Salazopyrin EN-tabs Magasýruþolin tafla 500 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
04-11-2019

Virkt innihaldsefni:

Sulfasalazinum INN

Fáanlegur frá:

Pfizer ApS

ATC númer:

A07EC01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Sulfasalazinum

Skammtar:

500 mg

Lyfjaform:

Magasýruþolin tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

107219 Töfluílát

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1987-04-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
SALAZOPYRIN EN-TABS 500 MG MAGASÝRUÞOLNAR TÖFLUR
sulfasalazin
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
•
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
•
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
•
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum.
Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu
sjúkdómseinkenni sé að ræða.
•
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Salazopyrin EN-tabs og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Salazopyrin EN-tabs
3.
Hvernig nota á Salazopyrin EN-tabs
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Salazopyrin EN-tabs
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM SALAZOPYRIN EN-TABS OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Salazopyrin EN-tabs
er gigtarlyf. Þú getur notað Salazopyrin EN-tabs
við liðagigt.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA SALAZOPYRIN EN-TABS
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA SALAZOPYRIN
EN-TABS:
•
ef um er að ræða ofnæmi fyrir sulfasalazini eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
•
ef þú ert með ofnæmi fyrir sulfonamíðum eða salisýlötum (t.d.
asetýlsalisýlsýru).
•
ef þú ert með arfgenga porfýríu.
•
ef þú ert með alvarlega skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi.
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Áður en þú notar
Salazopyrin
EN-tabs
skaltu
láta lækninn vita ef þú
:
•
hefur áður fengið alvarlega sýkingu eða ert með langvinna
sýkingu. H
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Salazopyrin EN-tabs 500 mg magasýruþolnar töflur.
2. INNIHALDSLÝSING
Hver magasýruþolin tafla inniheldur: sulfasalazin 500 mg.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Magasýruþolin tafla.
Útlit: Salazopyrin EN-tabs eru dökkgular, ílangar magasýruþolnar
töflur. Á annarri hlið er greypt
„102“ en á hinni „KPh“.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Iktsýki (rheumatoid arhritis).
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Í upphafi meðferðar er mælt með því að gefa skammta, sem eru
1/3 eða 1/4 af væntanlegum
viðhaldsskammti, svo komist verði hjá verstu aukaverkununum.
Skammtana má síðan auka smám
saman, vikulega, þar til viðhaldsskammti er náð eftir 1 mánuð.
Fullorðnir:
Í upphafi meðferðar: 500 mg sólarhring, gefið að kvöldi í eina
viku og aukið síðan um 500 mg á viku
þar til daglegur skammtur er kominn upp í 2 g (4 töflur) gefið í
2-4 skömmtum á sólarhring.
Allt að 12 vikur meðferðar geta liðið áður en sjúklingur
finnur fyrir árangri.
Dagsskammtinn má auka í 3 g ef sjúklingur bregst ekki við
meðferð innan 12 vikna, en fylgjast verður
með sjúklingi ef skammturinn fer yfir 2 g á sólarhring.
Magasýruþolnu töflurnar á að gleypa heilar með miklum vökva.
Ekki má deila þeim eða mylja þær.
4.3
FRÁBENDINGAR
-
Ofnæmi fyrir virka efninu, umbrotsefnum þess eða fyrir einhverju
hjálparefnanna sem talin eru
upp í kafla 6.1.
-
Ofnæmi fyrir sulfónamídum og salicýlötum.
-
Porfýría.
-
Skert lifrar- eða nýrnastarfsemi.
2
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Tilkynnt hefur verið um alvarlegar sýkingar í tengslum við
mergbælingu, þ.t.m. sýklasótt og
lungnabólgu. Fylgjast skal náið með sjúklingum sem fá nýja
sýkingu meðan á meðferð með
sulfasalazini stendur. Hætta skal gjöf sulfasalazins ef sjúklingur
fær alvarlega sýkingu. Gæta skal
varúðar við notkun sulfasalazins hjá sjúklingum sem fá
endurteknar sýki
                                
                                Lestu allt skjalið