Sinemet Depot Mite (Sinemet depot mite) Forðatafla 25 mg/100 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
30-10-2023

Virkt innihaldsefni:

Levodopum INN; Carbidopum INN

Fáanlegur frá:

N.V. Organon*

ATC númer:

N04BA02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Levodopum og dópadekarboxýlasahemill

Skammtar:

25 mg/100 mg

Lyfjaform:

Forðatafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

570649 Þynnupakkning

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1992-04-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
SINEMET DEPOT MITE 25 MG/100 MG, FORÐATÖFLUR
karbídópa/levódópa
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum um.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
_ _
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Sinemet Depot Mite og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Sinemet Depot Mite
3.
Hvernig nota á Sinemet Depot Mite
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Sinemet Depot Mite
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM SINEMET DEPOT MITE OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
•
Sinemet Depot Mite er lyf við parkinsonsveiki, sem tilheyrir flokki
lyfja sem nefnast
dópamínvirk lyf.
•
Sinemet Depot Mite eykur virkni dópamíns (sem er boðefni í
heilanum). Það dregur þannig úr
einkennum parkinsonsveiki, svo sem vöðvastífni og skjálfta.
Sinemet Depot Mite inniheldur tvö
efni, annars vegar levódópa sem bætir upp dópamínskort í
heilanum og hins vegar karbídópa
sem gerir það að verkum að líkaminn þarf minna magn levódópa.
•
Sinemet Depot Mite er ætlað til meðferðar við parkinsonsveiki.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA SINEMET DEPOT MITE
Verið getur að læknirinn hafi ávísað Sinemet Depot Mite við
öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum
en tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja
fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á merkimiða
frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA SINEMET DEPOT MITE
•
ef um er að ræða ofnæmi fyrir levódópa
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Sinemet Depot Mite 25 mg/100 mg forðatöflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Karbídópa 25 mg og levódópa 100 mg.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Forðatafla
Sinemet Depot Mite eru bleikar, sporöskjulaga forðatöflur merktar
með „601“ á annarri hliðinni og
ómerktar á hinni hliðinni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Sinemet Depot Mite er ætlað til meðferðar á parkisonsveiki og
parkinsonslíkum einkennum.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Ákvarða skal dagskammtinn af Sinemet Depot Mite fyrir hvern og einn
sjúkling með því að auka
gætilega skammtinn smám saman. Fylgjast skal náið með sjúklingum
meðan á skammtastillingu
stendur, sérstaklega m.t.t. ógleði eða aukinnar ógleði eða
óeðlilegra ósjálfráðra hreyfinga, m.a.
ranghreyfinga (dyskinesia), rykkja (chorea) og truflana á
vöðvaspennu (dystonia).
Sinemet Depot Mite má aðeins gefa í heilum töflum.
Hvorki má tyggja né mylja forðatöflurnar, vegna þess að þá
tapast forðaverkunin.
Meðan á meðferð með Sinemet Depot Mite stendur má halda áfram
meðferð með öðrum lyfjum við
parkisonsveiki, að undanskildu levódópa einu sér, en þó gæti
verið nauðsynlegt að stilla skammta.
Sinemet Depot Mite má einnig gefa sjúklingum sem taka samhliða
vítamín sem innihalda pýrídoxín
(B
6
vítamín), þar sem karbídópa kemur í veg fyrir breytingu á
verkun levódópa af völdum pýrídoxíns
_Upphafsskammtur: _
_Sjúklingar sem aldrei hafa fengið meðferð með levódópa _
Sinemet Depot Mite er fyrst og fremst ætlað sjúklingum á
byrjunarstigi sjúkdómsins, sem aldrei hafa
fengið meðferð með levódópa.
Ráðlagður upphafsskammtur er 1 tafla af Sinemet Depot Mite tvisvar
á dag.
Sjúklingar sem þurfa meira af levódópa þola yfirleitt vel 1-4
töflur af Sinemet Depot Mite tvisvar á
dag.
Upphafsskammtur má ekki fara yfir 600 mg á dag af levódópa og ekki
má gefa skammta með styttra
millibili en 6 klukkustundir.
2
_
                                
                                Lestu allt skjalið