Sandostatin Stungulyf, lausn 50 míkróg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
29-01-2024

Virkt innihaldsefni:

Octreotidum INN

Fáanlegur frá:

Novartis Healthcare A/S

ATC númer:

H01CB02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Octreotidum

Skammtar:

50 míkróg/ml

Lyfjaform:

Stungulyf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

057455 Lykja

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1991-01-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
SANDOSTATIN STUNGULYF/INNRENNSLISLYF, LAUSN
50 MÍKRÓGRÖMM/ML OG 100 MÍKRÓGRÖMM/ML
octreotid
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið þeim
skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig
um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá
kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
1.
Upplýsingar um Sandostatin og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Sandostatin
3.
Hvernig nota á Sandostatin
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Sandostatin
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM SANDOSTATIN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Sandostatin inniheldur samtengt efni sem er afleiða somatostatins,
sem er efni sem finnst yfirleitt í
líkamanum og hamlar verkun ákveðinna hormóna, svo sem
vaxtarhormóns. Kostir Sandostatin fram yfir
somatostatin eru að það er öflugra og áhrif þess vara lengur.
SANDOSTATIN ER NOTAÐ
•
við
ÆSAVEXTI
, sem er sjúkdómur sem veldur því að of mikið af vaxtarhormóni
myndast í
líkamanum. Venjulega stjórnar vaxtarhormón vexti vefja, líffæra
og beina. Of mikið af
vaxtarhormóni veldur aukinni stærð beina og vefja, sérstaklega í
höndum og fótum. Sandostatin
dregur verulega úr einkennum æsavaxtar, sem eru höfuðverkur, mikil
svitamyndun, dofi í höndum
og fótum, þreyta og liðverkir.
•
við einkennum sem tengjast sumum
ÆXLUM Í MELTINGARVEGI
(t.d. silfurfrumuæxlum, VIP-æxlum,
glúkagonæxlum, gastrinæxlum, insúlínæxlum). Í þessum
sjúkdómum e
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Sandostatin 50 míkróg/ml og 100 míkróg/ml
stungulyf/innrennslislyf, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
Ein 1 ml lykja inniheldur 50 míkróg eða 100 míkróg af octreotidi
(sem octreotidacetat).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1
3.
LYFJAFORM
Stungulyf/innrennslislyf, lausn.
Tær, litlaus lausn.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Meðferð við einkennum og lækkun á gildum vaxtarhormóns (GH) og
IGF-1 í plasma hjá sjúklingum
með æsavöxt (acromegaly) sem ekki hefur náðst fullnægjandi
stjórn á með skurðaðgerð eða
geislameðferð. Sandostatin er einnig ætlað sjúklingum með
æsavöxt sem ekki geta eða vilja gangast
undir skurðaðgerð eða á tímabilinu þar til geislameðferð nær
fullri verkun.
Meðferð við einkennum sem tengjast virkum innkirtlaæxlum í
meltingarvegi og brisi (GEP-æxlum),
t.d. silfurfrumuæxlum (carcinoid tumours) sem líkjast
serótónínheilkenni (sjá kafla 5.1).
Sandostatin er ekki meðferð við æxlum og er ekki læknandi hjá
slíkum sjúklingum.
Fyrirbyggjandi gegn fylgikvillum eftir skurðaðgerðir á brisi.
Bráð meðferð til að stöðva blæðingar og til að koma í veg
fyrir að blæðingar hefjist að nýju vegna
æðahnúta í maga og vélinda hjá sjúklingum með skorpulifur.
Sandostatin á að nota ásamt annarri
sérhæfðri meðferð, svo sem herðimeðferð með holspeglun
(endoscopic sclerotherapy).
Meðferð við kirtilæxlum í heiladingli sem seyta TSH:
•
þegar seyting hefur ekki orðið eðlileg eftir skurðaðgerð
og/eða geislameðferð
•
hjá sjúklingum þegar skurðaðgerð á ekki við
•
hjá sjúklingum í geislameðferð þar til geislameðferðin er
virk.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Æsavöxtur _
Í upphafi 0,05 til 0,1 mg undir húð á 8 eða 12 klst. fresti.
Skammtabreytingar eiga að byggja á
mánaðarlegu mati á gildum vaxtarhormóns (GH) og IGF-1 (markmið:
GH <2,5 ng/ml; IGF-1 innan
eðlilegra marka), klínískum einkennum og hvernig lyfið 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru