Scopoderm Forðaplástur 1 mg/72 klst.

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
04-04-2022

Virkt innihaldsefni:

Scopolaminum

Fáanlegur frá:

Baxter Medical AB

ATC númer:

A04AD01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Scopolaminum

Skammtar:

1 mg/72 klst.

Lyfjaform:

Forðaplástur

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

528241 Stakskammtaílát

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1985-05-06

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
SCOPODERM 1 MG/72 KLST. FORÐAPLÁSTUR
skópólamín (hýóscín)
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn,
lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingurinn hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum um lyfið.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Scopoderm og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Scopoderm
3.
Hvernig nota á Scopoderm
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Scopoderm
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM SCOPODERM OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Scopoderm er notað til að koma í veg fyrir ferðaveiki (sjó-,
bíl- og flugveiki).
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA SCOPODERM
_ _
EKKI MÁ NOTA SCOPODERM
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
-
ef þú ert með augnsjúkdóminn þrönghornsgláku.
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða
hjúkrunarfræðingnum áður en Scopoderm er notað ef þú:
-
ert með magaopsþrengsli eða seinkaða magatæmingu
(portvarðarþrengsli)
-
ert með stækkaðan blöðruhálskirtil og átt í erfiðleikum með
þvaglát
-
ef þú ert með þrengsli í þörmum (að hluta eða algera teppu í
smáþörmum eða ristli)
-
ert öldruð/
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Scopoderm 1 mg/72 klst. forðaplástur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Skópólamín (hýóscín) 1 mg/72 klst.
Hver forðaplástur losar um 1 mg af hýóscíni á 72 klst.
Hver forðaplástur inniheldur 1,5 mg af hýóscíni.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Forðaplástur.
Flatur, kringlóttur forðaplástur sem er u.þ.b. 1,8 cm í
þvermál. Önnur hlið plástursins er gulbrún og hin
hliðin er silfurlituð. Forðaplásturinn er festur við stærri,
glæra sexhyrnda hlífðarfilmu.
Forðaplásturinn kemur í flötum, innsigluðum þynnupakkningum sem
eru merktar
stakskammtapakkningar.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Ferðaveiki.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Fullorðnir og börn 10 ára og eldri: 1 forðaplástur á 3.
sólarhringa fresti.
Settur á hreina, þurra og hárlausa húð aftan við eyrað 5-6
klst. áður en verkun á að hefjast (eða kvöldið
fyrir ferðalag).
Nægilegt er að setja einn Scopoderm forðaplástur á til varnar
gegn ferðaveiki í 72 klukkustundir, en ef
aðeins er þörf á meðferð í styttri tíma á að fjarlægja
forðaplásturinn þegar ferðalaginu er lokið.
Eftir að forðaplásturinn hefur verið fjarlægður frásogast
skópólamín áfram frá mettuðu húðlagi. Ef
þörf er á áframhaldandi verkun að 72 klukkustundum liðnum,
verða að líða a.m.k. 12 klukkustundir
áður en nýr forðaplástur er settur aftan við hitt eyrað.
Til að koma í veg fyrir að virka efnið berist í augun, sem getur
haft í för með sér skammvinna þokusýn
og ljósopsvíkkun (stundum einungis í öðru auganu), skal
sjúklingurinn alltaf þvo hendur í hvert sinn
sem Scopoderm forðaplástur er snertur og álímingarstað á að
þvo eftir að forðaplásturinn hefur verið
tekinn af.
Notaðir forðaplástrar eru brotnir saman (ytra byrðið snýr út)
og þeim fargað þar sem börn ná ekki til.
Aldraðir:
2
Aldraðir mega nota Scopoderm forðaplástra (þó líklegra sé að
þeir finni fyrir 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru