Rompun vet. Stungulyf, lausn 20 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
29-01-2024

Virkt innihaldsefni:

Xylazinum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Elanco Animal Health GmbH

ATC númer:

QN05CM92

INN (Alþjóðlegt nafn):

Xylazinum

Skammtar:

20 mg/ml

Lyfjaform:

Stungulyf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

148999 Hettuglas

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1970-06-05

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL:
ROMPUN VET. 20 MG/ML, STUNGULYF, LAUSN
1.
HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA SEM
BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR
Markaðsleyfishafi:
_ _
Elanco Animal Health GmbH
Alfred-Nobel-Str. 50
40789 Monheim
Þýskaland
Framleiðandi sem ber ábyrgð á lokasamþykkt:
KVP Pharma + Veterinär Produkte GmbH
Projensdorfer Str. 324, 24106 Kiel
Þýskaland
Fulltrúi markaðsleyfishafa á Íslandi:
Icepharma hf.
Lynghálsi 13
110 Reykjavík
Sími: +354 540 8000
2.
HEITI DÝRALYFS
Rompun vet. 20 mg/ml, stungulyf, lausn.
3.
VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI
VIRKT INNIHALDSEFNI:
Xylazin 20 mg/ml (sem Xylazinhýdróklóríð).
HJÁLPAREFNI:
Metylparahydroxybenzoat (E 218) 1,5 mg/ml.
4.
ÁBENDING(AR)
Til róandi verkunar, verkjastillingar, svæfinga og vöðvaslökunar
við rannsóknir til sjúkdómsgreiningar og
við minni háttar aðgerðir á nautgripum, hestum, hundum og
köttum.
Forlyfjagjöf fyrir svæfingu.
5.
FRÁBENDINGAR
Ekki má gefa lyfið dýrum með hjarta- og lungnasjúkdóma,
efnaskiptasjúkdóma eða þvagteppu.
2
6.
AUKAVERKANIR
Hægtaktur og væg öndunarbæling getur komið fyrir (skammtaháð).
Í upphafi getur komið fyrir
stuttvarandi háþrýstingur og í kjölfar hans lágþrýstingur auk
þess sem líkamshiti getur lækkað lítillega.
Tímabundin blóðsykurshækkun og insúlínvanseyting koma fyrir.
Þemba.
Hreyfing sem viðbrögð við hvellum hljóðum eða snertingu getur
komið fram.
Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi:
- Mjög algengar (aukaverkanir koma fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum
10 dýrum sem fá meðferð)
- Algengar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum 100
dýrum sem fá meðferð)
- Sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af hverjum
1.000 dýrum sem fá meðferð)
- Mjög sjaldgæfar (koma fyrir hjá fleiri en 1 en færri en 10 af
hverjum 10.000 dýrum sem fá meðferð)
- Koma örsjaldan fyrir (koma fyrir hjá færri en 1 af hverjum 10.000
dýrum sem fá meðferð, þ.
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
1.
HEITI DÝRALYFS
Rompun vet. 20 mg/ml stungulyf, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
VIRKT INNIHALDSEFNI:
1 ml inniheldur:
Xylazinhýdróklóríð, samsvarandi xylazin 20 mg.
HJÁLPAREFNI:
Metylparahydroxybenzoat (E 218) 1,5 mg.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyf, lausn.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
DÝRATEGUND(IR)
Nautgripir. Hestar. Hundar. Kettir.
4.2
ÁBENDINGAR FYRIR TILGREINDAR DÝRATEGUNDIR
Til róandi verkunar, verkjastillingar, svæfinga og vöðvaslökunar
við rannsóknir til sjúkdómsgreiningar
og við minni háttar aðgerðir á nautgripum, hestum, hundum og
köttum.
Forlyfjagjöf fyrir svæfingu.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ekki má gefa lyfið dýrum með hjarta- og lungnasjúkdóma,
efnaskiptasjúkdóma eða þvagteppu.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ FYRIR HVERJA DÝRATEGUND
Engin.
4.5
SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Við keisaraskurð er mælt með að gefið sé lyf sem slakar á
legvöðvum.
Ef um sársaukafullar aðgerðir er að ræða skal gefa xylazin með
verkjalyfjum með staðbundna eða
almenna verkun og/eða svæfingalyfjum.
SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN HJÁ DÝRUM
Xylazin getur valdið uppköstum hjá hundum og köttum, þó sér í
lagi hjá köttum og er því mælt með
að þessi dýr séu látin fasta fyrir lyfjagjöf. Af sömu ástæðu
má ekki nota lyfið ef aðskotahlutur er í koki
eða við annað það ástand sem versnar við uppköst, t.d.
magatæming (torsio ventriculi).
SÉRSTAKAR VARÚÐARREGLUR FYRIR ÞANN SEM GEFUR DÝRINU LYFIÐ
2
Ekki má borða, drekka eða reykja meðan dýralyfið er handleikið.
Fjarlægið fatnað næst ykkur sem komist hefur í snertingu við
lyfið.
Forðast á vandlega að sprauta lyfinu í sjálfan sig, taka það
inn eða fá það á húð, í augu eða á slímhúð.
Ef lyfið berst á húð eða í augu fyrir slysni á að þvo það
af með miklu vatni. Leita á til læknis ef
einkenni koma fram.
Ef lyfið er tekið inn eða sprautað í sig fyrir slysni á að
leita til læknis og sýna honum f
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru