Sitagliptin Krka 100 mg filmuhúðuð tafla _
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 100 mg af sitagliptini.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla (tafla).
_Sitagliptin Krka 25 mg filmuhúðuð tafla _
Bleik, kringlótt, lítillega tvíkúpt, filmuhúðuð tafla, ígreypt
með „K25“ á annarri hlið töflunnar
(þvermál u.þ.b. 7 mm, þykkt 2,0 – 3,2 mm).
_Sitagliptin Krka 50 mg filmuhúðuð tafla _
Ljósappelsínugul, kringlótt, tvíkúpt, filmuhúðuð tafla með
deiliskoru á annarri hlið töflunnar. Taflan er
ígreypt með „K“ öðru megin við deiliskoruna og með „50“
hinum megin við deiliskoruna (þvermál
u.þ.b. 9 mm, þykkt 2,8 – 3,8 mm).
Töflunni má skipta í jafna skammta.
_ _
_Sitagliptin Krka 100 mg filmuhúðuð tafla _
Brún-appelsínugul, kringlótt, tvíkúpt, filmuhúðuð tafla með
deiliskoru á annarri hlið töflunnar. Taflan
er ígreypt með „K“ öðru megin við deiliskoruna og með
„100“ hinum megin við deiliskoruna
(þvermál u.þ.b. 11 mm, þykkt 3,3 – 4,5 mm).
Töflunni má skipta í jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Sitagliptin Krka er ætlað til að bæta stjórnun á blóðsykri
hjá fullorðnum sjúklingum með sykursýki af
tegund 2:
sem einlyfjameðferð:
-
hjá sjúklingum þegar ekki næst viðunandi stjórn á blóðsykri
með mataræði og líkamsþjálfun
eingöngu og hjá þeim þar sem metformin er ónothæft vegna
frábendinga eða óþols.
2
sem samsett tveggja lyfja meðferð til inntöku, samhliða:
-
metformini, þegar ekki næst viðunandi stjórn á blóð
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru