Síprox Tafla 500 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
13-02-2023
MMR MMR (MMR)
25-11-2020

Virkt innihaldsefni:

Ciprofloxacinum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Teva B.V.*

ATC númer:

J01MA02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Ciprofloxacinum

Skammtar:

500 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

080124 Þynnupakkning V0177; 080133 Þynnupakkning V0411

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1994-01-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
SÍPROX 500 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
cíprófloxacín
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ TAKA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Síprox og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Síprox
3.
Hvernig nota á Síprox
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Síprox
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM SÍPROX OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Síprox er sýklalyf af flokki flúorókínólóna. Virka efnið er
cíprófloxacín. Cíprófloxacín verkar með því
að drepa bakteríur sem valda sýkingum. Það verkar aðeins á
vissa stofna baktería.
_Fullorðnir _
Síprox er notað hjá fullorðnum gegn eftirfarandi
bakteríusýkingum:
-
sýkingum í öndunarfærum
-
langvarandi eða endurteknum sýkingum í eyrum eða kinn- og
ennisholum
-
þvagfærasýkingum
-
sýkingum í eistum
-
sýkingum í kynfærum kvenna
-
sýkingum í meltingarfærum og í kviðarholi
-
sýkingum í húð og mjúkvef
-
sýkingum í beinum og liðum
-
til meðferðar á sýkingum hjá sjúklingum sem hafa mjög lítið
af hvítum blóðkornum
(daufkyrningafæð)
-
til að fyrirbyggja sýkingar hjá sjúklingum sem hafa mjög lítið
af hvítum blóðkornum
(daufkyrningafæð)
-
til að fyrirbyggja sýkingar af völdum bakteríunnar
_Neisseria meningitidis_
-
innöndunarmiltisbrandi.
Ef þú ert með alvarlega sýkingu eða sýkingu af völdum fleir
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Síprox 500 mg filmuhúðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 500 mg cíprófloxacín (sem
cíprófloxacínhýdróklóríð einhýdrat).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðaðar töflur.
Hvítar eða gulleitar, sporöskjulaga, tvíkúptar, filmuhúðaðar
töflur með deilistriki á öðrum fleti og
hliðarskorum, merktar C500 á annarri hliðinni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Síprox 500 mg filmuhúðaðar töflur eru ætlaðar til
meðhöndlunar á eftirtöldum sýkingum (sjá kafla 4.4
og 5.1). Athuga ætti sérstaklega tiltækar upplýsingar um ónæmi
fyrir cíprófloxacíni áður en meðferð er
hafin.
_Fullorðnir _
-
Sýkingar í neðri hluta öndunarvegar af völdum Gram-neikvæðra
baktería
-
Versnun langvinnrar lungnateppu
-
Við versnun langvinnrar lungnateppu, skal aðeins nota Síprox þegar
talið er að notkun
annarra bakteríulyfja, sem almennt eru ráðlögð til meðferðar
gegn þessum sýkingum, eigi
ekki við.
-
Lungnaberkjusýkingar í berkjuskúlk (bronchiectasis) eða vegna
slímseigjusjúkdóms
(cystic fibrosis)
-
Lungnabólga
-
Langvinn miðeyrabólga með ígerð
-
Bráð versnun langvinnrar skútabólgu, einkum af völdum
Gram-neikvæðra baktería
-
Einföld, bráð blöðrubólga
-
Við einfaldri, bráðri blöðrubólgu skal aðeins nota Síprox
þegar talið er að notkun annarra
bakteríulyfja, sem almennt eru ráðlögð til meðferðar gegn
þessum sýkingum, eigi ekki við.
-
Bráð nýra- og skjóðubólga
-
Flóknar þvagfærasýkingar
-
Blöðruhálskirtilsbólga af völdum baktería
-
Þvagrásarbólga og leghálsbólga af völdum gónókokka sem stafa
af næmri lekandabakteríu
(
_Neisseria gonorrhoeae_
)
_ _
-
Eistalyppu-eistnabólga, þ.m.t. tilfelli af völdum
_Neisseria gonorrhoeae _
2
_ _
-
Bólgusjúkdómur í grindarholi, þ.m.t. tilfelli af völdum
_Neisseria gonorrhoeae _
_ _
Þegar ofantaldar æxlunarfærasýkingar eru, eða eru ta
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru